Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2018 08:00 Laun þeirra sem heyrðu undir kjararáð voru færð niður með lækkunarlögunum árið 2008. Fréttablaðið/stefán Ekki liggur fyrir hve margir forstöðumenn ríkisstofnana eða forstjórar ríkisfyrirtækja hækkuðu umfram almenna hækkun kjararáðs í desember 2011. Ákvarðanir einstakra starfsmanna voru ekki birtar heldur kynntar hverjum og einum bréfleiðis. Í kjölfar efnahagshrunsins voru samþykkt árið 2008 á Alþingi lækkunarlögin svokölluðu. Þau fólu í sér að laun þeirra sem undir ráðið heyrðu skyldu lækka að meginstefnu um fimm til fimmtán prósent. Árið 2009 voru síðan forstjórar ríkisfyrirtækja færðir undir valdsvið stjórnvaldsins. Laun hópsins skertust í samræmi við lagabókstafinn en launin færð í fyrra horf í árslok 2011. Kjararáð var lagt niður í júnílok. Síðasta verk ráðsins var að ákvarða laun 48 aðila sem undir það heyrðu. Þegar fréttir voru sagðar af því hve mikið hver og einn hafði hækkað kom í ljós að allar upplýsingar um laun hvers og eins höfðu ekki verið birtar. Svanhildur Kaaber.VísirTil að mynda var fullyrt í Fréttablaðinu að föstum yfirvinnueiningum forstjóra Landspítalans hefði fjölgað úr 100 í 135 frá síðustu ákvörðun ráðsins árið 2010. Hið rétta var að samhliða almennu hækkuninni í desember 2011 var yfirvinnueiningum hans fjölgað í 133. Sú ákvörðun, líkt og aðrar, hefur aldrei verið birt. Fréttablaðið óskaði eftir því við fjármálaráðuneytið að það veitti afrit af þeim ákvörðunum sem aldrei hafa verið birtar auk lista yfir launaflokk og yfirvinnueiningar þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Sama beiðni var send á kjararáð, sjálfvirkt svar barst sem sagði að ráðið hefði verið lagt niður. „Kjararáð var sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem bar ábyrgð á að varðveita eigin gögn. Kjararáð hefur ekki sent ráðuneytinu afrit af úrskurðum sínum enda engin lagaskylda til þess,“ segir í svari ráðuneytisins. „Ég get ekki sagt að ég muni hvaða embætti eða hópar það voru. Ekki án þess að hafa gögnin fyrir framan mig,“ segir Svanhildur Kaaber, þáverandi formaður kjararáðs, aðspurð um hvort fleiri en forstjóri Landspítalans hafi fengið slíka hækkun. Hún staðfesti að fleiri hefðu fengið slíka hækkun. Í lögum sem giltu um störf kjararáðs árið 2011 var kveðið á um að ráðið skyldi birta úrskurði sína og ákvarðanir. Þeirri spurningu var beint til fjármálaráðuneytisins hvort það teldi að ráðið hefði uppfyllt lagalega skyldu sína með þessari framkvæmd. Svar við því erindi hefur ekki borist. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00 Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Ekki liggur fyrir hve margir forstöðumenn ríkisstofnana eða forstjórar ríkisfyrirtækja hækkuðu umfram almenna hækkun kjararáðs í desember 2011. Ákvarðanir einstakra starfsmanna voru ekki birtar heldur kynntar hverjum og einum bréfleiðis. Í kjölfar efnahagshrunsins voru samþykkt árið 2008 á Alþingi lækkunarlögin svokölluðu. Þau fólu í sér að laun þeirra sem undir ráðið heyrðu skyldu lækka að meginstefnu um fimm til fimmtán prósent. Árið 2009 voru síðan forstjórar ríkisfyrirtækja færðir undir valdsvið stjórnvaldsins. Laun hópsins skertust í samræmi við lagabókstafinn en launin færð í fyrra horf í árslok 2011. Kjararáð var lagt niður í júnílok. Síðasta verk ráðsins var að ákvarða laun 48 aðila sem undir það heyrðu. Þegar fréttir voru sagðar af því hve mikið hver og einn hafði hækkað kom í ljós að allar upplýsingar um laun hvers og eins höfðu ekki verið birtar. Svanhildur Kaaber.VísirTil að mynda var fullyrt í Fréttablaðinu að föstum yfirvinnueiningum forstjóra Landspítalans hefði fjölgað úr 100 í 135 frá síðustu ákvörðun ráðsins árið 2010. Hið rétta var að samhliða almennu hækkuninni í desember 2011 var yfirvinnueiningum hans fjölgað í 133. Sú ákvörðun, líkt og aðrar, hefur aldrei verið birt. Fréttablaðið óskaði eftir því við fjármálaráðuneytið að það veitti afrit af þeim ákvörðunum sem aldrei hafa verið birtar auk lista yfir launaflokk og yfirvinnueiningar þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Sama beiðni var send á kjararáð, sjálfvirkt svar barst sem sagði að ráðið hefði verið lagt niður. „Kjararáð var sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem bar ábyrgð á að varðveita eigin gögn. Kjararáð hefur ekki sent ráðuneytinu afrit af úrskurðum sínum enda engin lagaskylda til þess,“ segir í svari ráðuneytisins. „Ég get ekki sagt að ég muni hvaða embætti eða hópar það voru. Ekki án þess að hafa gögnin fyrir framan mig,“ segir Svanhildur Kaaber, þáverandi formaður kjararáðs, aðspurð um hvort fleiri en forstjóri Landspítalans hafi fengið slíka hækkun. Hún staðfesti að fleiri hefðu fengið slíka hækkun. Í lögum sem giltu um störf kjararáðs árið 2011 var kveðið á um að ráðið skyldi birta úrskurði sína og ákvarðanir. Þeirri spurningu var beint til fjármálaráðuneytisins hvort það teldi að ráðið hefði uppfyllt lagalega skyldu sína með þessari framkvæmd. Svar við því erindi hefur ekki borist.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00 Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00
Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00