Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2018 20:30 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við nýju Boeing 737 MAX þotuna. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugrekstrarstjórinn fagnar því að fá vél sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti en forveri hennar. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. Myndir af þotunni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Með komu þotunnar er endurnýjun flota Icelandair hafin en flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Haraldur Baldursson lentu henni í Keflavík aðfararnótt sunnudags. En hvernig er að fljúga henni? „Það er bara tær snilld. Þetta er mjög skemmtileg flugvél og eyðir nánast engu. Að mörgu leyti skemmtilegasta flugvél sem maður hefur komist í kynni við,“ segir Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-vélanna hjá Icelandair.Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 MAX hjá Icelandair.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Mesta byltingin felst í sparneytnari hreyflum en einnig nýrri hönnun vængja og vængenda sem spara eldsneyti. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir eldsneytiseyðsluna um 25 prósent minni en á Boeing 757. „Þannig að sparneytnin er gríðarleg,“ segir Haukur. Flugstjórinn segir að sparneytnin komi mörgum á óvart en þeir flugu henni tómri heim beint frá Seattle án millilendingar á sjö klukkustundum. „Við vorum til gamans að gera grín að því að við hefðum getað haft Munchen eða jafnvel Salzburg sem varavöll, þannig að þetta var nú ekki mikið vandamál,“ segir Þórarinn.TF-ICE í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þotan kemur án sæta en Icelandair sparar sér verulega fjármuni með því að láta eigin starfsmenn innrétta vélina. „Við erum að tala um ný sæti og nýtt skemmtikerfi og nýtt wifi-kerfi í vélina líka. Þannig að þægindin fyrir farþegana eru klárlega aukin,“ segir Haukur. Tennt lögun á afturhluta hreyflanna á þátt í að gera vélina óvenju hljóðláta, sem farþegar munu einnig skynja um borð. Hreyflar þotunnar eru mjög sparneytnir og tennt lögun afturhluta þeirra dregur úr hávaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hópur flugvirkja var í dag að læra á vélina en þjálfun flugliða verður viðamikið verkefni á næstu mánuðum. Stefnt er að því að fyrsta áætlunarflugið verði eftir réttan mánuð, þann 6. apríl, til Berlínar. Icelandair hefur keypt sextán eintök en flugvélakaupin er talin einhver stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Næstu tvær vélar eru væntanlegar í lok mars og byrjun apríl. Síðan koma sex vélar árið 2019, fimm vélar árið 2020 og loks tvær árið 2021, að sögn flugrekstrarstjórans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugrekstrarstjórinn fagnar því að fá vél sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti en forveri hennar. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. Myndir af þotunni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Með komu þotunnar er endurnýjun flota Icelandair hafin en flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Haraldur Baldursson lentu henni í Keflavík aðfararnótt sunnudags. En hvernig er að fljúga henni? „Það er bara tær snilld. Þetta er mjög skemmtileg flugvél og eyðir nánast engu. Að mörgu leyti skemmtilegasta flugvél sem maður hefur komist í kynni við,“ segir Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-vélanna hjá Icelandair.Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 MAX hjá Icelandair.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Mesta byltingin felst í sparneytnari hreyflum en einnig nýrri hönnun vængja og vængenda sem spara eldsneyti. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir eldsneytiseyðsluna um 25 prósent minni en á Boeing 757. „Þannig að sparneytnin er gríðarleg,“ segir Haukur. Flugstjórinn segir að sparneytnin komi mörgum á óvart en þeir flugu henni tómri heim beint frá Seattle án millilendingar á sjö klukkustundum. „Við vorum til gamans að gera grín að því að við hefðum getað haft Munchen eða jafnvel Salzburg sem varavöll, þannig að þetta var nú ekki mikið vandamál,“ segir Þórarinn.TF-ICE í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þotan kemur án sæta en Icelandair sparar sér verulega fjármuni með því að láta eigin starfsmenn innrétta vélina. „Við erum að tala um ný sæti og nýtt skemmtikerfi og nýtt wifi-kerfi í vélina líka. Þannig að þægindin fyrir farþegana eru klárlega aukin,“ segir Haukur. Tennt lögun á afturhluta hreyflanna á þátt í að gera vélina óvenju hljóðláta, sem farþegar munu einnig skynja um borð. Hreyflar þotunnar eru mjög sparneytnir og tennt lögun afturhluta þeirra dregur úr hávaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hópur flugvirkja var í dag að læra á vélina en þjálfun flugliða verður viðamikið verkefni á næstu mánuðum. Stefnt er að því að fyrsta áætlunarflugið verði eftir réttan mánuð, þann 6. apríl, til Berlínar. Icelandair hefur keypt sextán eintök en flugvélakaupin er talin einhver stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Næstu tvær vélar eru væntanlegar í lok mars og byrjun apríl. Síðan koma sex vélar árið 2019, fimm vélar árið 2020 og loks tvær árið 2021, að sögn flugrekstrarstjórans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30