Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Icelandair verður rekið nálægt núlli í ár að mati IFS. Fréttablaðið/Anton Brink Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Greinendur IFS telja jafnframt „umdeilanlegt“ af hverju félagið hafi ekki lækkað afkomuspá sína eftir birtingu uppgjörs fyrir fyrsta fjórðung ársins í apríl síðastliðnum. Minna hafi verið um bókanir í apríl í ár en í fyrra og það sama megi segja um maímánuð. Þeir benda enn fremur á að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun síðasta sunnudag þrátt fyrir að félagið hafi skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að hefði verið „í takt við áætlanir“.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA félagsins verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári, en áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. Gengi hlutabréfanna hríðféll um fjórðung daginn eftir að félagið sendi frá sér viðvörunina. Í afkomuspá IFS er gert ráð fyrir að Icelandair Group skili EBITDA upp á 128,2 milljónir dala á þessu ári. Sérfræðingar IFS telja að 10,4 milljóna dala tap verði á rekstri ferðaþjónustufélagsins á öðrum ársfjórðungi en til samanburðar nam hagnaður félagsins 10,7 milljónum dala á sama tímabili í fyrra. Þeir spá því að afkoman verði rétt við núllið, nánar tiltekið jákvæð um 0,1 milljón dala, á árinu borið saman við 40,5 milljóna dala hagnað á síðasta ári. Mestu munar um aukinn rekstrarkostnað en IFS telur að hann vaxi um allt að 14 prósent á þessu ári og verði um 1.420 milljónir dala. Icelandair Group mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 31. júlí. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Greinendur IFS telja jafnframt „umdeilanlegt“ af hverju félagið hafi ekki lækkað afkomuspá sína eftir birtingu uppgjörs fyrir fyrsta fjórðung ársins í apríl síðastliðnum. Minna hafi verið um bókanir í apríl í ár en í fyrra og það sama megi segja um maímánuð. Þeir benda enn fremur á að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun síðasta sunnudag þrátt fyrir að félagið hafi skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að hefði verið „í takt við áætlanir“.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA félagsins verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári, en áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. Gengi hlutabréfanna hríðféll um fjórðung daginn eftir að félagið sendi frá sér viðvörunina. Í afkomuspá IFS er gert ráð fyrir að Icelandair Group skili EBITDA upp á 128,2 milljónir dala á þessu ári. Sérfræðingar IFS telja að 10,4 milljóna dala tap verði á rekstri ferðaþjónustufélagsins á öðrum ársfjórðungi en til samanburðar nam hagnaður félagsins 10,7 milljónum dala á sama tímabili í fyrra. Þeir spá því að afkoman verði rétt við núllið, nánar tiltekið jákvæð um 0,1 milljón dala, á árinu borið saman við 40,5 milljóna dala hagnað á síðasta ári. Mestu munar um aukinn rekstrarkostnað en IFS telur að hann vaxi um allt að 14 prósent á þessu ári og verði um 1.420 milljónir dala. Icelandair Group mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 31. júlí.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00
„Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00