Reynsluspor til lýðræðis – Hafðu áhrif! Ólafur Páll Jónsson skrifar 16. maí 2018 11:45 Þegar Íslendingar tóku að mjaka sér undan stjórn Dana fyrir rúmri öld var litið svo á að menntun þjóðarinnar væri forsenda þess að halda áfram á þeirri vegferð. Hið sama var uppi á teningnum þegar þjóðin fékk loks fullt sjálfstæði árið 1944 – til að verða sjálfstæð, ekki bara að nafninu til heldur í raun – þá væri góð almenn menntun lykilatriði. Og rétt eins og fullveldi og sjálfstæði þjóðar veltur á menntun hennar, þannig er sjálfræði og fullveldi hvers einstaklings líka undir menntun hans komið. Manneskja sem vill lifa með reisn, vera sjálf við stjórnvölinn í eiginn lífi og hafa um leið áhrif á samfélagið í kringum sig, hún verður að menntast. Að menntast er að rækta manneðlið í öllum sínum fjölbreytileika. Við menntumst ekki bara í skólum, líka í samskiptum við annað fólk, einnig af bókum og kvikmyndum, og í raun hverju sem skilur eftir þesskonar reynsluspor í hugum okkar sem gera okkur móttækilegri fyrir margbreytileika tilverunnar. En menntunin kemur ekki til af sjálfri sér – fyrir henni þarf að hafa og oft þurfum við að styðja hvert annað á þeirri braut. Þótt öll menntun eigi rætur í reynslu, þá er ekki þar með sagt að öll reynsla sé menntandi. Við getum líka tamið okkur ósiði eða orðið fyrir áföllum sem eru afmenntandi. Þjóð sem metur gildi sjálfræðis, fullveldis, þess að borgararnir takist á við lífsverkefnin af skapandi skynsemi og siðferðilegri ábyrgð, skilur að menntastofnanir eru grundvöllur að samfélagslegri farsæld. Þess vegna eru skólar mikilvægustu stofnanir lýðræðislegs samfélags. Í skólum allt í kringum landið er hlúð að sprotum lýðræðisins. Lýðræði er menningarlegt verkefni miklu frekar en stjórnsýslulegt fyrirkomulag. Og þess vegna eru kennarar líka gæslumenn og ræktarmenn lýðræðisins. Ef lýðræði festir ekki rætur í menningu þjóðarinnar – ef það er ekki ræktað sem mannkostur hverrar manneskju frá blautu barnsbeini – þá mun það aldrei dafna sem réttlátt stjórnarfar. Þá verður það í besta falli hið skásta af ýmsum illum kostum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir átakinu „Hafðu áhrif“. Þessu átaki er ætlað að vekja athygli á kennarastarfinu, bæði hversu skemmtilegt það er og hversu mikilvægt það er. Með þessu átaki viljum við gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum – jafnvel kennurum sem hafa markað spor í líf þess eða sett svip sinn á samfélagið. Á vefsíðu átaksins (hafduahrif.is) er hægt að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Háskóli Íslands mun síðan veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu í Hátíðasal skólans þann 6. júní nk. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur – því þetta átak fjallar um einn af hornsteinum íslensks samfélags.Höfundur er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar tóku að mjaka sér undan stjórn Dana fyrir rúmri öld var litið svo á að menntun þjóðarinnar væri forsenda þess að halda áfram á þeirri vegferð. Hið sama var uppi á teningnum þegar þjóðin fékk loks fullt sjálfstæði árið 1944 – til að verða sjálfstæð, ekki bara að nafninu til heldur í raun – þá væri góð almenn menntun lykilatriði. Og rétt eins og fullveldi og sjálfstæði þjóðar veltur á menntun hennar, þannig er sjálfræði og fullveldi hvers einstaklings líka undir menntun hans komið. Manneskja sem vill lifa með reisn, vera sjálf við stjórnvölinn í eiginn lífi og hafa um leið áhrif á samfélagið í kringum sig, hún verður að menntast. Að menntast er að rækta manneðlið í öllum sínum fjölbreytileika. Við menntumst ekki bara í skólum, líka í samskiptum við annað fólk, einnig af bókum og kvikmyndum, og í raun hverju sem skilur eftir þesskonar reynsluspor í hugum okkar sem gera okkur móttækilegri fyrir margbreytileika tilverunnar. En menntunin kemur ekki til af sjálfri sér – fyrir henni þarf að hafa og oft þurfum við að styðja hvert annað á þeirri braut. Þótt öll menntun eigi rætur í reynslu, þá er ekki þar með sagt að öll reynsla sé menntandi. Við getum líka tamið okkur ósiði eða orðið fyrir áföllum sem eru afmenntandi. Þjóð sem metur gildi sjálfræðis, fullveldis, þess að borgararnir takist á við lífsverkefnin af skapandi skynsemi og siðferðilegri ábyrgð, skilur að menntastofnanir eru grundvöllur að samfélagslegri farsæld. Þess vegna eru skólar mikilvægustu stofnanir lýðræðislegs samfélags. Í skólum allt í kringum landið er hlúð að sprotum lýðræðisins. Lýðræði er menningarlegt verkefni miklu frekar en stjórnsýslulegt fyrirkomulag. Og þess vegna eru kennarar líka gæslumenn og ræktarmenn lýðræðisins. Ef lýðræði festir ekki rætur í menningu þjóðarinnar – ef það er ekki ræktað sem mannkostur hverrar manneskju frá blautu barnsbeini – þá mun það aldrei dafna sem réttlátt stjórnarfar. Þá verður það í besta falli hið skásta af ýmsum illum kostum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir átakinu „Hafðu áhrif“. Þessu átaki er ætlað að vekja athygli á kennarastarfinu, bæði hversu skemmtilegt það er og hversu mikilvægt það er. Með þessu átaki viljum við gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum – jafnvel kennurum sem hafa markað spor í líf þess eða sett svip sinn á samfélagið. Á vefsíðu átaksins (hafduahrif.is) er hægt að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Háskóli Íslands mun síðan veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu í Hátíðasal skólans þann 6. júní nk. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur – því þetta átak fjallar um einn af hornsteinum íslensks samfélags.Höfundur er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun