Kaffitár selt Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 13:13 Aðalheiður Héðinsdóttir mun starfa áfram með nýjum eigendum, fari svo að viðskiptin gangi í gegn. Fréttablaðið/stefán Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en aðstandendur viðskiptanna munu ekki tjá sig nánar um málið fyrr en að samþykki stofnunarinnar liggur fyrir. Þó er haft eftir Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda og forstjóra Kaffitárs, í tilkynningu sem send var út vegna viðskiptanna að mikil ánægja sé í hennar röðum með þessa niðurstöðu. „Nýir eigendur byggja á gömlum og traustum grunni og við teljum að þeir muni leggja mikið af mörkum við að styrkja og efla starfsemina á jákvæðan hátt fyrir fyrirtækið í heild, starfsfólk þess og viðskiptavini,“ er haft eftir Aðalheiði sem mun starfa áfram með nýjum eigendum í kjölfar viðskiptanna. Aðalheiður stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015.Sjá einnig: Kaffitár sett í formlegt söluferliKaffitár rekur kaffibrennslu, pökkun og dreifingu sem þjónustar verslanir og fyrirtæki, auk þess sem fjögur kaffihús eru rekin undir merkjum félagsins. Þá rekur Kaffitár jafnframt framleiðslufyrirtækið Kruðerí ehf., sem er líklega þekktast fyrir tvö handverksbakarí undir sama nafni. Nýja Kaffibrennslan ehf. mun þannig taka við rekstri Kaffitárs jafnt sem Kruðerís, verði af kaupunum. Fyrirtækið varð til við samruna Kaffibrennslu Akureyrar og Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber. Nýja kaffibrennslan er systurfyrirtæki heildsölu Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf., sem þjónusta bæði smásölumarkaðinn og veitingahúsamarkaðinn. Haft er eftir Ólafi Ó. Johnson, stjórnarformanni Nýju Kaffibrennslunnar, í sömu tilkynningu að kaupin á Kaffitár verði „öflug viðbót“ við samstöðu Ó. Johnson & Kaaber. „Kaffitár er þekkt fyrir gæðavörur og góða þjónustu. Við teljum að við séum að stofna til sambands sem bæði félögin og ekki síst viðskiptavinir muni hljóta hag af og munum áfram byggja á því góða orðspori sem félögin hafa lagt metnað í að byggja upp,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en aðstandendur viðskiptanna munu ekki tjá sig nánar um málið fyrr en að samþykki stofnunarinnar liggur fyrir. Þó er haft eftir Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda og forstjóra Kaffitárs, í tilkynningu sem send var út vegna viðskiptanna að mikil ánægja sé í hennar röðum með þessa niðurstöðu. „Nýir eigendur byggja á gömlum og traustum grunni og við teljum að þeir muni leggja mikið af mörkum við að styrkja og efla starfsemina á jákvæðan hátt fyrir fyrirtækið í heild, starfsfólk þess og viðskiptavini,“ er haft eftir Aðalheiði sem mun starfa áfram með nýjum eigendum í kjölfar viðskiptanna. Aðalheiður stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015.Sjá einnig: Kaffitár sett í formlegt söluferliKaffitár rekur kaffibrennslu, pökkun og dreifingu sem þjónustar verslanir og fyrirtæki, auk þess sem fjögur kaffihús eru rekin undir merkjum félagsins. Þá rekur Kaffitár jafnframt framleiðslufyrirtækið Kruðerí ehf., sem er líklega þekktast fyrir tvö handverksbakarí undir sama nafni. Nýja Kaffibrennslan ehf. mun þannig taka við rekstri Kaffitárs jafnt sem Kruðerís, verði af kaupunum. Fyrirtækið varð til við samruna Kaffibrennslu Akureyrar og Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber. Nýja kaffibrennslan er systurfyrirtæki heildsölu Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf., sem þjónusta bæði smásölumarkaðinn og veitingahúsamarkaðinn. Haft er eftir Ólafi Ó. Johnson, stjórnarformanni Nýju Kaffibrennslunnar, í sömu tilkynningu að kaupin á Kaffitár verði „öflug viðbót“ við samstöðu Ó. Johnson & Kaaber. „Kaffitár er þekkt fyrir gæðavörur og góða þjónustu. Við teljum að við séum að stofna til sambands sem bæði félögin og ekki síst viðskiptavinir muni hljóta hag af og munum áfram byggja á því góða orðspori sem félögin hafa lagt metnað í að byggja upp,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent