Fimm fjármálafyrirtæki með hvatakerfi fengið sekt eða aðfinnslur frá Fjármálaeftirlitinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. desember 2018 19:00 Fjármálaeftirlitið hefur sektað þrjú fjármálafyrirtæki fyrir brot á reglum um hvatakerfi og gert athugasemdir hjá tveimur fjármálafyrirtækjum til viðbótar. Forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hvatakerfum. Regluverk hafi verið hert og eftirlit aukið. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 kemur fram að kaupaukakerfi í íslensku bönkunum 2004-2008 hafi leitt af sér aukna áhættusækni og átt sinn þátt í falli þeirra árið 2008. Kaupaukar voru ekki greiddir í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrstu árin eftir fjármálahrunið. Reglur um kaupauka voru verulega hertar árið 2016 og í dag hafa verið tekin upp slík kerfi í Arion banka og Íslandsbanka. Að auki eru greiddir út kaupaaukar í fimm öðrum fjármálafyrirtækjum. Í Landsbankanum voru greiddar álagsgreiðslur til starfsmanna allra deilda á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar voru ekki inntar af hendi á grundvelli kaupaukakerfis en rúmuðust þó ekki innan laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið sektaði þrjú fjármálafyrirtæki, Borgun, Arctica Finance og Kviku banka á síðasta ári og hefur, eins og áður segir, gert athugun hjá Landsbankanum og Landsbréfum vegna sniðgöngu á reglunum. Í framhaldinu kom fram að Kvika banki hygðist leggja kerfið niður. Stjórn kviku banka hefur þegar tilkynnt vegna kaupa á Gamma Capital Management að lagt verði fyrir aðalfund hvort bjóða eigi starfsmönnum Gamma áskriftarréttindi í bankanum á markaðsvirði eins og starfsmönnum Kviku hefur boðist frá haustinu 2017. Ekki virðist alveg skýrt samkvæmt lögunum hvort slík réttindi feli í sér kaupauka en í svari frá Fjármálaeftirlitinu kemur fram að slíkt geti falið í sér kaupauka en þurfi þó að meta hverju sinni. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að óttast hvatakerfi. „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þróun kaupaukakerfa hér á landi. Það er búið að setja mjög stífar reglur varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja og takmarka áhættusækni þeirra mjög mikið. Þá er búið að setja stífar reglur um hvatakerfi. Loks sjáum við engin merki um aukna áhættuhegðun í kerfinu nema síður sé. Hins vegar skil ég vel að þessu sé velt upp og mikilvægt að huga að því hvernig kaupaukar eru hannaðir,“ segir Páll. Hann telur að sníða þurfi reglur um kaupaauka enn betur að núverandi fjármálakerfi. „Það er brýnt að hugleiða hvaða breytingar megi gera á komandi misserum. Ég tel fullt tilefni til að rýmka möguleika til kaupauka á sumum stöðum, slíkt gæti t.d. aukið samkeppnishæfni smærri fjármálafyrirtækja. En svo þarf að hafa mjög stífar reglur á öðrum sviðum t.d. þegar hætta er á ákveðnum hagsmunaárekstrum hjá viðkomandi starfsmanni. Það er hægt að hanna kaupauka þannig að þeir geti samræmt hagsmuni, starfsmanna, hluthafa og samfélagsins í heild og þannig þjónað hagsmunum samfélagsins í heild,“ segir Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upplýsingar um Landsbanka voru rangar í upprunalegri frétt. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur sektað þrjú fjármálafyrirtæki fyrir brot á reglum um hvatakerfi og gert athugasemdir hjá tveimur fjármálafyrirtækjum til viðbótar. Forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hvatakerfum. Regluverk hafi verið hert og eftirlit aukið. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 kemur fram að kaupaukakerfi í íslensku bönkunum 2004-2008 hafi leitt af sér aukna áhættusækni og átt sinn þátt í falli þeirra árið 2008. Kaupaukar voru ekki greiddir í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrstu árin eftir fjármálahrunið. Reglur um kaupauka voru verulega hertar árið 2016 og í dag hafa verið tekin upp slík kerfi í Arion banka og Íslandsbanka. Að auki eru greiddir út kaupaaukar í fimm öðrum fjármálafyrirtækjum. Í Landsbankanum voru greiddar álagsgreiðslur til starfsmanna allra deilda á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar voru ekki inntar af hendi á grundvelli kaupaukakerfis en rúmuðust þó ekki innan laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið sektaði þrjú fjármálafyrirtæki, Borgun, Arctica Finance og Kviku banka á síðasta ári og hefur, eins og áður segir, gert athugun hjá Landsbankanum og Landsbréfum vegna sniðgöngu á reglunum. Í framhaldinu kom fram að Kvika banki hygðist leggja kerfið niður. Stjórn kviku banka hefur þegar tilkynnt vegna kaupa á Gamma Capital Management að lagt verði fyrir aðalfund hvort bjóða eigi starfsmönnum Gamma áskriftarréttindi í bankanum á markaðsvirði eins og starfsmönnum Kviku hefur boðist frá haustinu 2017. Ekki virðist alveg skýrt samkvæmt lögunum hvort slík réttindi feli í sér kaupauka en í svari frá Fjármálaeftirlitinu kemur fram að slíkt geti falið í sér kaupauka en þurfi þó að meta hverju sinni. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að óttast hvatakerfi. „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þróun kaupaukakerfa hér á landi. Það er búið að setja mjög stífar reglur varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja og takmarka áhættusækni þeirra mjög mikið. Þá er búið að setja stífar reglur um hvatakerfi. Loks sjáum við engin merki um aukna áhættuhegðun í kerfinu nema síður sé. Hins vegar skil ég vel að þessu sé velt upp og mikilvægt að huga að því hvernig kaupaukar eru hannaðir,“ segir Páll. Hann telur að sníða þurfi reglur um kaupaauka enn betur að núverandi fjármálakerfi. „Það er brýnt að hugleiða hvaða breytingar megi gera á komandi misserum. Ég tel fullt tilefni til að rýmka möguleika til kaupauka á sumum stöðum, slíkt gæti t.d. aukið samkeppnishæfni smærri fjármálafyrirtækja. En svo þarf að hafa mjög stífar reglur á öðrum sviðum t.d. þegar hætta er á ákveðnum hagsmunaárekstrum hjá viðkomandi starfsmanni. Það er hægt að hanna kaupauka þannig að þeir geti samræmt hagsmuni, starfsmanna, hluthafa og samfélagsins í heild og þannig þjónað hagsmunum samfélagsins í heild,“ segir Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upplýsingar um Landsbanka voru rangar í upprunalegri frétt.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira