Kaffitár sett í formlegt söluferli Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og aðaleigandi Kaffitárs. Vísir/Stefán Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir sýnt keðjunni áhuga en engin tilboð hafa enn verið lögð fram. Er söluferlið í höndum fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka. Aðalheiður Héðinsdóttir stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni, en þau eru einu eigendur félagsins. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015. Eftir jákvæða afkomu árin 2012 og 2013, þar sem hagnaðurinn nam um og yfir 80 milljónum króna, hafa síðustu rekstrarár reynst félaginu erfið. Velta Kaffitárs var tæplega 1.100 milljónir árið 2016. Kaffitár stofnaði dótturfélagið Kruðerí bakarí árið 2015 sem sérhæfir sig í framleiðslu meðlætis með kaffi en bakaríið má finna á tveimur stöðum, á Stórhöfða og Nýbýlavegi. Þá opnaði félagið veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni síðasta sumar. Aðalstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ þar sem öll kaffiframleiðslan fer fram. Forstjóraskipti urðu hjá félaginu fyrr á árinu þegar Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir lét af störfum eftir rúmlega ár í starfi. Aðalheiður tók við forstjórastarfinu á ný og Kristbjörg Edda var kjörin stjórnarformaður. Þá var Andrea Róbertsdóttir auk þess ráðin framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir sýnt keðjunni áhuga en engin tilboð hafa enn verið lögð fram. Er söluferlið í höndum fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka. Aðalheiður Héðinsdóttir stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni, en þau eru einu eigendur félagsins. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015. Eftir jákvæða afkomu árin 2012 og 2013, þar sem hagnaðurinn nam um og yfir 80 milljónum króna, hafa síðustu rekstrarár reynst félaginu erfið. Velta Kaffitárs var tæplega 1.100 milljónir árið 2016. Kaffitár stofnaði dótturfélagið Kruðerí bakarí árið 2015 sem sérhæfir sig í framleiðslu meðlætis með kaffi en bakaríið má finna á tveimur stöðum, á Stórhöfða og Nýbýlavegi. Þá opnaði félagið veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni síðasta sumar. Aðalstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ þar sem öll kaffiframleiðslan fer fram. Forstjóraskipti urðu hjá félaginu fyrr á árinu þegar Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir lét af störfum eftir rúmlega ár í starfi. Aðalheiður tók við forstjórastarfinu á ný og Kristbjörg Edda var kjörin stjórnarformaður. Þá var Andrea Róbertsdóttir auk þess ráðin framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent