Málefnalegt svar við skýrslu um jarðstrengi á Vestfjörðum Eymundur Sigurðsson og Jón Skafti Gestsson og Ólöf Helgadóttir skrifa 12. janúar 2018 13:40 Nýverið lét Landvernd vinna fyrir sig skýrslu um raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og vildi með því hvetja til málefnalegrar umræðu um flutningsmál raforku. Undirrituð fagna þessari hvatningu Landverndar. Við viljum því gera athugasemdir við þau atriði skýrslunnar sem orka tvímælis, eru afvegaleiðandi eða beinlínis röng. Skýrsla Metsco sem fjallar um Vestfirði er mjög almenns eðlis og tekur lítið sem ekkert tillit til aðstæðna á Vestfjörðum, hvorki jarðfræði né aðstæðum í raforkukerfi. Slikt getur verið afvegaleiðandi þar sem aðstæður í umhverfi og raforkukerfi hafa mikil áhrif á lagningu jarðstrengja. Skýrsluhöfundar fara til dæmis rangt með mikilvæg atriði raforkukerfisins á Vestfjörðum. Því er haldið fram að einungis einn spennir sé í tengivirki Landsnets í við Mjólká. Það er rangt. Nýjum spenni var bætt við til að bæta afhendingaröryggi og hann tekinn í rekstur í janúar 2017. Þá er að skilja á umfjöllun um áreiðanleika að (N-1) afhendingaröryggi á Vestfjörðum sé náð fram í gegnum flutningskerfið. Svo er ekki. Á þeim hluta Vestfjarða sem það öryggi hefur náðst er það með díeslvaraaflstöðvum. Staðhæfing um að Hvalárvirkjun auki ekki afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum er órökstudd. Að minnska kosti hluti bilana sem leiða til skerðinga í núverandi kerfi myndu ekki gera það ef Hvalárvirkjunar nyti við. Samkvæmt upplýsingum á skýringarmynd í skýrslunni fækkar bilanatilvikum um að minnsta kosti 14%. Hlutfallið ræðst af tengipunkti við kerfið sem hefur ekki verið ákveðinn. Skýrsluhöfundar birta í samantektarkafla villandi framsetningu á áreiðanleika. Réttara er að nota tiltæki í stað bilanatíðni eins og gert er. Tiltæki línu er skilgreint sem bilanatíðni*viðgerðartími en skýrsluhöfundar taka viðgerðartíma ekki með í reikninginn. Á þessum grundvelli hefur Landvernd byggt staðhæfingar sínar að afhendingaröryggi tífaldist. Skýrsluhöfundar birta tölur um tiltæki í töflu 4 í meginmáli skýrslunnar en tölurnar stemma ekki. Skýrsluhöfundar nefna 5-9 daga sem dæmigerðan viðgerðartíma jarðstrengja. Það myndi hvarvetna þykja góður árangur. Til samanburðar má nefna að þegar bilun varð í streng frá Nesjavallavirkjun tók viðgerð á honum um þrjár vikur. Sá strengur er að öllu leyti betur í sveit settur en ef hann væri á Vestfjörðum hvað varðar aðgengi viðbragðsaðila, staðhætti og veðurfar. Skýrsluhöfundar blanda saman á villandi hátt dreifi- og flutningskerfum. Í umfjöllun sinni um útbreitt rafmagnsleysi vegna stórveðra á Vestfjörðum árin 1991, 1995 og 2012 eru teknir til fjöldi brotinna staura í dreifikerfi RARIK. Slík áföll eru auðvitað kostnaðarsöm, því er ekki að neita, en kerfi RARIK er annað en kerfi Landsnets og það er Landsnet sem sér um þær flutningslínur sem verið er að leggja til að verði lagðar í jarðstreng. Hér er því verið að bera saman ólíka hluti. Í skýrslunni er nefnt að tæknileg vandamál sem fylgja strenglögnum séu leysanleg. Það er rétt en afar kostnaðarsamt. Flest öll tæknileg vandamál í flutningskerfum má leysa ef fjármál eru ekki takmarkandi þáttur. Þetta er því afvegaleiðandi framsetning. Í því samhengi er það mat okkar að kostnaður við lagningu jarðstrengja sé klárlega vanmetinn. Sérstaklega þegar kemur að kostnaði við jarðvinnu. Vísað er til þess að kostnaður við lagningu strengs sé venjulega þrisvar sinnum hærri en kostnaður við strenginn sjálfan. Það eru alþjóðleg meðaltöl en að jafnaði eru jarðvegsaðstæður mikið heppilegri en á Vestfjörðum. Fyrir liggur að stóran hluta leiðarinnar yrði að sprengja niður í klöpp oft við erfiðar aðstæður á stórgrýttu hálendi. Slíkt er margfalt dýrara og tímafrekara en að plægja niður streng í jarðvegsríku landi. Umhverfisspjöllin sem fylgja slíkri strenglögn eru svo önnur saga. Samanburður á kostnaði við töp í kerfinu við stofnkostnað og töp í breyttu kerfi er óskýr, sérstaklega vantar þátt fjármagnskostnaðar. Ekkert er rætt um förgun í lok líftíma flutningslína. Hér hafa verið talin upp nokkur af þeim atriðiðum í skýrslu Metsco, sem undirrituð telja röng eða villandi. Mikilvægt er að fara nánar yfir þau atriði og önnur mikilvæg mál þessu tengd í framhaldinu. Það er hins vegar gleðiefni að hafin er málefnaleg umræða um raforkuflutning. Vonandi er þetta upphaf að slíkri umræðu.Eymundur Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur hjá LotuJón Skafti Gestsson, orku- og umhverfishagfræðingur hjá LotuÓlöf Helgadóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Mest lesið Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson Skoðun Samkennd samfélags Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Íþróttahreyfingin og gerviverktaka Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Þeir borga sem nota! Tómas Kristjánsson Skoðun Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson Skoðun Óttinn við íslensku rafkrónuna Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir Skoðun Taugatýpísk forréttindi Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Áskorun til Sjúkratrygginga Íslands – hugsum í lausnum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin og gerviverktaka Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Óttinn við íslensku rafkrónuna Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Sjúkratrygginga Íslands – hugsum í lausnum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Afnemum launamisrétti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Hvað hefur Ísland gert? Katla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf almennings og neytenda til sjálfbærnimála fyrirtækja og stofnana skiptir miklu máli Soffía Sigurgeirsdóttir,Trausti Haraldsson skrifar Skoðun Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson skrifar Skoðun Taugatýpísk forréttindi Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Þeir borga sem nota! Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samkennd samfélags Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun „Heimferða- og fylgdadeild“ Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Til varnar mennsku kúgarans Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar Skoðun Þegar ómennskan vitnar í lög Bubbi Morthens skrifar Skoðun Engum til sóma Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Góðan daginn, ég ætla að fá … ENGLISH PLEASE! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vernd náttúrunnar er ákvörðun Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hver er okkar ábyrgð á ofbeldi meðal barna Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Má ekkert gera fyrir millistéttina? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Háskólinn sveik stúdenta um góðar samgöngur Guðni Thorlacius,Katla Ólafsdóttir skrifar Skoðun „Bara“ kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin slæst við elda: Hvar er Alþingi? Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Yazan Tamimi – spegill á sjálfsmynd þjóðar Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Hvað er niðurskurðarstefna? Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin liggur í bættri nýtingu auðlinda Helga Kristín Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggi sjúklinga – gerum og greinum betur Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Nýverið lét Landvernd vinna fyrir sig skýrslu um raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og vildi með því hvetja til málefnalegrar umræðu um flutningsmál raforku. Undirrituð fagna þessari hvatningu Landverndar. Við viljum því gera athugasemdir við þau atriði skýrslunnar sem orka tvímælis, eru afvegaleiðandi eða beinlínis röng. Skýrsla Metsco sem fjallar um Vestfirði er mjög almenns eðlis og tekur lítið sem ekkert tillit til aðstæðna á Vestfjörðum, hvorki jarðfræði né aðstæðum í raforkukerfi. Slikt getur verið afvegaleiðandi þar sem aðstæður í umhverfi og raforkukerfi hafa mikil áhrif á lagningu jarðstrengja. Skýrsluhöfundar fara til dæmis rangt með mikilvæg atriði raforkukerfisins á Vestfjörðum. Því er haldið fram að einungis einn spennir sé í tengivirki Landsnets í við Mjólká. Það er rangt. Nýjum spenni var bætt við til að bæta afhendingaröryggi og hann tekinn í rekstur í janúar 2017. Þá er að skilja á umfjöllun um áreiðanleika að (N-1) afhendingaröryggi á Vestfjörðum sé náð fram í gegnum flutningskerfið. Svo er ekki. Á þeim hluta Vestfjarða sem það öryggi hefur náðst er það með díeslvaraaflstöðvum. Staðhæfing um að Hvalárvirkjun auki ekki afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum er órökstudd. Að minnska kosti hluti bilana sem leiða til skerðinga í núverandi kerfi myndu ekki gera það ef Hvalárvirkjunar nyti við. Samkvæmt upplýsingum á skýringarmynd í skýrslunni fækkar bilanatilvikum um að minnsta kosti 14%. Hlutfallið ræðst af tengipunkti við kerfið sem hefur ekki verið ákveðinn. Skýrsluhöfundar birta í samantektarkafla villandi framsetningu á áreiðanleika. Réttara er að nota tiltæki í stað bilanatíðni eins og gert er. Tiltæki línu er skilgreint sem bilanatíðni*viðgerðartími en skýrsluhöfundar taka viðgerðartíma ekki með í reikninginn. Á þessum grundvelli hefur Landvernd byggt staðhæfingar sínar að afhendingaröryggi tífaldist. Skýrsluhöfundar birta tölur um tiltæki í töflu 4 í meginmáli skýrslunnar en tölurnar stemma ekki. Skýrsluhöfundar nefna 5-9 daga sem dæmigerðan viðgerðartíma jarðstrengja. Það myndi hvarvetna þykja góður árangur. Til samanburðar má nefna að þegar bilun varð í streng frá Nesjavallavirkjun tók viðgerð á honum um þrjár vikur. Sá strengur er að öllu leyti betur í sveit settur en ef hann væri á Vestfjörðum hvað varðar aðgengi viðbragðsaðila, staðhætti og veðurfar. Skýrsluhöfundar blanda saman á villandi hátt dreifi- og flutningskerfum. Í umfjöllun sinni um útbreitt rafmagnsleysi vegna stórveðra á Vestfjörðum árin 1991, 1995 og 2012 eru teknir til fjöldi brotinna staura í dreifikerfi RARIK. Slík áföll eru auðvitað kostnaðarsöm, því er ekki að neita, en kerfi RARIK er annað en kerfi Landsnets og það er Landsnet sem sér um þær flutningslínur sem verið er að leggja til að verði lagðar í jarðstreng. Hér er því verið að bera saman ólíka hluti. Í skýrslunni er nefnt að tæknileg vandamál sem fylgja strenglögnum séu leysanleg. Það er rétt en afar kostnaðarsamt. Flest öll tæknileg vandamál í flutningskerfum má leysa ef fjármál eru ekki takmarkandi þáttur. Þetta er því afvegaleiðandi framsetning. Í því samhengi er það mat okkar að kostnaður við lagningu jarðstrengja sé klárlega vanmetinn. Sérstaklega þegar kemur að kostnaði við jarðvinnu. Vísað er til þess að kostnaður við lagningu strengs sé venjulega þrisvar sinnum hærri en kostnaður við strenginn sjálfan. Það eru alþjóðleg meðaltöl en að jafnaði eru jarðvegsaðstæður mikið heppilegri en á Vestfjörðum. Fyrir liggur að stóran hluta leiðarinnar yrði að sprengja niður í klöpp oft við erfiðar aðstæður á stórgrýttu hálendi. Slíkt er margfalt dýrara og tímafrekara en að plægja niður streng í jarðvegsríku landi. Umhverfisspjöllin sem fylgja slíkri strenglögn eru svo önnur saga. Samanburður á kostnaði við töp í kerfinu við stofnkostnað og töp í breyttu kerfi er óskýr, sérstaklega vantar þátt fjármagnskostnaðar. Ekkert er rætt um förgun í lok líftíma flutningslína. Hér hafa verið talin upp nokkur af þeim atriðiðum í skýrslu Metsco, sem undirrituð telja röng eða villandi. Mikilvægt er að fara nánar yfir þau atriði og önnur mikilvæg mál þessu tengd í framhaldinu. Það er hins vegar gleðiefni að hafin er málefnaleg umræða um raforkuflutning. Vonandi er þetta upphaf að slíkri umræðu.Eymundur Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur hjá LotuJón Skafti Gestsson, orku- og umhverfishagfræðingur hjá LotuÓlöf Helgadóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu
Skoðun Viðhorf almennings og neytenda til sjálfbærnimála fyrirtækja og stofnana skiptir miklu máli Soffía Sigurgeirsdóttir,Trausti Haraldsson skrifar