Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2018 20:30 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við nýju Boeing 737 MAX þotuna. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugrekstrarstjórinn fagnar því að fá vél sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti en forveri hennar. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. Myndir af þotunni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Með komu þotunnar er endurnýjun flota Icelandair hafin en flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Haraldur Baldursson lentu henni í Keflavík aðfararnótt sunnudags. En hvernig er að fljúga henni? „Það er bara tær snilld. Þetta er mjög skemmtileg flugvél og eyðir nánast engu. Að mörgu leyti skemmtilegasta flugvél sem maður hefur komist í kynni við,“ segir Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-vélanna hjá Icelandair.Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 MAX hjá Icelandair.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Mesta byltingin felst í sparneytnari hreyflum en einnig nýrri hönnun vængja og vængenda sem spara eldsneyti. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir eldsneytiseyðsluna um 25 prósent minni en á Boeing 757. „Þannig að sparneytnin er gríðarleg,“ segir Haukur. Flugstjórinn segir að sparneytnin komi mörgum á óvart en þeir flugu henni tómri heim beint frá Seattle án millilendingar á sjö klukkustundum. „Við vorum til gamans að gera grín að því að við hefðum getað haft Munchen eða jafnvel Salzburg sem varavöll, þannig að þetta var nú ekki mikið vandamál,“ segir Þórarinn.TF-ICE í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þotan kemur án sæta en Icelandair sparar sér verulega fjármuni með því að láta eigin starfsmenn innrétta vélina. „Við erum að tala um ný sæti og nýtt skemmtikerfi og nýtt wifi-kerfi í vélina líka. Þannig að þægindin fyrir farþegana eru klárlega aukin,“ segir Haukur. Tennt lögun á afturhluta hreyflanna á þátt í að gera vélina óvenju hljóðláta, sem farþegar munu einnig skynja um borð. Hreyflar þotunnar eru mjög sparneytnir og tennt lögun afturhluta þeirra dregur úr hávaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hópur flugvirkja var í dag að læra á vélina en þjálfun flugliða verður viðamikið verkefni á næstu mánuðum. Stefnt er að því að fyrsta áætlunarflugið verði eftir réttan mánuð, þann 6. apríl, til Berlínar. Icelandair hefur keypt sextán eintök en flugvélakaupin er talin einhver stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Næstu tvær vélar eru væntanlegar í lok mars og byrjun apríl. Síðan koma sex vélar árið 2019, fimm vélar árið 2020 og loks tvær árið 2021, að sögn flugrekstrarstjórans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugrekstrarstjórinn fagnar því að fá vél sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti en forveri hennar. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. Myndir af þotunni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Með komu þotunnar er endurnýjun flota Icelandair hafin en flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Haraldur Baldursson lentu henni í Keflavík aðfararnótt sunnudags. En hvernig er að fljúga henni? „Það er bara tær snilld. Þetta er mjög skemmtileg flugvél og eyðir nánast engu. Að mörgu leyti skemmtilegasta flugvél sem maður hefur komist í kynni við,“ segir Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-vélanna hjá Icelandair.Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 MAX hjá Icelandair.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Mesta byltingin felst í sparneytnari hreyflum en einnig nýrri hönnun vængja og vængenda sem spara eldsneyti. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir eldsneytiseyðsluna um 25 prósent minni en á Boeing 757. „Þannig að sparneytnin er gríðarleg,“ segir Haukur. Flugstjórinn segir að sparneytnin komi mörgum á óvart en þeir flugu henni tómri heim beint frá Seattle án millilendingar á sjö klukkustundum. „Við vorum til gamans að gera grín að því að við hefðum getað haft Munchen eða jafnvel Salzburg sem varavöll, þannig að þetta var nú ekki mikið vandamál,“ segir Þórarinn.TF-ICE í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þotan kemur án sæta en Icelandair sparar sér verulega fjármuni með því að láta eigin starfsmenn innrétta vélina. „Við erum að tala um ný sæti og nýtt skemmtikerfi og nýtt wifi-kerfi í vélina líka. Þannig að þægindin fyrir farþegana eru klárlega aukin,“ segir Haukur. Tennt lögun á afturhluta hreyflanna á þátt í að gera vélina óvenju hljóðláta, sem farþegar munu einnig skynja um borð. Hreyflar þotunnar eru mjög sparneytnir og tennt lögun afturhluta þeirra dregur úr hávaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hópur flugvirkja var í dag að læra á vélina en þjálfun flugliða verður viðamikið verkefni á næstu mánuðum. Stefnt er að því að fyrsta áætlunarflugið verði eftir réttan mánuð, þann 6. apríl, til Berlínar. Icelandair hefur keypt sextán eintök en flugvélakaupin er talin einhver stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Næstu tvær vélar eru væntanlegar í lok mars og byrjun apríl. Síðan koma sex vélar árið 2019, fimm vélar árið 2020 og loks tvær árið 2021, að sögn flugrekstrarstjórans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30