Gætu stöðvað viðskipti með fasteignasjóði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. febrúar 2019 09:45 Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Vísir/getty Fitch Rating varar við því að fasteignasjóðir í Bretlandi gætu stöðvað viðskipti með bréf sín á næstu vikum vegna óróleika í tengslum við Brexit. Fjárfestar munu þá ekki geta selt bréf sín í sjóðunum en það varð raunin þegar Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í júní 2016. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Fram kemur í greiningu Fitch Rating að ólíklegt sé að fasteignasjóðir sem hægt er að eiga viðskipti með á hverjum degi geti mætt útflæði ef það vex verulega. Sjóðirnir mæta útflæði með því að selja atvinnuhúsnæði í sinni eigu en það tekur töluverðan tíma. Slíkir sjóðir gefa fjárfestum færi á að eiga viðskipti með fasteignir innan dags sem ella getur verið tímafrekt. Fitch Rating segir að fjárfestar gætu brugðist harðar við á næstu vikum en við kosningunum árið 2016, einkum ef niðurstaðan verður útganga úr Evrópusambandinu án samnings. Greinendurnir telja að sjóðirnir hafi ekki yfir nægu lausafé að ráða til að hægt sé að eiga viðskipti með bréf þeirra við þær kringumstæður. Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Um er að ræða hundruð milljóna punda á undanförnum mánuðum. Í desember drógu fjárfestar 315 milljónir punda úr slíkum sjóðum sem er svipuð fjárhæð og tveimur mánuðum eftir atkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fitch Rating varar við því að fasteignasjóðir í Bretlandi gætu stöðvað viðskipti með bréf sín á næstu vikum vegna óróleika í tengslum við Brexit. Fjárfestar munu þá ekki geta selt bréf sín í sjóðunum en það varð raunin þegar Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í júní 2016. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Fram kemur í greiningu Fitch Rating að ólíklegt sé að fasteignasjóðir sem hægt er að eiga viðskipti með á hverjum degi geti mætt útflæði ef það vex verulega. Sjóðirnir mæta útflæði með því að selja atvinnuhúsnæði í sinni eigu en það tekur töluverðan tíma. Slíkir sjóðir gefa fjárfestum færi á að eiga viðskipti með fasteignir innan dags sem ella getur verið tímafrekt. Fitch Rating segir að fjárfestar gætu brugðist harðar við á næstu vikum en við kosningunum árið 2016, einkum ef niðurstaðan verður útganga úr Evrópusambandinu án samnings. Greinendurnir telja að sjóðirnir hafi ekki yfir nægu lausafé að ráða til að hægt sé að eiga viðskipti með bréf þeirra við þær kringumstæður. Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Um er að ræða hundruð milljóna punda á undanförnum mánuðum. Í desember drógu fjárfestar 315 milljónir punda úr slíkum sjóðum sem er svipuð fjárhæð og tveimur mánuðum eftir atkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira