Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2018 13:27 Flugfélögin hafa bæði hætt flugi til Cleveland en Icelandair stefnir á því að byrja aftur með áætlunarferðir þaðan næsta sumar. Vísir/Vilhelm „Ég held að Cleveland-búar hafi ekki áttað sig á því að þetta væri önnur leið til Evrópu. Ég held að þeir verði meðvitaðir um það ef Icelandair verður áfram hér,“ segir framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Cleveland-borgar í Bandaríkjunum þar sem hann tjáir sig um áætlunarferðir íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair. Flugfélögin íslensku voru með reglulegar áætlunarferðir frá Hopkins-flugvellinum í Cleveland en WOW Air tilkynnti nýverið að flugfélagið hefði ákveðið að hætta flugi þaðan til Íslands. Icelandair ætlar að gera hlé á áætlunarferðunum yfir vetrartímann en byrja aftur í sumar. Þegar WOW Air og Icelandair hófu flug frá Hopkins voru áætlunarferðirnar til Íslands meðal annars kynntar sem ódýr leið fyrir Cleveland-búa til að komast til Evrópu. Joe Roman, framkvæmdastjóri Greater Cleveland Partnership, segir við News 5 í Cleveland að þegar bæði íslensku flugfélögin voru farin að fljúga frá Hopkins nánast á sama tíma dags, var ljóst að annað hvort þeirra myndi hverfa frá. Líkt og áður segir ætlar Icelandair að hefja aftur áætlunarferðir frá Hopkins-flugvelli til Íslands næsta sumar en Roman hvetur íbúa Cleveland til að nýta sér þjónustu Icelandair. Ekki aðeins til að heimsækja Ísland heldur til að komast til Evrópu og aðra hluti heimsins á ódýran hátt. „Ég held að ekki nógu margir hafi áttað sig á því að þetta verður ekki bara góð leið til að komast til Íslands yfir sumarið, heldur einnig mjög ódýr leið til Evrópu, Tel Aviv og annarra áfangastaða.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
„Ég held að Cleveland-búar hafi ekki áttað sig á því að þetta væri önnur leið til Evrópu. Ég held að þeir verði meðvitaðir um það ef Icelandair verður áfram hér,“ segir framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Cleveland-borgar í Bandaríkjunum þar sem hann tjáir sig um áætlunarferðir íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair. Flugfélögin íslensku voru með reglulegar áætlunarferðir frá Hopkins-flugvellinum í Cleveland en WOW Air tilkynnti nýverið að flugfélagið hefði ákveðið að hætta flugi þaðan til Íslands. Icelandair ætlar að gera hlé á áætlunarferðunum yfir vetrartímann en byrja aftur í sumar. Þegar WOW Air og Icelandair hófu flug frá Hopkins voru áætlunarferðirnar til Íslands meðal annars kynntar sem ódýr leið fyrir Cleveland-búa til að komast til Evrópu. Joe Roman, framkvæmdastjóri Greater Cleveland Partnership, segir við News 5 í Cleveland að þegar bæði íslensku flugfélögin voru farin að fljúga frá Hopkins nánast á sama tíma dags, var ljóst að annað hvort þeirra myndi hverfa frá. Líkt og áður segir ætlar Icelandair að hefja aftur áætlunarferðir frá Hopkins-flugvelli til Íslands næsta sumar en Roman hvetur íbúa Cleveland til að nýta sér þjónustu Icelandair. Ekki aðeins til að heimsækja Ísland heldur til að komast til Evrópu og aðra hluti heimsins á ódýran hátt. „Ég held að ekki nógu margir hafi áttað sig á því að þetta verður ekki bara góð leið til að komast til Íslands yfir sumarið, heldur einnig mjög ódýr leið til Evrópu, Tel Aviv og annarra áfangastaða.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32
Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent