Segir banka á eftir sér og Björk Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. desember 2018 06:00 Jónas Freydal hefur rekið Goecco og Íslenska íshellaleiðsögumenn ehf. um árabil. Fréttablaðið/GVA Ef marka má Jónas Freydal, eiganda Goecco, stefnir hraðbyri í einokun í ferðaþjónustu á Íslandi. Jónas lýsir stöðunni í bréfi sem hann sendi viðskiptavinum Goecco með tilkynningu um að íshellaferðir sem þeir höfðu keypt yrðu ekki farnir því fyrirtækið væri komið í þrot. Sagt var frá örlögum Goecco í Fréttablaðinu 27. nóvember. Jónas rekur Goecco undir hatti fyrirtækisins Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf. Margir ferðamenn sitja eftir með sárt ennið og fá ekki dýrar ferðir endurgreiddar. Jónas tilkynnti viðskiptavinum í tölvupósti í fyrri hluta nóvember að Goecco gæti ekki farið með þá í ferðir sem þegar voru seldar. „Bankar og jakkafatalið eru að taka yfir alla ferðaþjónustu á Íslandi og þeir eru önnum kafnir við að þurrka út alla sjálfstæða aðila,“ útskýrði hann. „Það er ekki aðeins við sem þeir eru á eftir, heldur prívatfólk sem dirfist af hafa skoðun – eins og hin fræga hljómsveit Sigur Rós, Björk og margir aðrir.“ Jónas vísaði í fréttir sem þá voru uppi um yfirtöku Icelandair á WOW air. „Aftur til einokunar!“ skrifaði hann. Sagði hann Ísland vera eyju sem væri stýrt af valdamiklum fjölskyldum. „Mjög líkt Sikiley. Undir fallegu yfirborði jökla og eldfjalla eru ótrúlegar skuggahliðar og ljótleiki falinn í fólki og í kerfinu.“ Þá sagði Jónas frá því að hann sé nú knúinn í gjaldþrot öðru sinni. Fyrra sinnið hafi verið í þrjár vikur í desember í fyrra vegna 10 þúsund dollara skattaskuldar sem reynst hafi byggð á misskilningi.Goecco er til húsa í Bankastræti 10. Þar eru dyr læstar.Fréttablaðið/Anton Brink „Það hefur ekki verið níðst jafn mikið á nokkru öðru fyrirtæki á Íslandi í gegn um árin; af lögreglunni, skattinum og íbúum landsins. Og það vill ekki hætta. Í vetur eru þeir að reyna að banna Ice Cave Express túrinn okkar. Þeir eru líka búnir að banna okkur að elda gæðamáltíðir fyrir gesti okkar svo við þurfum að nota hótelið á staðnum og kaupa slæma matinn þeirra. Lögreglumaðurinn á staðnum á hótelið og eiginkona hans er hótelstjórinn,“ lýsti Jónas raunum sínum og íshellaskoðunarfyrirtækis síns. Og það er ekki allt. „Þegar við vorum að byrja að gera íshellaferðir frægar þá skáru bændur á svæðinu á dekkin hjá okkur og reyndu að fá sett bann á okkur í þjóðgarðinum til að geta náð viðskiptunum. Lögreglan er búin að stöðva okkur yfir fimmtíu sinnum þótt við hefðum öll leyfi og þeir hafi aldrei fundið neitt á okkur. Þetta er brjálæði,“ sagði Jónas og kvaðst nú verða að gefast upp. „Við höfum borgað okkar skatta og reynt að halda slóð okkar algerlega hreinni. Ólíkt ákveðnum íslenskum stjórnmálamönnum,“ benti Jónas á og undirstrikaði síðan að Ísland gæti verið sönn paradís. „En það er alltaf hættulegt að segja sannleikann. Það er hluti ástæðunnar fyrir þeirri stöðu okkar í dag.“ Jerod Anderson, einn viðskiptavina Goecco, sagðist í gær ekki ekkert hafa heyrt frá fyrirtækinu, hvað þá fengið endurgreitt jafnvirði ríflega 230 þúsund króna sem hann og kona hans borguðu. Vonbrigðin hafi verið mikil er þau heyrðu af gjaldþrotinu þremur vikum fyrir Íslandsferðina. Og ekki bæti úr skák að ferðin sem hafi verið bókuð fyrir níu mánuðum fáist ekki endurgreidd. Annað gildi um ferðafélaga þeirra sem hafi bókað fyrir mánuði og náð að fá endurgreitt í gegn um PayPal. „Við erum árangurslaust búin að reyna ná sambandi í gegn um síma og tölvupóst. Það eru ótrúleg vonbrigði að þeir reyndust allt sem maður óttast þegar farið er til lítils lands. Þeir hirtu ekki aðeins peningana okkar heldur vanvirða okkur áfram og fyrirtæki eins og þeirra sjálfra sem eru heiðarleg og reyna að gera hlutina rétt,“ segir Jerod Anderson, sem einmitt í gær var að að ljúka ferð sem hann keypti í staðinn fyrir þá sem brást. Þess má geta að fimm Tetra-talstöðvar úr búi fyrirtækisins virðast hafa verið auglýstar til sölu á Facebook-síðunni Braski og bralli (allt leyfilegt) í síðustu viku. Ásett verð var 70 þúsund krónur stykkið. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki Viðskiptavinum sem áttu bókaðar ferðir með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefur verið tilkynnt að fyrirtækið sé komið í þrot. Dýrar ferðir sem virðist ganga illa að fá endurgreiddar. Eigandi Goecco hefur ekki svarað skilaboðum. 27. nóvember 2018 06:45 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Ef marka má Jónas Freydal, eiganda Goecco, stefnir hraðbyri í einokun í ferðaþjónustu á Íslandi. Jónas lýsir stöðunni í bréfi sem hann sendi viðskiptavinum Goecco með tilkynningu um að íshellaferðir sem þeir höfðu keypt yrðu ekki farnir því fyrirtækið væri komið í þrot. Sagt var frá örlögum Goecco í Fréttablaðinu 27. nóvember. Jónas rekur Goecco undir hatti fyrirtækisins Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf. Margir ferðamenn sitja eftir með sárt ennið og fá ekki dýrar ferðir endurgreiddar. Jónas tilkynnti viðskiptavinum í tölvupósti í fyrri hluta nóvember að Goecco gæti ekki farið með þá í ferðir sem þegar voru seldar. „Bankar og jakkafatalið eru að taka yfir alla ferðaþjónustu á Íslandi og þeir eru önnum kafnir við að þurrka út alla sjálfstæða aðila,“ útskýrði hann. „Það er ekki aðeins við sem þeir eru á eftir, heldur prívatfólk sem dirfist af hafa skoðun – eins og hin fræga hljómsveit Sigur Rós, Björk og margir aðrir.“ Jónas vísaði í fréttir sem þá voru uppi um yfirtöku Icelandair á WOW air. „Aftur til einokunar!“ skrifaði hann. Sagði hann Ísland vera eyju sem væri stýrt af valdamiklum fjölskyldum. „Mjög líkt Sikiley. Undir fallegu yfirborði jökla og eldfjalla eru ótrúlegar skuggahliðar og ljótleiki falinn í fólki og í kerfinu.“ Þá sagði Jónas frá því að hann sé nú knúinn í gjaldþrot öðru sinni. Fyrra sinnið hafi verið í þrjár vikur í desember í fyrra vegna 10 þúsund dollara skattaskuldar sem reynst hafi byggð á misskilningi.Goecco er til húsa í Bankastræti 10. Þar eru dyr læstar.Fréttablaðið/Anton Brink „Það hefur ekki verið níðst jafn mikið á nokkru öðru fyrirtæki á Íslandi í gegn um árin; af lögreglunni, skattinum og íbúum landsins. Og það vill ekki hætta. Í vetur eru þeir að reyna að banna Ice Cave Express túrinn okkar. Þeir eru líka búnir að banna okkur að elda gæðamáltíðir fyrir gesti okkar svo við þurfum að nota hótelið á staðnum og kaupa slæma matinn þeirra. Lögreglumaðurinn á staðnum á hótelið og eiginkona hans er hótelstjórinn,“ lýsti Jónas raunum sínum og íshellaskoðunarfyrirtækis síns. Og það er ekki allt. „Þegar við vorum að byrja að gera íshellaferðir frægar þá skáru bændur á svæðinu á dekkin hjá okkur og reyndu að fá sett bann á okkur í þjóðgarðinum til að geta náð viðskiptunum. Lögreglan er búin að stöðva okkur yfir fimmtíu sinnum þótt við hefðum öll leyfi og þeir hafi aldrei fundið neitt á okkur. Þetta er brjálæði,“ sagði Jónas og kvaðst nú verða að gefast upp. „Við höfum borgað okkar skatta og reynt að halda slóð okkar algerlega hreinni. Ólíkt ákveðnum íslenskum stjórnmálamönnum,“ benti Jónas á og undirstrikaði síðan að Ísland gæti verið sönn paradís. „En það er alltaf hættulegt að segja sannleikann. Það er hluti ástæðunnar fyrir þeirri stöðu okkar í dag.“ Jerod Anderson, einn viðskiptavina Goecco, sagðist í gær ekki ekkert hafa heyrt frá fyrirtækinu, hvað þá fengið endurgreitt jafnvirði ríflega 230 þúsund króna sem hann og kona hans borguðu. Vonbrigðin hafi verið mikil er þau heyrðu af gjaldþrotinu þremur vikum fyrir Íslandsferðina. Og ekki bæti úr skák að ferðin sem hafi verið bókuð fyrir níu mánuðum fáist ekki endurgreidd. Annað gildi um ferðafélaga þeirra sem hafi bókað fyrir mánuði og náð að fá endurgreitt í gegn um PayPal. „Við erum árangurslaust búin að reyna ná sambandi í gegn um síma og tölvupóst. Það eru ótrúleg vonbrigði að þeir reyndust allt sem maður óttast þegar farið er til lítils lands. Þeir hirtu ekki aðeins peningana okkar heldur vanvirða okkur áfram og fyrirtæki eins og þeirra sjálfra sem eru heiðarleg og reyna að gera hlutina rétt,“ segir Jerod Anderson, sem einmitt í gær var að að ljúka ferð sem hann keypti í staðinn fyrir þá sem brást. Þess má geta að fimm Tetra-talstöðvar úr búi fyrirtækisins virðast hafa verið auglýstar til sölu á Facebook-síðunni Braski og bralli (allt leyfilegt) í síðustu viku. Ásett verð var 70 þúsund krónur stykkið.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki Viðskiptavinum sem áttu bókaðar ferðir með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefur verið tilkynnt að fyrirtækið sé komið í þrot. Dýrar ferðir sem virðist ganga illa að fá endurgreiddar. Eigandi Goecco hefur ekki svarað skilaboðum. 27. nóvember 2018 06:45 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki Viðskiptavinum sem áttu bókaðar ferðir með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefur verið tilkynnt að fyrirtækið sé komið í þrot. Dýrar ferðir sem virðist ganga illa að fá endurgreiddar. Eigandi Goecco hefur ekki svarað skilaboðum. 27. nóvember 2018 06:45