Benni Gumm: Það small í smá stund Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 2. október 2019 21:42 Benedikt er þjálfari KR. vísir/ Benedikt Guðmundsson, títt nefndur Benni Gumm, var sáttur með sigur KR á Keflavík eftir sveiflukenndan leik þar sem munaði minnstu að gestirnir stælu sigrinum á lokasekúndunum. Þó að margt hafa mátt vera betra í spili KR var hafði Benni engar sérstakar áhyggjur af sínu liði. „Nei, við eigum bara eftir að slípa okkur saman. Það voru ekki margir góðir kaflar hjá okkur en við þurfum bara meiri tími til að slípa okkur saman og búa til meiri liðsheild,“ segir Benni en KR vann með eins stigs mun eftir að hafa tekið forystuna í miðjum þriðja leikhluta. „Það small í smá stund og svo fór það bara aftur í sundur.“ Daniela Morillo var allt í öllu fyrir Keflavík í leiknum og KR-stúlkurnar virtust eiga í mestu vandræðum með að stoppa hana. Benna leist ekkert á blikuna enda skipaði hann Sönju Orazovic, erlendum leikmanni sínum, að reyna takmarka hana eins mikið og hún gæti. „Ég var með skipanir seinustu tvær mínúturnar við Sönju að halda boltanum úr höndunum hennar. Við bara réðum ekkert við hana. Ég sá hana setja 30 stig á sunnudaginn [í Meistara meistaranna] og vissi að hún yrði erfið. Hörku leikmaður.“ Varðandi framhaldið og næstu leiki vill Benni sjá liðið sitt sýna meiri hörku. „Já, ég vil sjá strax að við séum harðari í næsta leik. Ég er ósáttur með að Keflavík hafi verið harðari en við á okkar heimavelli. Þær voru að berja okkur og við þoldum einhvern veginn enga snertingu,“ sagði hann fúll að lokum. Það er allavega alveg ljóst að KR þarf að halda áfram að herða sig ef þær vilja ekki tapa leik sem þessum þegar að þær mæta reyndari liðum eins og Val og Haukum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, títt nefndur Benni Gumm, var sáttur með sigur KR á Keflavík eftir sveiflukenndan leik þar sem munaði minnstu að gestirnir stælu sigrinum á lokasekúndunum. Þó að margt hafa mátt vera betra í spili KR var hafði Benni engar sérstakar áhyggjur af sínu liði. „Nei, við eigum bara eftir að slípa okkur saman. Það voru ekki margir góðir kaflar hjá okkur en við þurfum bara meiri tími til að slípa okkur saman og búa til meiri liðsheild,“ segir Benni en KR vann með eins stigs mun eftir að hafa tekið forystuna í miðjum þriðja leikhluta. „Það small í smá stund og svo fór það bara aftur í sundur.“ Daniela Morillo var allt í öllu fyrir Keflavík í leiknum og KR-stúlkurnar virtust eiga í mestu vandræðum með að stoppa hana. Benna leist ekkert á blikuna enda skipaði hann Sönju Orazovic, erlendum leikmanni sínum, að reyna takmarka hana eins mikið og hún gæti. „Ég var með skipanir seinustu tvær mínúturnar við Sönju að halda boltanum úr höndunum hennar. Við bara réðum ekkert við hana. Ég sá hana setja 30 stig á sunnudaginn [í Meistara meistaranna] og vissi að hún yrði erfið. Hörku leikmaður.“ Varðandi framhaldið og næstu leiki vill Benni sjá liðið sitt sýna meiri hörku. „Já, ég vil sjá strax að við séum harðari í næsta leik. Ég er ósáttur með að Keflavík hafi verið harðari en við á okkar heimavelli. Þær voru að berja okkur og við þoldum einhvern veginn enga snertingu,“ sagði hann fúll að lokum. Það er allavega alveg ljóst að KR þarf að halda áfram að herða sig ef þær vilja ekki tapa leik sem þessum þegar að þær mæta reyndari liðum eins og Val og Haukum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira