Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Hörður Ægisson skrifar 24. apríl 2019 06:15 Skuldbreyting Arion banka nam nærri 10 prósentum af heildarstærð skuldabréfaútgáfu WOW air síðasta haust. Fréttablaðið/Eyþór Yfirdráttarlán sem WOW air var með hjá Arion banka að fjárhæð um fimm milljónir Bandaríkjadala var gert upp í fyrra og þess í stað eignaðist bankinn skuldabréf að sömu fjárhæð á flugfélagið í skuldabréfaútboði þess sem lauk síðastliðið haust. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru skiptastjórar þrotabús WOW air með það til skoðunar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun en Arion banki og WOW air höfðu gert með sér samkomulag í aðdraganda skuldabréfaútboðsins um að umræddir fjármunir, jafnvirði um 550 milljóna króna á þáverandi gengi, sem bankinn fjárfesti fyrir í útboðinu færu í að greiða upp yfirdráttarlán félagsins hjá bankanum. Ráðgjafarfyrirtækið Deloitte var nýlega fengið til að vera þrotabúinu til aðstoðar, samkvæmt heimildum Markaðarins, meðal annars til að leggja mat á hvort grundvöllur sé fyrir því að rifta þeim greiðslum sem fóru til Arion banka í tengslum við þátttöku hans í skuldabréfaútboðinu. Engin ákvörðun þess efnis hefur hins vegar enn verið tekin. Arion banki lagði félaginu því ekki til neitt nýtt fjármagn í útboðinu heldur var í reynd að ræða um skuldbreytingu sem nam nærri tíu prósentum af heildarstærð skuldabréfaútgáfu flugfélagsins. Talið er að minna en helmingur þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í 50 milljóna evra skuldabréfaútboði WOW air í september á síðasta ári hafi verið nýir fjármunir sem fengust frá fjárfestum til að bæta afar bágborna lausafjárstöðu félagsins. Verulegrar óánægju gætir á meðal margra stórra fjárfesta sem raunverulega lögðu WOW air til nýtt fjármagn í útboðinu, meðal annars bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Eaton Vance og íslenska fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management, enda hefðu þeir að líkindum ekki gert það ef fyrir hefði legið að stærstur hluti fjárhæðarinnar sem þar safnaðist hafi aðeins verið umbreyting á kröfum í skuldabréf. Engar slíkar upplýsingar hafi verið veittar í fjárfestakynningum né þegar greint var frá niðurstöðum útboðsins. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með útboðinu ásamt Arctica Finance. Ólíklegt er talið að nokkuð muni greiðast út úr þrotabúi WOW air upp í kröfur þeirra sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu, sem og annarra almennra kröfuhafa félagsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins vilja skuldabréfaeigendur láta reyna á ábyrgðartryggingar stjórnenda WOW air, vegna mögulegrar persónulegrar skaðabótaskyldu sem þeir kunni að hafa bakað að sér, á grundvelli þess að þeir hafi ekki fengið fullnægjandi upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins og eins framkvæmd skuldabréfaútboðsins. Þannig hefur fulltrúi skuldabréfaeigenda óskað eftir því að skiptastjórar WOW air veiti þeim upplýsingar um skilmála ábyrgðartrygginga stjórnenda flugfélagsins. Við þeirri beiðni hefur þrotabúið ekki enn getað orðið þar sem erlent tryggingafélag, sem WOW air hafði keypt stjórnendatryggingar af, hefur lagst gegn því að afhenda þau gögn sem óskað er eftir. WOW air skuldaði samtals rúmlega 20 milljarða króna í lok febrúar, einum mánuði áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta, en stærstu kröfuhafar félagsins eru flugvélaleigurnar Air Lease Corporation og Avolon, Isavia og Arion banki. Arion banki, sem var viðskiptabanki WOW air, hefur ekki viljað veita upplýsingar um það hve mikið bankinn hefur fært niður af skuldum flugfélagsins við hann. Heildarskuldbinding félagsins við bankann nam um 1,6 milljörðum. Í fjárfestakynningu vegna uppgjörs Arion banka fyrir fjórða fjórðung síðasta árs var tekið fram að skuldabréf tengd flugfélögum hefðu verið færð niður um 360 milljónir króna á fjórðungnum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Yfirdráttarlán sem WOW air var með hjá Arion banka að fjárhæð um fimm milljónir Bandaríkjadala var gert upp í fyrra og þess í stað eignaðist bankinn skuldabréf að sömu fjárhæð á flugfélagið í skuldabréfaútboði þess sem lauk síðastliðið haust. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru skiptastjórar þrotabús WOW air með það til skoðunar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun en Arion banki og WOW air höfðu gert með sér samkomulag í aðdraganda skuldabréfaútboðsins um að umræddir fjármunir, jafnvirði um 550 milljóna króna á þáverandi gengi, sem bankinn fjárfesti fyrir í útboðinu færu í að greiða upp yfirdráttarlán félagsins hjá bankanum. Ráðgjafarfyrirtækið Deloitte var nýlega fengið til að vera þrotabúinu til aðstoðar, samkvæmt heimildum Markaðarins, meðal annars til að leggja mat á hvort grundvöllur sé fyrir því að rifta þeim greiðslum sem fóru til Arion banka í tengslum við þátttöku hans í skuldabréfaútboðinu. Engin ákvörðun þess efnis hefur hins vegar enn verið tekin. Arion banki lagði félaginu því ekki til neitt nýtt fjármagn í útboðinu heldur var í reynd að ræða um skuldbreytingu sem nam nærri tíu prósentum af heildarstærð skuldabréfaútgáfu flugfélagsins. Talið er að minna en helmingur þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í 50 milljóna evra skuldabréfaútboði WOW air í september á síðasta ári hafi verið nýir fjármunir sem fengust frá fjárfestum til að bæta afar bágborna lausafjárstöðu félagsins. Verulegrar óánægju gætir á meðal margra stórra fjárfesta sem raunverulega lögðu WOW air til nýtt fjármagn í útboðinu, meðal annars bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Eaton Vance og íslenska fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management, enda hefðu þeir að líkindum ekki gert það ef fyrir hefði legið að stærstur hluti fjárhæðarinnar sem þar safnaðist hafi aðeins verið umbreyting á kröfum í skuldabréf. Engar slíkar upplýsingar hafi verið veittar í fjárfestakynningum né þegar greint var frá niðurstöðum útboðsins. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með útboðinu ásamt Arctica Finance. Ólíklegt er talið að nokkuð muni greiðast út úr þrotabúi WOW air upp í kröfur þeirra sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu, sem og annarra almennra kröfuhafa félagsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins vilja skuldabréfaeigendur láta reyna á ábyrgðartryggingar stjórnenda WOW air, vegna mögulegrar persónulegrar skaðabótaskyldu sem þeir kunni að hafa bakað að sér, á grundvelli þess að þeir hafi ekki fengið fullnægjandi upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins og eins framkvæmd skuldabréfaútboðsins. Þannig hefur fulltrúi skuldabréfaeigenda óskað eftir því að skiptastjórar WOW air veiti þeim upplýsingar um skilmála ábyrgðartrygginga stjórnenda flugfélagsins. Við þeirri beiðni hefur þrotabúið ekki enn getað orðið þar sem erlent tryggingafélag, sem WOW air hafði keypt stjórnendatryggingar af, hefur lagst gegn því að afhenda þau gögn sem óskað er eftir. WOW air skuldaði samtals rúmlega 20 milljarða króna í lok febrúar, einum mánuði áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta, en stærstu kröfuhafar félagsins eru flugvélaleigurnar Air Lease Corporation og Avolon, Isavia og Arion banki. Arion banki, sem var viðskiptabanki WOW air, hefur ekki viljað veita upplýsingar um það hve mikið bankinn hefur fært niður af skuldum flugfélagsins við hann. Heildarskuldbinding félagsins við bankann nam um 1,6 milljörðum. Í fjárfestakynningu vegna uppgjörs Arion banka fyrir fjórða fjórðung síðasta árs var tekið fram að skuldabréf tengd flugfélögum hefðu verið færð niður um 360 milljónir króna á fjórðungnum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira