Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2018 13:27 Flugfélögin hafa bæði hætt flugi til Cleveland en Icelandair stefnir á því að byrja aftur með áætlunarferðir þaðan næsta sumar. Vísir/Vilhelm „Ég held að Cleveland-búar hafi ekki áttað sig á því að þetta væri önnur leið til Evrópu. Ég held að þeir verði meðvitaðir um það ef Icelandair verður áfram hér,“ segir framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Cleveland-borgar í Bandaríkjunum þar sem hann tjáir sig um áætlunarferðir íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair. Flugfélögin íslensku voru með reglulegar áætlunarferðir frá Hopkins-flugvellinum í Cleveland en WOW Air tilkynnti nýverið að flugfélagið hefði ákveðið að hætta flugi þaðan til Íslands. Icelandair ætlar að gera hlé á áætlunarferðunum yfir vetrartímann en byrja aftur í sumar. Þegar WOW Air og Icelandair hófu flug frá Hopkins voru áætlunarferðirnar til Íslands meðal annars kynntar sem ódýr leið fyrir Cleveland-búa til að komast til Evrópu. Joe Roman, framkvæmdastjóri Greater Cleveland Partnership, segir við News 5 í Cleveland að þegar bæði íslensku flugfélögin voru farin að fljúga frá Hopkins nánast á sama tíma dags, var ljóst að annað hvort þeirra myndi hverfa frá. Líkt og áður segir ætlar Icelandair að hefja aftur áætlunarferðir frá Hopkins-flugvelli til Íslands næsta sumar en Roman hvetur íbúa Cleveland til að nýta sér þjónustu Icelandair. Ekki aðeins til að heimsækja Ísland heldur til að komast til Evrópu og aðra hluti heimsins á ódýran hátt. „Ég held að ekki nógu margir hafi áttað sig á því að þetta verður ekki bara góð leið til að komast til Íslands yfir sumarið, heldur einnig mjög ódýr leið til Evrópu, Tel Aviv og annarra áfangastaða.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
„Ég held að Cleveland-búar hafi ekki áttað sig á því að þetta væri önnur leið til Evrópu. Ég held að þeir verði meðvitaðir um það ef Icelandair verður áfram hér,“ segir framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Cleveland-borgar í Bandaríkjunum þar sem hann tjáir sig um áætlunarferðir íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair. Flugfélögin íslensku voru með reglulegar áætlunarferðir frá Hopkins-flugvellinum í Cleveland en WOW Air tilkynnti nýverið að flugfélagið hefði ákveðið að hætta flugi þaðan til Íslands. Icelandair ætlar að gera hlé á áætlunarferðunum yfir vetrartímann en byrja aftur í sumar. Þegar WOW Air og Icelandair hófu flug frá Hopkins voru áætlunarferðirnar til Íslands meðal annars kynntar sem ódýr leið fyrir Cleveland-búa til að komast til Evrópu. Joe Roman, framkvæmdastjóri Greater Cleveland Partnership, segir við News 5 í Cleveland að þegar bæði íslensku flugfélögin voru farin að fljúga frá Hopkins nánast á sama tíma dags, var ljóst að annað hvort þeirra myndi hverfa frá. Líkt og áður segir ætlar Icelandair að hefja aftur áætlunarferðir frá Hopkins-flugvelli til Íslands næsta sumar en Roman hvetur íbúa Cleveland til að nýta sér þjónustu Icelandair. Ekki aðeins til að heimsækja Ísland heldur til að komast til Evrópu og aðra hluti heimsins á ódýran hátt. „Ég held að ekki nógu margir hafi áttað sig á því að þetta verður ekki bara góð leið til að komast til Íslands yfir sumarið, heldur einnig mjög ódýr leið til Evrópu, Tel Aviv og annarra áfangastaða.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32
Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30