Færist í aukana að áhrifavaldar biðji um vörur frítt: „Þetta er nánast orðið látlaust“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 23. janúar 2018 11:00 Anna Jónsdóttir (t.v.) og Erna Hreinsdóttir (t.h.). Þær segja báðar að beiðnir áhrifavalda á samfélagsmiðlum um fríar vörur hafi færst í aukana. vísir/samsett Dæmi eru fyrir því að vinsælir notendur samfélagsmiðlanna Snapchat og Instagram sjái sér leik á borði og reyni að kría út vörur frítt hjá fyrirtækjum sem þekkt eru fyrir að auglýsa á þeim vettvangi. Erna Hreinsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Pippa.is, segir fyrirspurnir af þessu tagi hafa færst í aukana undanfarið og að ekki sé hægt að ganga að því vísu að varan verði í raun auglýst á miðlunum. „Það er rosalega mikið suðað um að fá eitthvað frítt,“ segir Erna í samtali við Vísi en hún vakti upphaflega athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Í færslu sinni vitnar Erna í frétt á vefmiðlinum Independent þar sem segir frá því að lúxushótel í Dublin á Írlandi hafi ákveðið að hætta öllu samstarfi við samfélagsmiðlastjörnur eftir að því barst póstur frá einni slíkri sem óskaði eftir því að fá fría gistingu í fimm nætur gegn því að hún myndi birta upplifun sína á Instagram og YouTube.Hefur lent í svikum „áhrifavalda“Erna tekur það fram að hún hafi trú á auglýsingum í gegnum samstarf fyrirtækja og þeirra sem stundum eru kallaðir „áhrifavaldar“. „Ég hef alveg trú á svona auglýsingum og hef nýtt mér þetta sjálf. Við höfum þá aðallega verið í samstarfi við þekktar stjörnur á miðlunum sem gera þetta vel,“ segir hún og bætir við að það hafi færst í aukana að minna þekktir notendur miðlanna séu farnir að krefjast þess að fá sendar til sín vörur og að þeim finnist það svo gott sem sjálfsagt. „Þetta er nánast orðið látlaust og við höfum ekki undan því að svara svona fyrirspurnum.“ Þá segist hún einnig hafa lent í því að taka áhættu og senda vörur til einhvers í þeirri trú að þær yrðu auglýstar en síðan hafi ekkert gerst. „Við höfum verið liðlegar og sent vörur á ákveðna aðila en síðan hefur ekkert gerst. Þá er í raun lítið annað hægt að gera nema að sleppa öllu frekara samstarfi við þá einstaklinga.“ Hér má sjá skjáskot af Facebook-færslu Ernu.skjáskot/facebook„Þetta fer svolítið í taugarnar á mér“Rakel Hlín Bergsdóttir sem á og rekur húsgagna- og gjafavöruverslun Snúruna hefur einnig tekið eftir þessu. „Við fáum mjög margar fyrirspurnir og það er í raun alltaf eitthvað á hverjum degi,“ segir Rakel og tekur fram að þetta hafi færst í aukana. Hún kýs þó að líta á kostina frekar heldur en gallana við auglýsingar á samfélagsmiðlum. „Við teljum að það geti komið gott út úr þessu, en viljum ekki blekkja neytendur. Þeir eiga skilið að fá að vita að um samstarf sé að ræða,“ segir Rakel að lokum. Þá segist Anna Jónsdóttir hafa orðið var aukningu í fyrirspurnum um fría gistingu frá erlendum samfélagsmiðlanotendum, en hún rekur Puffin Hótel í Vík. „Þetta fer svolítið í taugarnar á mér. Þetta er auðvitað mismunandi eftir mánuðum en við höfum lent mest í þessu yfir vetrarmánuðina,“ segir Anna og bætir við að hún hafi látið á þetta reyna. „Ég prófaði að bjóða einhverjum þremur fría gistingu en fékk bara eina umsögn til baka. Ég hugsaði bara „æi hvað ég er vitlaus“ og svo ákváðum við að vera ekki að samþykkja svona.“ Hún fær þónokkrar fyrirspurnir í hverjum mánuði og segist ekki þora öðru en að svara þeim með kurteisi af ótta við það að hótelið verði tekið fyrir í umfjöllun viðkomandi.Umræðan um duldar auglýsingarÞó svo að stór hluti snappara og Instagram-notenda birti þann fyrirvara til áhorfenda sinna að um auglýsingu sé að ræða eru þónokkrir sem notast við duldar auglýsingar í samstarfi sínu við fyrirtæki. Vilja margir meina að um óheiðarlega aðferð sé að ræða. Þá ber þess að geta að slíkar auglýsingar eru bannaðar á Íslandi. Samkvæmt sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu skulu auglýsingar þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða. Skulu þær skýrt aðgreindar frá öðru efni fjölmiðla. Þá mega auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra. Þá kemur eftirfarandi meðal annars fram í leiðbeiningum frá Neytendastofu:Ef greitt er fyrir eða annað endurgjald veitt fyrir að setja inn mynd af vöru/þjónustu þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Ef viðkomandi fékk sendar vörur og skrifar um það þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Það sama gildir ef þú færð lánaðar vörur til þess að fjalla um í innleggi.Það sama gildir óháð því hvort viðkomandi hafði samband við fyrirtækið eða fyrirtækið hafði samband við viðkomandi.Ef fyrirtæki starfrækir og rekur eigin vefsíðu, bloggsíðu eða prófíl á samfélagsmiðli þá þarf að koma skýrt fram að það sé fyrirtækið sem starfrækir og rekur vefsvæðið.Það skiptir ekki máli að engin skylda sé til þess að skrifa um vöruna/þjónustuna eða að umfjöllunin lýsi raunverulegum skoðunum þess sem skrifar. Neytendur Tengdar fréttir „Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30 Vekur athygli á að sumir kaupa vinsældir Förðunarfræðingurinn Lilja Þorvarðardóttir vill vekja athygli á að tiltölulega auðvelt er að kaupa sér fylgjendur á samfélagsmiðlum. Hún segir algengt að svokallaðir áhrifavaldar kaupi sér fylgjendur og fái svo auglýsingatækifæri og tekjur út á fjölda fylgja. 4. janúar 2018 10:30 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Dæmi eru fyrir því að vinsælir notendur samfélagsmiðlanna Snapchat og Instagram sjái sér leik á borði og reyni að kría út vörur frítt hjá fyrirtækjum sem þekkt eru fyrir að auglýsa á þeim vettvangi. Erna Hreinsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Pippa.is, segir fyrirspurnir af þessu tagi hafa færst í aukana undanfarið og að ekki sé hægt að ganga að því vísu að varan verði í raun auglýst á miðlunum. „Það er rosalega mikið suðað um að fá eitthvað frítt,“ segir Erna í samtali við Vísi en hún vakti upphaflega athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Í færslu sinni vitnar Erna í frétt á vefmiðlinum Independent þar sem segir frá því að lúxushótel í Dublin á Írlandi hafi ákveðið að hætta öllu samstarfi við samfélagsmiðlastjörnur eftir að því barst póstur frá einni slíkri sem óskaði eftir því að fá fría gistingu í fimm nætur gegn því að hún myndi birta upplifun sína á Instagram og YouTube.Hefur lent í svikum „áhrifavalda“Erna tekur það fram að hún hafi trú á auglýsingum í gegnum samstarf fyrirtækja og þeirra sem stundum eru kallaðir „áhrifavaldar“. „Ég hef alveg trú á svona auglýsingum og hef nýtt mér þetta sjálf. Við höfum þá aðallega verið í samstarfi við þekktar stjörnur á miðlunum sem gera þetta vel,“ segir hún og bætir við að það hafi færst í aukana að minna þekktir notendur miðlanna séu farnir að krefjast þess að fá sendar til sín vörur og að þeim finnist það svo gott sem sjálfsagt. „Þetta er nánast orðið látlaust og við höfum ekki undan því að svara svona fyrirspurnum.“ Þá segist hún einnig hafa lent í því að taka áhættu og senda vörur til einhvers í þeirri trú að þær yrðu auglýstar en síðan hafi ekkert gerst. „Við höfum verið liðlegar og sent vörur á ákveðna aðila en síðan hefur ekkert gerst. Þá er í raun lítið annað hægt að gera nema að sleppa öllu frekara samstarfi við þá einstaklinga.“ Hér má sjá skjáskot af Facebook-færslu Ernu.skjáskot/facebook„Þetta fer svolítið í taugarnar á mér“Rakel Hlín Bergsdóttir sem á og rekur húsgagna- og gjafavöruverslun Snúruna hefur einnig tekið eftir þessu. „Við fáum mjög margar fyrirspurnir og það er í raun alltaf eitthvað á hverjum degi,“ segir Rakel og tekur fram að þetta hafi færst í aukana. Hún kýs þó að líta á kostina frekar heldur en gallana við auglýsingar á samfélagsmiðlum. „Við teljum að það geti komið gott út úr þessu, en viljum ekki blekkja neytendur. Þeir eiga skilið að fá að vita að um samstarf sé að ræða,“ segir Rakel að lokum. Þá segist Anna Jónsdóttir hafa orðið var aukningu í fyrirspurnum um fría gistingu frá erlendum samfélagsmiðlanotendum, en hún rekur Puffin Hótel í Vík. „Þetta fer svolítið í taugarnar á mér. Þetta er auðvitað mismunandi eftir mánuðum en við höfum lent mest í þessu yfir vetrarmánuðina,“ segir Anna og bætir við að hún hafi látið á þetta reyna. „Ég prófaði að bjóða einhverjum þremur fría gistingu en fékk bara eina umsögn til baka. Ég hugsaði bara „æi hvað ég er vitlaus“ og svo ákváðum við að vera ekki að samþykkja svona.“ Hún fær þónokkrar fyrirspurnir í hverjum mánuði og segist ekki þora öðru en að svara þeim með kurteisi af ótta við það að hótelið verði tekið fyrir í umfjöllun viðkomandi.Umræðan um duldar auglýsingarÞó svo að stór hluti snappara og Instagram-notenda birti þann fyrirvara til áhorfenda sinna að um auglýsingu sé að ræða eru þónokkrir sem notast við duldar auglýsingar í samstarfi sínu við fyrirtæki. Vilja margir meina að um óheiðarlega aðferð sé að ræða. Þá ber þess að geta að slíkar auglýsingar eru bannaðar á Íslandi. Samkvæmt sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu skulu auglýsingar þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða. Skulu þær skýrt aðgreindar frá öðru efni fjölmiðla. Þá mega auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra. Þá kemur eftirfarandi meðal annars fram í leiðbeiningum frá Neytendastofu:Ef greitt er fyrir eða annað endurgjald veitt fyrir að setja inn mynd af vöru/þjónustu þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Ef viðkomandi fékk sendar vörur og skrifar um það þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Það sama gildir ef þú færð lánaðar vörur til þess að fjalla um í innleggi.Það sama gildir óháð því hvort viðkomandi hafði samband við fyrirtækið eða fyrirtækið hafði samband við viðkomandi.Ef fyrirtæki starfrækir og rekur eigin vefsíðu, bloggsíðu eða prófíl á samfélagsmiðli þá þarf að koma skýrt fram að það sé fyrirtækið sem starfrækir og rekur vefsvæðið.Það skiptir ekki máli að engin skylda sé til þess að skrifa um vöruna/þjónustuna eða að umfjöllunin lýsi raunverulegum skoðunum þess sem skrifar.
Neytendur Tengdar fréttir „Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30 Vekur athygli á að sumir kaupa vinsældir Förðunarfræðingurinn Lilja Þorvarðardóttir vill vekja athygli á að tiltölulega auðvelt er að kaupa sér fylgjendur á samfélagsmiðlum. Hún segir algengt að svokallaðir áhrifavaldar kaupi sér fylgjendur og fái svo auglýsingatækifæri og tekjur út á fjölda fylgja. 4. janúar 2018 10:30 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30
Vekur athygli á að sumir kaupa vinsældir Förðunarfræðingurinn Lilja Þorvarðardóttir vill vekja athygli á að tiltölulega auðvelt er að kaupa sér fylgjendur á samfélagsmiðlum. Hún segir algengt að svokallaðir áhrifavaldar kaupi sér fylgjendur og fái svo auglýsingatækifæri og tekjur út á fjölda fylgja. 4. janúar 2018 10:30
Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent