Flautuþristur og þristamet frá Lillard Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 07:30 Lillard var hetjan í nótt vísir/getty Toronto Raptors, Portland Trail Blazers og Philadelphia 76ers tryggðu sæti sín í annari umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver Nuggets tók forystuna gegn San Antonio Spurs. Það liggur orðið fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir leiki næturinnar. Milwaukee Bucks mætir Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætir Toronto Raptors. Í Vesturdeildinni er hins vegar bara Portland Trail Blazers komið áfram. Damian Lillard var hetja Trail Blazers gegn Oklahoma City Thunder þegar langur flautuþristur hans rétt framan við miðju fór ofan í körfuna og tryggði heimamönnum 118-115 sigur og þar með sigur í einvíginu 4-1.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 Lillard skoraði 50 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik á ferlinum, þar af komu 10 þriggja stiga körfur sem er met í NBA deildinni. Oklahoma hefur ekki komist lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar síðustu þrjú tímabil og tapið í kvöld var það tólfta í röð á útivelli. Það var minni dramatík í Philadelphia þar sem heimamenn unnu öruggan 122-100 sigur á Brooklyn Nets og tóku einvígið 4-1. Philadelphia sýndi sóknarafl sitt í leiknum og byrjaði leikinn af miklum krafti. Fjórtán fyrstu stig leiksins voru heimamanna og staðan varð fljótt 20-2. Sóknarkraftur Philadelphia hélt áfram og í hálfleik var staðan 60-31 og leikurinn í höndum heimamanna. Joel Embiid og Ben Simmons fóru fyrir liði Philadelphia með 23 og 13 stig. Embiid bætti 13 fráköstum við en náði ekki þrennunni því hann átti aðeins tvær stoðsendingar. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum við Orlando Magic vann Toronto Raptors fjórða leikinn í röð í nótt og tryggði sæti sitt í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Kawhi Leonard var með 27 stig og Pascal Siakam 24 í 115-96 sigri Raptors. Sigurinn var aldrei í hættu en heimamenn komust mest í 37 stiga forystu. Denver Nuggets var eitt besta liðið í deildarkeppninni en hefur farið höktandi af stað í úrslitakeppninni. Það var þó ekkert hökt í nótt þegar Nuggets tók forystuna í einvígi sínu við San Antonio Spurs með 108-90 sigri á heimavelli. Nikola Jokic og Jamal Murray náðu einstaklega vel saman í leiknum og margar af átta stoðsendingum Jokic voru fyrir Murray. Murray endaði með 23 stig, Jokic var nálægt þrennunni með 16 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Staðan í einvíginu er nú 3-2 og getur Denver klárað málið á fimmtudag í San Antonio. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Toronto Raptors, Portland Trail Blazers og Philadelphia 76ers tryggðu sæti sín í annari umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver Nuggets tók forystuna gegn San Antonio Spurs. Það liggur orðið fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir leiki næturinnar. Milwaukee Bucks mætir Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætir Toronto Raptors. Í Vesturdeildinni er hins vegar bara Portland Trail Blazers komið áfram. Damian Lillard var hetja Trail Blazers gegn Oklahoma City Thunder þegar langur flautuþristur hans rétt framan við miðju fór ofan í körfuna og tryggði heimamönnum 118-115 sigur og þar með sigur í einvíginu 4-1.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 Lillard skoraði 50 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik á ferlinum, þar af komu 10 þriggja stiga körfur sem er met í NBA deildinni. Oklahoma hefur ekki komist lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar síðustu þrjú tímabil og tapið í kvöld var það tólfta í röð á útivelli. Það var minni dramatík í Philadelphia þar sem heimamenn unnu öruggan 122-100 sigur á Brooklyn Nets og tóku einvígið 4-1. Philadelphia sýndi sóknarafl sitt í leiknum og byrjaði leikinn af miklum krafti. Fjórtán fyrstu stig leiksins voru heimamanna og staðan varð fljótt 20-2. Sóknarkraftur Philadelphia hélt áfram og í hálfleik var staðan 60-31 og leikurinn í höndum heimamanna. Joel Embiid og Ben Simmons fóru fyrir liði Philadelphia með 23 og 13 stig. Embiid bætti 13 fráköstum við en náði ekki þrennunni því hann átti aðeins tvær stoðsendingar. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum við Orlando Magic vann Toronto Raptors fjórða leikinn í röð í nótt og tryggði sæti sitt í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Kawhi Leonard var með 27 stig og Pascal Siakam 24 í 115-96 sigri Raptors. Sigurinn var aldrei í hættu en heimamenn komust mest í 37 stiga forystu. Denver Nuggets var eitt besta liðið í deildarkeppninni en hefur farið höktandi af stað í úrslitakeppninni. Það var þó ekkert hökt í nótt þegar Nuggets tók forystuna í einvígi sínu við San Antonio Spurs með 108-90 sigri á heimavelli. Nikola Jokic og Jamal Murray náðu einstaklega vel saman í leiknum og margar af átta stoðsendingum Jokic voru fyrir Murray. Murray endaði með 23 stig, Jokic var nálægt þrennunni með 16 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Staðan í einvíginu er nú 3-2 og getur Denver klárað málið á fimmtudag í San Antonio.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira