Tekjutap í breyttu umhverfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2018 07:45 Breytingar á fjölmiðlaumhverfinu þýða töluvert tekjutap fyrir hið opinbera. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun að tekjutap ríkisins vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur og breytinga á fjölmiðlaumhverfi þýði tekjutap sem nemur rúmum hálfum milljarði á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist horfa til alþjóðlegs umhverfis við vinnu á breytingum vegna starfsskilyrða fjölmiðla. „Ég er að horfa á öll Norðurlöndin og ég er líka að horfa á Breta sem eru með sterkt ríkissjónvarp, BBC. Nálgunin er alþjóðleg og það er alveg ljóst að við hlutfallslega erum að styrkja okkar einkareknu fjölmiðla minna en þau lönd sem við miðum okkur við. Þetta verður stór þáttur í þeirri niðurstöðu sem við komumst að,“ segir Lilja. Nefnd sem Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla skilaði Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra, skýrslu í lok janúar. Þar er meðal annars lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta verði 11 prósent, að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar, að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar á efni, að undanþáguheimildir verði gefnar vegna textunar og talsetningar og að tryggt verði gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Dönsk stjórnvöld kynntu um daginn tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Lilja segist vera búin að kynna sér þær og að þær hafi verið ræddar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Eftir að fréttir birtust af tillögunum í dönskum fjölmiðlum sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að í Evrópu væru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. „Og ekki bara tímaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RUV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RUV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi,“ sagði Brynjar á Facebook. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun að tekjutap ríkisins vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur og breytinga á fjölmiðlaumhverfi þýði tekjutap sem nemur rúmum hálfum milljarði á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist horfa til alþjóðlegs umhverfis við vinnu á breytingum vegna starfsskilyrða fjölmiðla. „Ég er að horfa á öll Norðurlöndin og ég er líka að horfa á Breta sem eru með sterkt ríkissjónvarp, BBC. Nálgunin er alþjóðleg og það er alveg ljóst að við hlutfallslega erum að styrkja okkar einkareknu fjölmiðla minna en þau lönd sem við miðum okkur við. Þetta verður stór þáttur í þeirri niðurstöðu sem við komumst að,“ segir Lilja. Nefnd sem Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla skilaði Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra, skýrslu í lok janúar. Þar er meðal annars lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta verði 11 prósent, að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar, að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar á efni, að undanþáguheimildir verði gefnar vegna textunar og talsetningar og að tryggt verði gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Dönsk stjórnvöld kynntu um daginn tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Lilja segist vera búin að kynna sér þær og að þær hafi verið ræddar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Eftir að fréttir birtust af tillögunum í dönskum fjölmiðlum sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að í Evrópu væru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. „Og ekki bara tímaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RUV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RUV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi,“ sagði Brynjar á Facebook.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira