Við getum sýnt heiminum hvernig á að nýta jarðhita Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2018 20:30 Lúðvík S. Georgsson, skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Risasamningar Reykjavík Geothermal við Eþíópíumenn eru stórkostlegt tækifæri fyrir Íslendinga, að mati skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi nemendur skólans, sem lært hafa á Íslandi, gegna nú margir lykilstöðum í jarðhitavæðingu þróunarlanda. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lúðvík S. Georgsson, skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, og tvo nemendur skólans. Frá árinu 1979 hafa alls 670 nemendur frá 60 löndum úr öllum heimsálfum sótt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hjá Orkustofnun við Grensásveg. Nemendahóparnir hafa verið 40 talsins á tæpum 40 árum. Þar gleðja fréttir af risasamningum Reykjavík Geothermal við stjórnvöld í Eþíópíu. „Þetta er náttúrlega stórkostlegt tækifæri sem við Íslendingar fáum þarna. Við erum búnir að bíða eftir þessu í nokkur ár að Reykjavík Geothermal nái að klára þessa samninga. Þetta er brautryðjandi samningur þar og þeir eru oft erfiðir. En nú er þetta í höfn,“ segir Lúðvík. Jarðhitaskólinn hefur kennt fjölda nemenda frá Eþíópíu. „Það er það land í Afríku, fyrir utan Kenýa, sem við höfum stutt best við. Þetta þýðir auðvitað það að í framtíðinni þarf Jarðhitaskólinn að gera ennþá meira fyrir Eþíópíu,“ segir Lúðvík.Samuel Ng'ang'a, borverkfræðingur frá Kenýa, er í meistaranámi í jarðhitaborun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í skólanum hittum við á tvo nemendur sem báðir eru í meistaranámi, en alls hafa um sextíu nemendur Jarðhitaskólans stundað meistara- og doktorsnám í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Samuel Ng‘ang‘a borverkfræðingur frá Kenýa er að læra um jarðhitaboranir í gegnum ÍSOR. „Við lærum svo mikið. Ég var hérna á sex mánaða námskeiði 2014. Það var hvatning fyrir mig að koma aftur í meistaranám,“ segir Samuel. Irma Khoirunissa umhverfisfræðingur kemur frá Indónesíu til að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum og hyggst miðla þeirri þekkingu áfram til síns heimalands. „Í Indónesíu eru engar reglur um hvernig eigi að taka á útblæstri, til dæmis vegna fólks sem býr nálægt virkjunum. Hérna á Íslandi hafa stjórnvöld ákveðna stefnu,“ segir Irma.Irma Khoirunissa, umhverfisfræðingur frá Indónesíu, er að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Skólastjóri Jarðhitaskólans segir fjölda fyrrverandi nemenda nú í áhrifastöðum við jarðhitanýtingu í sínum heimalöndum. Hann nefnir sem dæmi stórt hitaveituverkefni í Kína. Þar að baki séu fyrrverandi nemendur skólans í lykilstöðum, bæði innan stjórnkerfisins og þess fyrirtækis sem leiði framkvæmdirnar. Aðrar þjóðir horfi til Íslands þegar komi að nýtingu jarðhitans. „Við höfum alla þekkinguna og getum virkilega sýnt heiminum hvernig á að standa að nýtingu jarðhitans,“ segir Lúðvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00 Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Play sé ekki að fara á hausinn Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Ellison klórar í hælana á Musk Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Risasamningar Reykjavík Geothermal við Eþíópíumenn eru stórkostlegt tækifæri fyrir Íslendinga, að mati skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi nemendur skólans, sem lært hafa á Íslandi, gegna nú margir lykilstöðum í jarðhitavæðingu þróunarlanda. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lúðvík S. Georgsson, skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, og tvo nemendur skólans. Frá árinu 1979 hafa alls 670 nemendur frá 60 löndum úr öllum heimsálfum sótt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hjá Orkustofnun við Grensásveg. Nemendahóparnir hafa verið 40 talsins á tæpum 40 árum. Þar gleðja fréttir af risasamningum Reykjavík Geothermal við stjórnvöld í Eþíópíu. „Þetta er náttúrlega stórkostlegt tækifæri sem við Íslendingar fáum þarna. Við erum búnir að bíða eftir þessu í nokkur ár að Reykjavík Geothermal nái að klára þessa samninga. Þetta er brautryðjandi samningur þar og þeir eru oft erfiðir. En nú er þetta í höfn,“ segir Lúðvík. Jarðhitaskólinn hefur kennt fjölda nemenda frá Eþíópíu. „Það er það land í Afríku, fyrir utan Kenýa, sem við höfum stutt best við. Þetta þýðir auðvitað það að í framtíðinni þarf Jarðhitaskólinn að gera ennþá meira fyrir Eþíópíu,“ segir Lúðvík.Samuel Ng'ang'a, borverkfræðingur frá Kenýa, er í meistaranámi í jarðhitaborun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í skólanum hittum við á tvo nemendur sem báðir eru í meistaranámi, en alls hafa um sextíu nemendur Jarðhitaskólans stundað meistara- og doktorsnám í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Samuel Ng‘ang‘a borverkfræðingur frá Kenýa er að læra um jarðhitaboranir í gegnum ÍSOR. „Við lærum svo mikið. Ég var hérna á sex mánaða námskeiði 2014. Það var hvatning fyrir mig að koma aftur í meistaranám,“ segir Samuel. Irma Khoirunissa umhverfisfræðingur kemur frá Indónesíu til að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum og hyggst miðla þeirri þekkingu áfram til síns heimalands. „Í Indónesíu eru engar reglur um hvernig eigi að taka á útblæstri, til dæmis vegna fólks sem býr nálægt virkjunum. Hérna á Íslandi hafa stjórnvöld ákveðna stefnu,“ segir Irma.Irma Khoirunissa, umhverfisfræðingur frá Indónesíu, er að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Skólastjóri Jarðhitaskólans segir fjölda fyrrverandi nemenda nú í áhrifastöðum við jarðhitanýtingu í sínum heimalöndum. Hann nefnir sem dæmi stórt hitaveituverkefni í Kína. Þar að baki séu fyrrverandi nemendur skólans í lykilstöðum, bæði innan stjórnkerfisins og þess fyrirtækis sem leiði framkvæmdirnar. Aðrar þjóðir horfi til Íslands þegar komi að nýtingu jarðhitans. „Við höfum alla þekkinguna og getum virkilega sýnt heiminum hvernig á að standa að nýtingu jarðhitans,“ segir Lúðvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00 Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Play sé ekki að fara á hausinn Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Ellison klórar í hælana á Musk Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00
Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30