Við getum sýnt heiminum hvernig á að nýta jarðhita Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2018 20:30 Lúðvík S. Georgsson, skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Risasamningar Reykjavík Geothermal við Eþíópíumenn eru stórkostlegt tækifæri fyrir Íslendinga, að mati skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi nemendur skólans, sem lært hafa á Íslandi, gegna nú margir lykilstöðum í jarðhitavæðingu þróunarlanda. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lúðvík S. Georgsson, skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, og tvo nemendur skólans. Frá árinu 1979 hafa alls 670 nemendur frá 60 löndum úr öllum heimsálfum sótt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hjá Orkustofnun við Grensásveg. Nemendahóparnir hafa verið 40 talsins á tæpum 40 árum. Þar gleðja fréttir af risasamningum Reykjavík Geothermal við stjórnvöld í Eþíópíu. „Þetta er náttúrlega stórkostlegt tækifæri sem við Íslendingar fáum þarna. Við erum búnir að bíða eftir þessu í nokkur ár að Reykjavík Geothermal nái að klára þessa samninga. Þetta er brautryðjandi samningur þar og þeir eru oft erfiðir. En nú er þetta í höfn,“ segir Lúðvík. Jarðhitaskólinn hefur kennt fjölda nemenda frá Eþíópíu. „Það er það land í Afríku, fyrir utan Kenýa, sem við höfum stutt best við. Þetta þýðir auðvitað það að í framtíðinni þarf Jarðhitaskólinn að gera ennþá meira fyrir Eþíópíu,“ segir Lúðvík.Samuel Ng'ang'a, borverkfræðingur frá Kenýa, er í meistaranámi í jarðhitaborun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í skólanum hittum við á tvo nemendur sem báðir eru í meistaranámi, en alls hafa um sextíu nemendur Jarðhitaskólans stundað meistara- og doktorsnám í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Samuel Ng‘ang‘a borverkfræðingur frá Kenýa er að læra um jarðhitaboranir í gegnum ÍSOR. „Við lærum svo mikið. Ég var hérna á sex mánaða námskeiði 2014. Það var hvatning fyrir mig að koma aftur í meistaranám,“ segir Samuel. Irma Khoirunissa umhverfisfræðingur kemur frá Indónesíu til að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum og hyggst miðla þeirri þekkingu áfram til síns heimalands. „Í Indónesíu eru engar reglur um hvernig eigi að taka á útblæstri, til dæmis vegna fólks sem býr nálægt virkjunum. Hérna á Íslandi hafa stjórnvöld ákveðna stefnu,“ segir Irma.Irma Khoirunissa, umhverfisfræðingur frá Indónesíu, er að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Skólastjóri Jarðhitaskólans segir fjölda fyrrverandi nemenda nú í áhrifastöðum við jarðhitanýtingu í sínum heimalöndum. Hann nefnir sem dæmi stórt hitaveituverkefni í Kína. Þar að baki séu fyrrverandi nemendur skólans í lykilstöðum, bæði innan stjórnkerfisins og þess fyrirtækis sem leiði framkvæmdirnar. Aðrar þjóðir horfi til Íslands þegar komi að nýtingu jarðhitans. „Við höfum alla þekkinguna og getum virkilega sýnt heiminum hvernig á að standa að nýtingu jarðhitans,“ segir Lúðvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00 Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Risasamningar Reykjavík Geothermal við Eþíópíumenn eru stórkostlegt tækifæri fyrir Íslendinga, að mati skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi nemendur skólans, sem lært hafa á Íslandi, gegna nú margir lykilstöðum í jarðhitavæðingu þróunarlanda. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lúðvík S. Georgsson, skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, og tvo nemendur skólans. Frá árinu 1979 hafa alls 670 nemendur frá 60 löndum úr öllum heimsálfum sótt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hjá Orkustofnun við Grensásveg. Nemendahóparnir hafa verið 40 talsins á tæpum 40 árum. Þar gleðja fréttir af risasamningum Reykjavík Geothermal við stjórnvöld í Eþíópíu. „Þetta er náttúrlega stórkostlegt tækifæri sem við Íslendingar fáum þarna. Við erum búnir að bíða eftir þessu í nokkur ár að Reykjavík Geothermal nái að klára þessa samninga. Þetta er brautryðjandi samningur þar og þeir eru oft erfiðir. En nú er þetta í höfn,“ segir Lúðvík. Jarðhitaskólinn hefur kennt fjölda nemenda frá Eþíópíu. „Það er það land í Afríku, fyrir utan Kenýa, sem við höfum stutt best við. Þetta þýðir auðvitað það að í framtíðinni þarf Jarðhitaskólinn að gera ennþá meira fyrir Eþíópíu,“ segir Lúðvík.Samuel Ng'ang'a, borverkfræðingur frá Kenýa, er í meistaranámi í jarðhitaborun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í skólanum hittum við á tvo nemendur sem báðir eru í meistaranámi, en alls hafa um sextíu nemendur Jarðhitaskólans stundað meistara- og doktorsnám í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Samuel Ng‘ang‘a borverkfræðingur frá Kenýa er að læra um jarðhitaboranir í gegnum ÍSOR. „Við lærum svo mikið. Ég var hérna á sex mánaða námskeiði 2014. Það var hvatning fyrir mig að koma aftur í meistaranám,“ segir Samuel. Irma Khoirunissa umhverfisfræðingur kemur frá Indónesíu til að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum og hyggst miðla þeirri þekkingu áfram til síns heimalands. „Í Indónesíu eru engar reglur um hvernig eigi að taka á útblæstri, til dæmis vegna fólks sem býr nálægt virkjunum. Hérna á Íslandi hafa stjórnvöld ákveðna stefnu,“ segir Irma.Irma Khoirunissa, umhverfisfræðingur frá Indónesíu, er að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Skólastjóri Jarðhitaskólans segir fjölda fyrrverandi nemenda nú í áhrifastöðum við jarðhitanýtingu í sínum heimalöndum. Hann nefnir sem dæmi stórt hitaveituverkefni í Kína. Þar að baki séu fyrrverandi nemendur skólans í lykilstöðum, bæði innan stjórnkerfisins og þess fyrirtækis sem leiði framkvæmdirnar. Aðrar þjóðir horfi til Íslands þegar komi að nýtingu jarðhitans. „Við höfum alla þekkinguna og getum virkilega sýnt heiminum hvernig á að standa að nýtingu jarðhitans,“ segir Lúðvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00 Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00
Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent