Segir að lífeyrissjóðirnir muni stórauka erlenda fjárfestingu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2018 19:45 Dósent við Háskóla Íslands telur að eignir íslensku lífeyrissjóðanna séu orðnar of miklar fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi. Ákjósanlegt væri að greiða hluta iðngjalda út jafnóðum. Seðlabankastjóri segir að lífeyrissjóðsgjöld kunni að vera orðin of há. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru tæplega fjögur þúsund milljarða króna samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Það samsvarar um einni og hálfri landsframleiðslu. Á fundi Kjarnans og Landssamtaka lífeyrissjóða í morgun var spurt hvort lífeyrissjóðirnir væru að verða of stórir fyrir Ísland. Gylfi Magnússon í viðskiptafræði við Háskóla Íslands telur að svo sé að einhverju leiti. „Það er æskilegra að stefna að aðeins minni sjóðssöfnun. Einfaldlega vegna þess að það verður mjög erfitt fyrir sjóðina að ávaxta sitt fé með ákjósanlegri ávöxtun. Ef sjóðirnir vaxa jafn mikið og stefnir í,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann telur að lausn á þessu sé svokallað gegnumstreymiskerfi. „Ég tel heppilegra að stefnt verði að aðeins minni vexti sjóðsöfnunarkerfisins. Og í staðinn verði byggð upp styrkari stoð sem kölluð verði gegnumstreymiskerfi þar sem hluti iðgjalda rennur jafnharðan til að greiða lífeyri frekar en til þess að kaupa verðbréf sem eru svo notuð til þess að greiða lífeyri einhvern tíma löngu síðar.“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mögulegt að iðgjöld séu orðin of há. „Það kann að vera að iðgjöld til lífeyrissjóða séu í einhverjum skilningi orðin of há,“ segir hann. Þorbjörn Guðmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir mikilvægt að stórauka erlenda fjárfestingu lífeyrissjóðanna, nú sé hún um 27% en ákjósanlegt hlutfall sé um 40%. „Lífeyrissjóðirnir munu stórauka erlendar fjárfestingar. Þeir gátu það ekki frá 2008 til 2017 og ef gjaldeyrishöftin hefðu ekki verið hefði hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna verið miklu hærra en það er í dag,“ segir Þorbjörn. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Varpa ljósi á umfang skuldsetningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Dósent við Háskóla Íslands telur að eignir íslensku lífeyrissjóðanna séu orðnar of miklar fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi. Ákjósanlegt væri að greiða hluta iðngjalda út jafnóðum. Seðlabankastjóri segir að lífeyrissjóðsgjöld kunni að vera orðin of há. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru tæplega fjögur þúsund milljarða króna samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Það samsvarar um einni og hálfri landsframleiðslu. Á fundi Kjarnans og Landssamtaka lífeyrissjóða í morgun var spurt hvort lífeyrissjóðirnir væru að verða of stórir fyrir Ísland. Gylfi Magnússon í viðskiptafræði við Háskóla Íslands telur að svo sé að einhverju leiti. „Það er æskilegra að stefna að aðeins minni sjóðssöfnun. Einfaldlega vegna þess að það verður mjög erfitt fyrir sjóðina að ávaxta sitt fé með ákjósanlegri ávöxtun. Ef sjóðirnir vaxa jafn mikið og stefnir í,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann telur að lausn á þessu sé svokallað gegnumstreymiskerfi. „Ég tel heppilegra að stefnt verði að aðeins minni vexti sjóðsöfnunarkerfisins. Og í staðinn verði byggð upp styrkari stoð sem kölluð verði gegnumstreymiskerfi þar sem hluti iðgjalda rennur jafnharðan til að greiða lífeyri frekar en til þess að kaupa verðbréf sem eru svo notuð til þess að greiða lífeyri einhvern tíma löngu síðar.“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mögulegt að iðgjöld séu orðin of há. „Það kann að vera að iðgjöld til lífeyrissjóða séu í einhverjum skilningi orðin of há,“ segir hann. Þorbjörn Guðmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir mikilvægt að stórauka erlenda fjárfestingu lífeyrissjóðanna, nú sé hún um 27% en ákjósanlegt hlutfall sé um 40%. „Lífeyrissjóðirnir munu stórauka erlendar fjárfestingar. Þeir gátu það ekki frá 2008 til 2017 og ef gjaldeyrishöftin hefðu ekki verið hefði hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna verið miklu hærra en það er í dag,“ segir Þorbjörn.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Varpa ljósi á umfang skuldsetningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira