Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2018 20:30 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við nýju Boeing 737 MAX þotuna. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugrekstrarstjórinn fagnar því að fá vél sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti en forveri hennar. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. Myndir af þotunni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Með komu þotunnar er endurnýjun flota Icelandair hafin en flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Haraldur Baldursson lentu henni í Keflavík aðfararnótt sunnudags. En hvernig er að fljúga henni? „Það er bara tær snilld. Þetta er mjög skemmtileg flugvél og eyðir nánast engu. Að mörgu leyti skemmtilegasta flugvél sem maður hefur komist í kynni við,“ segir Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-vélanna hjá Icelandair.Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 MAX hjá Icelandair.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Mesta byltingin felst í sparneytnari hreyflum en einnig nýrri hönnun vængja og vængenda sem spara eldsneyti. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir eldsneytiseyðsluna um 25 prósent minni en á Boeing 757. „Þannig að sparneytnin er gríðarleg,“ segir Haukur. Flugstjórinn segir að sparneytnin komi mörgum á óvart en þeir flugu henni tómri heim beint frá Seattle án millilendingar á sjö klukkustundum. „Við vorum til gamans að gera grín að því að við hefðum getað haft Munchen eða jafnvel Salzburg sem varavöll, þannig að þetta var nú ekki mikið vandamál,“ segir Þórarinn.TF-ICE í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þotan kemur án sæta en Icelandair sparar sér verulega fjármuni með því að láta eigin starfsmenn innrétta vélina. „Við erum að tala um ný sæti og nýtt skemmtikerfi og nýtt wifi-kerfi í vélina líka. Þannig að þægindin fyrir farþegana eru klárlega aukin,“ segir Haukur. Tennt lögun á afturhluta hreyflanna á þátt í að gera vélina óvenju hljóðláta, sem farþegar munu einnig skynja um borð. Hreyflar þotunnar eru mjög sparneytnir og tennt lögun afturhluta þeirra dregur úr hávaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hópur flugvirkja var í dag að læra á vélina en þjálfun flugliða verður viðamikið verkefni á næstu mánuðum. Stefnt er að því að fyrsta áætlunarflugið verði eftir réttan mánuð, þann 6. apríl, til Berlínar. Icelandair hefur keypt sextán eintök en flugvélakaupin er talin einhver stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Næstu tvær vélar eru væntanlegar í lok mars og byrjun apríl. Síðan koma sex vélar árið 2019, fimm vélar árið 2020 og loks tvær árið 2021, að sögn flugrekstrarstjórans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugrekstrarstjórinn fagnar því að fá vél sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti en forveri hennar. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. Myndir af þotunni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Með komu þotunnar er endurnýjun flota Icelandair hafin en flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Haraldur Baldursson lentu henni í Keflavík aðfararnótt sunnudags. En hvernig er að fljúga henni? „Það er bara tær snilld. Þetta er mjög skemmtileg flugvél og eyðir nánast engu. Að mörgu leyti skemmtilegasta flugvél sem maður hefur komist í kynni við,“ segir Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-vélanna hjá Icelandair.Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 MAX hjá Icelandair.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Mesta byltingin felst í sparneytnari hreyflum en einnig nýrri hönnun vængja og vængenda sem spara eldsneyti. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir eldsneytiseyðsluna um 25 prósent minni en á Boeing 757. „Þannig að sparneytnin er gríðarleg,“ segir Haukur. Flugstjórinn segir að sparneytnin komi mörgum á óvart en þeir flugu henni tómri heim beint frá Seattle án millilendingar á sjö klukkustundum. „Við vorum til gamans að gera grín að því að við hefðum getað haft Munchen eða jafnvel Salzburg sem varavöll, þannig að þetta var nú ekki mikið vandamál,“ segir Þórarinn.TF-ICE í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þotan kemur án sæta en Icelandair sparar sér verulega fjármuni með því að láta eigin starfsmenn innrétta vélina. „Við erum að tala um ný sæti og nýtt skemmtikerfi og nýtt wifi-kerfi í vélina líka. Þannig að þægindin fyrir farþegana eru klárlega aukin,“ segir Haukur. Tennt lögun á afturhluta hreyflanna á þátt í að gera vélina óvenju hljóðláta, sem farþegar munu einnig skynja um borð. Hreyflar þotunnar eru mjög sparneytnir og tennt lögun afturhluta þeirra dregur úr hávaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hópur flugvirkja var í dag að læra á vélina en þjálfun flugliða verður viðamikið verkefni á næstu mánuðum. Stefnt er að því að fyrsta áætlunarflugið verði eftir réttan mánuð, þann 6. apríl, til Berlínar. Icelandair hefur keypt sextán eintök en flugvélakaupin er talin einhver stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Næstu tvær vélar eru væntanlegar í lok mars og byrjun apríl. Síðan koma sex vélar árið 2019, fimm vélar árið 2020 og loks tvær árið 2021, að sögn flugrekstrarstjórans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent