Ert þú eldklár fyrir jólin? Sjö góð ráð til að koma í veg fyrir eldsvoða Böðvar Tómasson skrifar 20. desember 2018 16:20 Aðventan og jólin færa flestum gleði og hamingju og gerum við okkur gjarnan dagamun með fjölskyldu og vinum. Því miður verða þó allt of mörg heimili fyrir tjóni um jólin vegna elds sem getur verið óbætandi. Það er því mikilvægt að koma í veg fyrir eldsvoða, en einnig að vera undirbúin til að geta brugðist við, verði eldur laus. Við tókum því saman sjö góð ráð sem hægt er að hafa í huga til að koma í veg fyrir tjón vegna eldsvoða.Hvar leynist hættan?KertaljósKertaljós og jólaskreytingar eru skemmtilegt mótvægi við myrkasta skammdegið en stærstur hluti eldsvoða vegna kerta og lifandi elds á sér stað í desember. Allar kertaskreytingar eiga að vera þannig úr garði gerðar að þó svo að kertið brenni út valdi það ekki íkviknun í skreytingunni. Einnig þarf að gæta að vindi og hlutum sem fokið geta í eldinn og að skreytingarnar séu stöðugar. Einnig er mikilvægt að hafa kertaljós aldrei eftirlitslaus.Það er góð venja að sá aðili sem kveikir á kertinu sé einnig ábyrgur fyrir að slökkva í því.Jólaseríur Sífellt fleiri jólaljós eru sett upp um jólin en rafmagn er ein algengasta orsök bruna á Íslandi. Gætið sérstaklega að því að rafmagnssnúrur séu í lagi og að millitengi séu ekki ofhlaðin. Rafbúnaður sem gefur frá sér hita þarf að geta loftað sér til kælingar og því ætti ekki að pakka ljósaseríum inn í skreytingu sem loftar ekki um.Jólatréð Lifandi jólatré eru órjúfanlegur hluti af jólum margra fjölskyldna. Þurrt grenitré getur brunnið upp á nokkrum sekúndum ef það kemst í tæri við loga. Gætið þess jólatréð standi ávallt í vatni og passið að vökva það á hverjum degi. Jólatré skulu aldrei standa við arinn svo það þorni ekki hraðar en nauðsynlegt er og gætið þess að nota ekki lifandi ljós á eða við jólatré.Eldamennska Jólahátíðin er mikil matarhátíð og ekki óalgengt að pottar og pönnur gleymist á heitri hellu. Ef allt fer á versta getur pannan hitnað ótæpilega og getur slíkt valdið mikilli reykmyndun og mögulega eldsvoða. Slökktu á eldavélinni ef þú þarf að sinna öðru en eldamennskunni eða takið pottinn af hellunni. Hafið eldvarnarteppi og slökkvitæki ávallt til taks á heimilinu og notið reykskynjara til að uppgötva eld eða reyk.Búnaður til að auka öryggiðSlökkvitækiSlökkvitæki eiga að vera á öllum heimilum. Það er mikilvægt að tækjunum sé beitt með réttum hætti og tímanlega til að koma í veg fyrir stórtjón. Kynnið ykkur vel notkun og getu tækjanna og lærið að beita þeim með réttum hætti. Slökkvitæki eru flokkuð eftir slökkvigetu fyrir mismunandi tegundir af eldum: A-eldar eru í föstum efnum, t.d. í timbri, pappír og vefnaði. B-eldar eru í eldfimum vökvum, t.d. í olíu, feiti og bensíni. Ekki má nota vatn á slíka elda. C-eldar eru í gasi, t.d. í própangasi fyrir eldun. Slökkvitæki eru flokkuð eftir slökkvigetu í hverjum flokki. Ef slökkvitækið er gert fyrir A- og B-elda fær það gildi fyrir viðkomandi flokk, t.d. A27 og B183. Eftir því sem númer slökkvitækisins er hærra því skilvirkara er það gagnvart viðkomandi tegund elds.Ef heimilið er stórt eða á mörgum hæðum þarf að hafa fleiri slökkvitæki og mögulega öflugri eftir aðstæðum. Staðsetja skal slökkvitækin þannig að þau séu sýnileg og við innganga.LéttvatnstækiHeppilegt er að velja svokölluð léttvatnstæki sem eru með slökkvifroðu. Slík tæki sóða lítið út og duga gagnvart A- og B-eldum. Þannig tæki má einnig nota á rafmagnselda á hefðbundnum heimilum (allt að 1000 V), en ef gas er notað á heimilinu þarf að nota annan slökkvimiðil. Slökkvitækin ættu að vera minnist 6L og með slökkvigetu a.m.k. 21A og 183B.Duftslökkvitæki Duftslökkvitæki eru almennt viðurkennd fyrir A-, B- og C-elda og eru því fjölhæf. Þau eru einnig öflugasti slökkvimiðillinn. Duftið skilur hins vegar eftir sig ryk og veldur tæringu á málmum. Á nútíma heimilum með miklu af rafmagnstækjum gæti slíkt efni því valdið skaða umfram tjón af eldinum. Ef duftslökkvitæki eru valin ættu tækin að vera a.m.k. 6kg með slökkvigetu a.m.k. 34A og 233BC.Reykskynjarar Reykskynjarar eru lykilatriði í brunavörnum heimilisins. Það er mjög mikilvægt að fá upplýsingar um reyk, strax á fyrstu stigum, hvort sem fólk er vakandi eða sofandi. Reykskynjarar ættu að vera á hverri hæð og alls staðar þar sem reykur gæti teppt flóttaleiðir, t.d. á göngum og stigum. Gætið þess að staðsetja reykskynjara sem næst miðju lofts og ekki nær vegg en sem nemur 25 sm. Í risíbúðum skal staðsetja reykskynjara í um 25 sm fjarlægð frá mæni, þ.e. ekki alveg í hæsta hluta. Í byggingarreglugerð er miðað við að reykskynari dugi fyrir mest 80 fermetra. Nú til dags eru heimili hins vegar með margvíslegum raftækjum inni í svefnherbergjum og þar ættu því einnig að vera reykskynjarar. Á stærri heimilum og þar sem ekki er víst að heyrist í reykskynjurum milli svæða (t.d. frá gangi í kjallara inn í svefnherbergi) ætti að nota samtengda skynjara sem fara allir í gang við boð frá einum skynjara. Slík kerfi geta verið þráðlaus og/eða sem hluti af öryggiskerfi. Samkvæmt nýrri könnun frá Gallup kom í ljós að dregið hefur úr notkun reykskynjara á íslenskum heimilum. Þannig er einn eða enginn reykskynjari á um 24% heimila, en var um 38% árið 2006. Einnig kom í ljós í könnuninni að brunavarnir eru hvað verstar hjá aldurshópnum 25-34 ára. Átaks er því þörf til að bæta eldvarnir á heimilum.Hafið reykskynjara í öllum herbergjum og kynnið ykkur vel leiðbeiningar um staðsetningu og festingar á reyk· skynjurunum til að þeir nýtist sem best. Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki. Hefðbundnir reykskynjarar með rafhlöðu sem skipta þarf um einu sinni á ári kosta aðeins um 1.000 kr. Nú er einnig hægt að fá reykskynjara sem eru með rafhlöðu sem endist í allt að 10 ár sem er einmitt áætlaður endingartími á mörgum reykskynjurum og getur því verið góður valkostur.Eldvarnarteppi Eldvarnarteppi er æskileg viðbót í eldhúsið en kemur ekki í stað slökkvitækja. Eldvarnarteppi ætti að vera sýnilegt í eldhúsi og tryggilega fest þ.a. auðvelt sé að draga það út úr kassanum sem það er í. Eldvarnarteppi er mjög hentugt til að kæfa elda t.d. í feiti eða olíu og skal þá leggja teppið yfir ílátið, án þess að það leggist í vökvann. Eldvarnarteppi geta einnig hentað til að dempa eld eða jafnvel slökkva minni eld í klæðnaði eða húsgögnum.Höfundur er fagstjóri bruna- og öryggissviðs EFLU. Greinin birtist upphaflega á efla.is/blogg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Aðventan og jólin færa flestum gleði og hamingju og gerum við okkur gjarnan dagamun með fjölskyldu og vinum. Því miður verða þó allt of mörg heimili fyrir tjóni um jólin vegna elds sem getur verið óbætandi. Það er því mikilvægt að koma í veg fyrir eldsvoða, en einnig að vera undirbúin til að geta brugðist við, verði eldur laus. Við tókum því saman sjö góð ráð sem hægt er að hafa í huga til að koma í veg fyrir tjón vegna eldsvoða.Hvar leynist hættan?KertaljósKertaljós og jólaskreytingar eru skemmtilegt mótvægi við myrkasta skammdegið en stærstur hluti eldsvoða vegna kerta og lifandi elds á sér stað í desember. Allar kertaskreytingar eiga að vera þannig úr garði gerðar að þó svo að kertið brenni út valdi það ekki íkviknun í skreytingunni. Einnig þarf að gæta að vindi og hlutum sem fokið geta í eldinn og að skreytingarnar séu stöðugar. Einnig er mikilvægt að hafa kertaljós aldrei eftirlitslaus.Það er góð venja að sá aðili sem kveikir á kertinu sé einnig ábyrgur fyrir að slökkva í því.Jólaseríur Sífellt fleiri jólaljós eru sett upp um jólin en rafmagn er ein algengasta orsök bruna á Íslandi. Gætið sérstaklega að því að rafmagnssnúrur séu í lagi og að millitengi séu ekki ofhlaðin. Rafbúnaður sem gefur frá sér hita þarf að geta loftað sér til kælingar og því ætti ekki að pakka ljósaseríum inn í skreytingu sem loftar ekki um.Jólatréð Lifandi jólatré eru órjúfanlegur hluti af jólum margra fjölskyldna. Þurrt grenitré getur brunnið upp á nokkrum sekúndum ef það kemst í tæri við loga. Gætið þess jólatréð standi ávallt í vatni og passið að vökva það á hverjum degi. Jólatré skulu aldrei standa við arinn svo það þorni ekki hraðar en nauðsynlegt er og gætið þess að nota ekki lifandi ljós á eða við jólatré.Eldamennska Jólahátíðin er mikil matarhátíð og ekki óalgengt að pottar og pönnur gleymist á heitri hellu. Ef allt fer á versta getur pannan hitnað ótæpilega og getur slíkt valdið mikilli reykmyndun og mögulega eldsvoða. Slökktu á eldavélinni ef þú þarf að sinna öðru en eldamennskunni eða takið pottinn af hellunni. Hafið eldvarnarteppi og slökkvitæki ávallt til taks á heimilinu og notið reykskynjara til að uppgötva eld eða reyk.Búnaður til að auka öryggiðSlökkvitækiSlökkvitæki eiga að vera á öllum heimilum. Það er mikilvægt að tækjunum sé beitt með réttum hætti og tímanlega til að koma í veg fyrir stórtjón. Kynnið ykkur vel notkun og getu tækjanna og lærið að beita þeim með réttum hætti. Slökkvitæki eru flokkuð eftir slökkvigetu fyrir mismunandi tegundir af eldum: A-eldar eru í föstum efnum, t.d. í timbri, pappír og vefnaði. B-eldar eru í eldfimum vökvum, t.d. í olíu, feiti og bensíni. Ekki má nota vatn á slíka elda. C-eldar eru í gasi, t.d. í própangasi fyrir eldun. Slökkvitæki eru flokkuð eftir slökkvigetu í hverjum flokki. Ef slökkvitækið er gert fyrir A- og B-elda fær það gildi fyrir viðkomandi flokk, t.d. A27 og B183. Eftir því sem númer slökkvitækisins er hærra því skilvirkara er það gagnvart viðkomandi tegund elds.Ef heimilið er stórt eða á mörgum hæðum þarf að hafa fleiri slökkvitæki og mögulega öflugri eftir aðstæðum. Staðsetja skal slökkvitækin þannig að þau séu sýnileg og við innganga.LéttvatnstækiHeppilegt er að velja svokölluð léttvatnstæki sem eru með slökkvifroðu. Slík tæki sóða lítið út og duga gagnvart A- og B-eldum. Þannig tæki má einnig nota á rafmagnselda á hefðbundnum heimilum (allt að 1000 V), en ef gas er notað á heimilinu þarf að nota annan slökkvimiðil. Slökkvitækin ættu að vera minnist 6L og með slökkvigetu a.m.k. 21A og 183B.Duftslökkvitæki Duftslökkvitæki eru almennt viðurkennd fyrir A-, B- og C-elda og eru því fjölhæf. Þau eru einnig öflugasti slökkvimiðillinn. Duftið skilur hins vegar eftir sig ryk og veldur tæringu á málmum. Á nútíma heimilum með miklu af rafmagnstækjum gæti slíkt efni því valdið skaða umfram tjón af eldinum. Ef duftslökkvitæki eru valin ættu tækin að vera a.m.k. 6kg með slökkvigetu a.m.k. 34A og 233BC.Reykskynjarar Reykskynjarar eru lykilatriði í brunavörnum heimilisins. Það er mjög mikilvægt að fá upplýsingar um reyk, strax á fyrstu stigum, hvort sem fólk er vakandi eða sofandi. Reykskynjarar ættu að vera á hverri hæð og alls staðar þar sem reykur gæti teppt flóttaleiðir, t.d. á göngum og stigum. Gætið þess að staðsetja reykskynjara sem næst miðju lofts og ekki nær vegg en sem nemur 25 sm. Í risíbúðum skal staðsetja reykskynjara í um 25 sm fjarlægð frá mæni, þ.e. ekki alveg í hæsta hluta. Í byggingarreglugerð er miðað við að reykskynari dugi fyrir mest 80 fermetra. Nú til dags eru heimili hins vegar með margvíslegum raftækjum inni í svefnherbergjum og þar ættu því einnig að vera reykskynjarar. Á stærri heimilum og þar sem ekki er víst að heyrist í reykskynjurum milli svæða (t.d. frá gangi í kjallara inn í svefnherbergi) ætti að nota samtengda skynjara sem fara allir í gang við boð frá einum skynjara. Slík kerfi geta verið þráðlaus og/eða sem hluti af öryggiskerfi. Samkvæmt nýrri könnun frá Gallup kom í ljós að dregið hefur úr notkun reykskynjara á íslenskum heimilum. Þannig er einn eða enginn reykskynjari á um 24% heimila, en var um 38% árið 2006. Einnig kom í ljós í könnuninni að brunavarnir eru hvað verstar hjá aldurshópnum 25-34 ára. Átaks er því þörf til að bæta eldvarnir á heimilum.Hafið reykskynjara í öllum herbergjum og kynnið ykkur vel leiðbeiningar um staðsetningu og festingar á reyk· skynjurunum til að þeir nýtist sem best. Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki. Hefðbundnir reykskynjarar með rafhlöðu sem skipta þarf um einu sinni á ári kosta aðeins um 1.000 kr. Nú er einnig hægt að fá reykskynjara sem eru með rafhlöðu sem endist í allt að 10 ár sem er einmitt áætlaður endingartími á mörgum reykskynjurum og getur því verið góður valkostur.Eldvarnarteppi Eldvarnarteppi er æskileg viðbót í eldhúsið en kemur ekki í stað slökkvitækja. Eldvarnarteppi ætti að vera sýnilegt í eldhúsi og tryggilega fest þ.a. auðvelt sé að draga það út úr kassanum sem það er í. Eldvarnarteppi er mjög hentugt til að kæfa elda t.d. í feiti eða olíu og skal þá leggja teppið yfir ílátið, án þess að það leggist í vökvann. Eldvarnarteppi geta einnig hentað til að dempa eld eða jafnvel slökkva minni eld í klæðnaði eða húsgögnum.Höfundur er fagstjóri bruna- og öryggissviðs EFLU. Greinin birtist upphaflega á efla.is/blogg.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun