Anthony var auðvitað lengi leikmaður NY Knicks en er nú á mála hjá Chicago Bulls. Bulls ætlar aftur á móti að losa sig við leikmanninn áður en glugginn lokar 7. febrúar.
Melo got a standing ovation from the crowd at MSG pic.twitter.com/AJsVsUAfr9
— SportsCenter (@SportsCenter) January 28, 2019
Það var staðið upp fyrir Melo er hann var sýndur á stóra skjánum í MSG í gær. Honum þótti augljóslega vænt um það.
„Stuðningsmenn Knicks hafa alltaf verið yndislegir við mig og þetta er mitt heimili. Það er einstök orka hérna,“ sagði Melo en hann spilaði með Knicks í sjö ár.