Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Hörður Ægisson skrifar 2. október 2019 07:00 Vincent Tan. Vísir/Getty Á meðal útistandandi skilyrða fyrir kaupum malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Land Berhad á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels er að Icelandair Group, eigandi hótelkeðjunnar, reiði fram nýjar tryggingar vegna leigusamninga milli Reita fasteignafélags og Icelandair Hotels. Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið eigi þessa dagana í viðræðum við Icelandair um þetta atriði ásamt því að ræða fyrirkomulag leigusamninganna og mögulega lengingu þeirra. Hann segir að fyrir Reiti skipti máli að vera „ekki verr sett en áður“ og að félagið muni „meta gæði þeirra ábyrgða“ sem Icelandair reiði fram í stað þeirrar sem hingað til hefur verið. Viðræðurnar muni halda áfram á næstu vikum, að sögn Guðjóns. Leigusamningar Reita og Icelandair Hotels ná til Reykjavík Natura, Hilton Reykjavik Nordica og Hótel Öldu við Laugaveg sem hótelkeðjan keypti vorið 2018. Malasíska félagið, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, greiðir 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir hlutinn í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – er 136 milljónir dala í viðskiptunum. Endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins, háð skilyrðum frá báðum aðilum. Kaup malasíska risans eru meðal annars háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala í fyrra og var EBITDA hótelrekstursins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Á meðal útistandandi skilyrða fyrir kaupum malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Land Berhad á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels er að Icelandair Group, eigandi hótelkeðjunnar, reiði fram nýjar tryggingar vegna leigusamninga milli Reita fasteignafélags og Icelandair Hotels. Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið eigi þessa dagana í viðræðum við Icelandair um þetta atriði ásamt því að ræða fyrirkomulag leigusamninganna og mögulega lengingu þeirra. Hann segir að fyrir Reiti skipti máli að vera „ekki verr sett en áður“ og að félagið muni „meta gæði þeirra ábyrgða“ sem Icelandair reiði fram í stað þeirrar sem hingað til hefur verið. Viðræðurnar muni halda áfram á næstu vikum, að sögn Guðjóns. Leigusamningar Reita og Icelandair Hotels ná til Reykjavík Natura, Hilton Reykjavik Nordica og Hótel Öldu við Laugaveg sem hótelkeðjan keypti vorið 2018. Malasíska félagið, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, greiðir 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir hlutinn í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – er 136 milljónir dala í viðskiptunum. Endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins, háð skilyrðum frá báðum aðilum. Kaup malasíska risans eru meðal annars háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala í fyrra og var EBITDA hótelrekstursins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira