Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2018 19:00 Sænska markvarðargoðsögnin Tomas Svensson, sem nú þjálfar marverði íslenska handboltalandsliðsins, segir að passa þurfi vel upp á hinn stórefnilega Viktor Gísla Hallgrímsson á meðan hann vex og dafnar. Svensson varð tvívegis heimsmeistari með Svíþjóð, þrisvar sinnum Evrópumeistari og vann Meistaradeildina sex sinnum með Barcelona á glæstum 22 ára löngum ferli. Hann þykir einn besti markvarðaþjálfari heims í dag, en Guðmundur Guðmundsson fékk hann til starfa með sér þegar að hann tók aftur við íslenska landsliðinu. Þetta er verkefni sem að hann er spenntur fyrir. „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem við erum að byrja á með ungt lið. Við verðum að hafa þolinmæði ef við ætlum að ná árangri en fyrst og fremst þurfum við að komast í gegnum umspilið í sumar. Þessi vika er því mikilvæg fyrir okkur þar sem við fáum þrjá góða leiki og verður áhugavert að sjá hvar við stöndum,“ segir Svensson. Svíar hafa búið til nokkra af bestu markvörðum sögunnar eins og Tomas sjálfan. Hann á mikið verk fyrir höndum hér á landi, ekki bara með landsliðinu heldur einnig þegar kemur að markvarðaþjálfun í heildina á Íslandi. „Ísland er ekki þekkt fyrir bestu markverði heims en hefur átt góða slíka í gegnum tíðina. Við getum orðið betri og það er hluti af mínu starfi. Ég þarf aðeins að kveikja undir markvarðaþjálfun á Íslandi,“ segir hann. Hinn 17 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram í Olís-deildinni, er sá efnilegasti sem að við eigum. Svensson segist hafa vitað af pilt og er spenntur fyrir að vinna með honum. Svona unga drengi þarf þó að passa vel upp á meðan að þeir þroskast og verða að karlmönnum. „Eins og allir sjá er hann gríðarlega hæfileikaríkur en hann er líka ungur. Við þurfum að passa upp á hann. Það vilja allir bita af Viktori; þrjú yngri landslið og félagsliðið. Það er auðvelt fyrir 18 ára stráka að segja bara já við alla sem vilja nota sig. Hann verður að fá að vaxa og dafna á næstu árum. Við verðum að passa hann. Það er það mikilvægasta. Hann er tæknilega góður en við þurfum að gera hann líkamlega betri. Hann er ekki nógu sterkur en það kemur. Tæknilega séð er hann frábær,“ segir Tomas Svensson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Sænska markvarðargoðsögnin Tomas Svensson, sem nú þjálfar marverði íslenska handboltalandsliðsins, segir að passa þurfi vel upp á hinn stórefnilega Viktor Gísla Hallgrímsson á meðan hann vex og dafnar. Svensson varð tvívegis heimsmeistari með Svíþjóð, þrisvar sinnum Evrópumeistari og vann Meistaradeildina sex sinnum með Barcelona á glæstum 22 ára löngum ferli. Hann þykir einn besti markvarðaþjálfari heims í dag, en Guðmundur Guðmundsson fékk hann til starfa með sér þegar að hann tók aftur við íslenska landsliðinu. Þetta er verkefni sem að hann er spenntur fyrir. „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem við erum að byrja á með ungt lið. Við verðum að hafa þolinmæði ef við ætlum að ná árangri en fyrst og fremst þurfum við að komast í gegnum umspilið í sumar. Þessi vika er því mikilvæg fyrir okkur þar sem við fáum þrjá góða leiki og verður áhugavert að sjá hvar við stöndum,“ segir Svensson. Svíar hafa búið til nokkra af bestu markvörðum sögunnar eins og Tomas sjálfan. Hann á mikið verk fyrir höndum hér á landi, ekki bara með landsliðinu heldur einnig þegar kemur að markvarðaþjálfun í heildina á Íslandi. „Ísland er ekki þekkt fyrir bestu markverði heims en hefur átt góða slíka í gegnum tíðina. Við getum orðið betri og það er hluti af mínu starfi. Ég þarf aðeins að kveikja undir markvarðaþjálfun á Íslandi,“ segir hann. Hinn 17 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram í Olís-deildinni, er sá efnilegasti sem að við eigum. Svensson segist hafa vitað af pilt og er spenntur fyrir að vinna með honum. Svona unga drengi þarf þó að passa vel upp á meðan að þeir þroskast og verða að karlmönnum. „Eins og allir sjá er hann gríðarlega hæfileikaríkur en hann er líka ungur. Við þurfum að passa upp á hann. Það vilja allir bita af Viktori; þrjú yngri landslið og félagsliðið. Það er auðvelt fyrir 18 ára stráka að segja bara já við alla sem vilja nota sig. Hann verður að fá að vaxa og dafna á næstu árum. Við verðum að passa hann. Það er það mikilvægasta. Hann er tæknilega góður en við þurfum að gera hann líkamlega betri. Hann er ekki nógu sterkur en það kemur. Tæknilega séð er hann frábær,“ segir Tomas Svensson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira