Kumiko skellir í lás Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2018 13:44 Kumiko sérhæfði sig í litríkum kökum og öðrum myndrænum veitingum. Vísir Japanska te- og kökuhúsið Kumiko mun hætta rekstri í lok september. Kökulistakonan Sara Hochuli opnaði Kumiko á síðari hluta árs 2016 en segir að það sé með trega sem hún neyðist til að skella í lás úti á Granda. Húsnæði Kumiko, sem áður hýsti Grandakaffi, hefur verið sett á sölu og til greina kemur að „selja rekstrarfélagið sem heldur á leyfum til veitingahúsarekstursins ásamt ýmsum tækjum og tólum sem þurfa til slíks reksturs eftir nánara samkomulagi,“ eins og það er orðað í fasteignaauglýsingunni.Sara Hochuli er svissnesk kökulistakona, sem rak te- og kökuhúsið Kumiko.Myndir/AntonÍ tilkynningu á vef Kumiko segir Sara að Kumiko hafi verið „fjölskylduverkefni.“ Hún hefði aldrei náð að opna tehúsið ef ekki hefði verið fyrir stuðning fjölskyldu og vina. Eftir andlát föður hennar í fyrra hafi því „allt breyst. Þetta er ekki eins án hans,“ skrifar Sara. Hún hafi varið síðustu mánuðum í Zürich, þar sem hún rekur sambærilegt japanskt tehús. Daglegur rekstur Kumiko hafi verið í höndum yfirbakarans, sem nú þarf að róa á önnur mið. Án bakarans segir Sara að hún sjái sér ekki fært að reka Kumiko „með afslöppuðum hætti“ frá Sviss sem ennfremur ýtti undir ákvörðun hennar um að loka staðnum. Nánari upplýsingar um Grandagarð 101 má nálgast á fasteignavef Vísis.Eins og sjá má er litadýrðin í fyrirrúmi.Flennistórt japanskt listaverk prýðir einn vegginn.Dökkir og ljósir litir spila saman.Fjólublátt skúmaskot.Yfirbyggður pallur.Og að sjálfsögðu er húsið einnig litríkt að utan. Neytendur Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Japanska te- og kökuhúsið Kumiko mun hætta rekstri í lok september. Kökulistakonan Sara Hochuli opnaði Kumiko á síðari hluta árs 2016 en segir að það sé með trega sem hún neyðist til að skella í lás úti á Granda. Húsnæði Kumiko, sem áður hýsti Grandakaffi, hefur verið sett á sölu og til greina kemur að „selja rekstrarfélagið sem heldur á leyfum til veitingahúsarekstursins ásamt ýmsum tækjum og tólum sem þurfa til slíks reksturs eftir nánara samkomulagi,“ eins og það er orðað í fasteignaauglýsingunni.Sara Hochuli er svissnesk kökulistakona, sem rak te- og kökuhúsið Kumiko.Myndir/AntonÍ tilkynningu á vef Kumiko segir Sara að Kumiko hafi verið „fjölskylduverkefni.“ Hún hefði aldrei náð að opna tehúsið ef ekki hefði verið fyrir stuðning fjölskyldu og vina. Eftir andlát föður hennar í fyrra hafi því „allt breyst. Þetta er ekki eins án hans,“ skrifar Sara. Hún hafi varið síðustu mánuðum í Zürich, þar sem hún rekur sambærilegt japanskt tehús. Daglegur rekstur Kumiko hafi verið í höndum yfirbakarans, sem nú þarf að róa á önnur mið. Án bakarans segir Sara að hún sjái sér ekki fært að reka Kumiko „með afslöppuðum hætti“ frá Sviss sem ennfremur ýtti undir ákvörðun hennar um að loka staðnum. Nánari upplýsingar um Grandagarð 101 má nálgast á fasteignavef Vísis.Eins og sjá má er litadýrðin í fyrirrúmi.Flennistórt japanskt listaverk prýðir einn vegginn.Dökkir og ljósir litir spila saman.Fjólublátt skúmaskot.Yfirbyggður pallur.Og að sjálfsögðu er húsið einnig litríkt að utan.
Neytendur Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira