Neyð loðið hugtak Davíð Þorláksson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Donald Trump hefur sagt að hann muni lýsa yfir neyðarástandi til að fá vald til að veita fé úr almannavarnasjóði til byggingar landamæraveggjar sem hann lofaði að Mexíkó myndi greiða. Það er auðvitað ekkert neyðarástand. Fólk í leit að betra lífi reynir að komast til Bandaríkjanna þar sem það eykur hagvöxt og auðgar menningu. Hert landamæraeftirlit undanfarinna áratuga hefur haft öfug áhrif við það sem að var stefnt. Í stað þess að farandverkamenn komi og fari yfir landamærin eftir þörfum þá kemur fólk til Bandaríkjanna og snýr ekki aftur af ótta við að komast ekki þangað aftur. Trump ýtir undir útlendingaandúð til að sameina fólk að baki sér. Þetta er gamalt trikk popúlista. Þessi staða er góð áminning um mikilvægi þess að takmarka völd stjórnmálamanna. Þegar þeim eru veitt völd með stjórnarskrá eða lögum er gjarnan gert ráð fyrir að þeim verði beitt með þjóðarhag í huga. Dæmin sanna að það er ekki hægt að gera ráð fyrir því. Eins manns þjóðarheill er annars þjóðarböl. Í Bandaríkjunum hafa forsetar beitt slíku valdi til að setja saklausa borgara af japönskum ættum í fangabúðir í seinni heimsstyrjöldinni og til að leyfa pyntingar eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Á Íslandi eru borgararnir varðir gegn ofríki stjórnmálamanna með stjórnarskrá, ekki síst mannréttindaákvæðunum. Á þeim eru þó stundum undantekningar, t.d. ef almenningsþörf krefur. Með dómum Hæstaréttar hefur löggjafanum (stjórnmálamönnum) svo verið eftirlátið að skilgreina þessa almenningsþörf. Það er brýnt að við verðum á varðbergi, ekki síst vegna vaxandi áhrifa popúlista í nágrannalöndum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Donald Trump Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Donald Trump hefur sagt að hann muni lýsa yfir neyðarástandi til að fá vald til að veita fé úr almannavarnasjóði til byggingar landamæraveggjar sem hann lofaði að Mexíkó myndi greiða. Það er auðvitað ekkert neyðarástand. Fólk í leit að betra lífi reynir að komast til Bandaríkjanna þar sem það eykur hagvöxt og auðgar menningu. Hert landamæraeftirlit undanfarinna áratuga hefur haft öfug áhrif við það sem að var stefnt. Í stað þess að farandverkamenn komi og fari yfir landamærin eftir þörfum þá kemur fólk til Bandaríkjanna og snýr ekki aftur af ótta við að komast ekki þangað aftur. Trump ýtir undir útlendingaandúð til að sameina fólk að baki sér. Þetta er gamalt trikk popúlista. Þessi staða er góð áminning um mikilvægi þess að takmarka völd stjórnmálamanna. Þegar þeim eru veitt völd með stjórnarskrá eða lögum er gjarnan gert ráð fyrir að þeim verði beitt með þjóðarhag í huga. Dæmin sanna að það er ekki hægt að gera ráð fyrir því. Eins manns þjóðarheill er annars þjóðarböl. Í Bandaríkjunum hafa forsetar beitt slíku valdi til að setja saklausa borgara af japönskum ættum í fangabúðir í seinni heimsstyrjöldinni og til að leyfa pyntingar eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Á Íslandi eru borgararnir varðir gegn ofríki stjórnmálamanna með stjórnarskrá, ekki síst mannréttindaákvæðunum. Á þeim eru þó stundum undantekningar, t.d. ef almenningsþörf krefur. Með dómum Hæstaréttar hefur löggjafanum (stjórnmálamönnum) svo verið eftirlátið að skilgreina þessa almenningsþörf. Það er brýnt að við verðum á varðbergi, ekki síst vegna vaxandi áhrifa popúlista í nágrannalöndum okkar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar