Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2018 20:30 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við nýju Boeing 737 MAX þotuna. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugrekstrarstjórinn fagnar því að fá vél sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti en forveri hennar. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. Myndir af þotunni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Með komu þotunnar er endurnýjun flota Icelandair hafin en flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Haraldur Baldursson lentu henni í Keflavík aðfararnótt sunnudags. En hvernig er að fljúga henni? „Það er bara tær snilld. Þetta er mjög skemmtileg flugvél og eyðir nánast engu. Að mörgu leyti skemmtilegasta flugvél sem maður hefur komist í kynni við,“ segir Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-vélanna hjá Icelandair.Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 MAX hjá Icelandair.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Mesta byltingin felst í sparneytnari hreyflum en einnig nýrri hönnun vængja og vængenda sem spara eldsneyti. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir eldsneytiseyðsluna um 25 prósent minni en á Boeing 757. „Þannig að sparneytnin er gríðarleg,“ segir Haukur. Flugstjórinn segir að sparneytnin komi mörgum á óvart en þeir flugu henni tómri heim beint frá Seattle án millilendingar á sjö klukkustundum. „Við vorum til gamans að gera grín að því að við hefðum getað haft Munchen eða jafnvel Salzburg sem varavöll, þannig að þetta var nú ekki mikið vandamál,“ segir Þórarinn.TF-ICE í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þotan kemur án sæta en Icelandair sparar sér verulega fjármuni með því að láta eigin starfsmenn innrétta vélina. „Við erum að tala um ný sæti og nýtt skemmtikerfi og nýtt wifi-kerfi í vélina líka. Þannig að þægindin fyrir farþegana eru klárlega aukin,“ segir Haukur. Tennt lögun á afturhluta hreyflanna á þátt í að gera vélina óvenju hljóðláta, sem farþegar munu einnig skynja um borð. Hreyflar þotunnar eru mjög sparneytnir og tennt lögun afturhluta þeirra dregur úr hávaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hópur flugvirkja var í dag að læra á vélina en þjálfun flugliða verður viðamikið verkefni á næstu mánuðum. Stefnt er að því að fyrsta áætlunarflugið verði eftir réttan mánuð, þann 6. apríl, til Berlínar. Icelandair hefur keypt sextán eintök en flugvélakaupin er talin einhver stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Næstu tvær vélar eru væntanlegar í lok mars og byrjun apríl. Síðan koma sex vélar árið 2019, fimm vélar árið 2020 og loks tvær árið 2021, að sögn flugrekstrarstjórans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugrekstrarstjórinn fagnar því að fá vél sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti en forveri hennar. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. Myndir af þotunni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Með komu þotunnar er endurnýjun flota Icelandair hafin en flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Haraldur Baldursson lentu henni í Keflavík aðfararnótt sunnudags. En hvernig er að fljúga henni? „Það er bara tær snilld. Þetta er mjög skemmtileg flugvél og eyðir nánast engu. Að mörgu leyti skemmtilegasta flugvél sem maður hefur komist í kynni við,“ segir Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-vélanna hjá Icelandair.Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 MAX hjá Icelandair.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Mesta byltingin felst í sparneytnari hreyflum en einnig nýrri hönnun vængja og vængenda sem spara eldsneyti. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir eldsneytiseyðsluna um 25 prósent minni en á Boeing 757. „Þannig að sparneytnin er gríðarleg,“ segir Haukur. Flugstjórinn segir að sparneytnin komi mörgum á óvart en þeir flugu henni tómri heim beint frá Seattle án millilendingar á sjö klukkustundum. „Við vorum til gamans að gera grín að því að við hefðum getað haft Munchen eða jafnvel Salzburg sem varavöll, þannig að þetta var nú ekki mikið vandamál,“ segir Þórarinn.TF-ICE í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þotan kemur án sæta en Icelandair sparar sér verulega fjármuni með því að láta eigin starfsmenn innrétta vélina. „Við erum að tala um ný sæti og nýtt skemmtikerfi og nýtt wifi-kerfi í vélina líka. Þannig að þægindin fyrir farþegana eru klárlega aukin,“ segir Haukur. Tennt lögun á afturhluta hreyflanna á þátt í að gera vélina óvenju hljóðláta, sem farþegar munu einnig skynja um borð. Hreyflar þotunnar eru mjög sparneytnir og tennt lögun afturhluta þeirra dregur úr hávaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hópur flugvirkja var í dag að læra á vélina en þjálfun flugliða verður viðamikið verkefni á næstu mánuðum. Stefnt er að því að fyrsta áætlunarflugið verði eftir réttan mánuð, þann 6. apríl, til Berlínar. Icelandair hefur keypt sextán eintök en flugvélakaupin er talin einhver stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Næstu tvær vélar eru væntanlegar í lok mars og byrjun apríl. Síðan koma sex vélar árið 2019, fimm vélar árið 2020 og loks tvær árið 2021, að sögn flugrekstrarstjórans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf