Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er kominn aftur á upphafsreitinn, þar sem langur og glæsilegur ferill hans á stórmótum hófst. Guðjón Valur var tvítugur leikmaður KA þegar Þorbjörn Jensson valdi hann í íslenska landsliðshópinn fyrir EM í Króatíu árið 2000. EM, sem hefst í dag, fer einnig fram í Króatíu að þessu sinni. Og það er 21. stórmót Guðjóns Vals. Geri aðrir betur. „Mér finnst ekkert sérstakt að koma hingað aftur því ég hef oft spilað hérna með mínum félagsliðum í Meistaradeildinni. En þegar maður horfir til baka og hversu langyngstur ég var þá, það setur þetta í annað samhengi. Manni finnst maður ekki vera kominn á síðustu metrana. Ég er bara þakklátur og glaður að fá að vera hérna,“ sagði Guðjón Valur sem finnur alltaf fyrir fiðringi fyrir fyrsta leik á stórmóti. „Í hvert einasta skipti. Það er engin lygi. Hugsunin sem þú verður að temja þér er að það er bara næsti dagur sem telur. Það sem maður gerði fyrir einhverjum árum, og í mínu tilfelli áratugum, hjálpar manni ekki.“ Guðjón Valur er sem kunnugt er nýbakaður heimsmethafi. Í vináttuleiknum gegn Þýskalandi á sunnudaginn skoraði hann sitt 1.798 landsliðsmark. Hann sló þar með met Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk skoruð frá upphafi.Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið markahæstur í íslenska liðinu á sjö stórmótum í röð, eða frá EM 2012 sem fór fram í Serbíu.vísir/ernir„Ég er rosalega feginn að þetta sé búið,“ sagði Guðjón Valur. „Blaðamenn eru búnir að vera duglegir að halda þessu að manni og auðvitað er maður stoltur að eiga möguleika á að slá met. Það sem gleður mann enn meira eru viðbrögð strákanna. Við vorum mikið undir gegn Þýskalandi en þeir stóðu upp og samglöddust manni. Ég fæ enn gæsahúð að hugsa um það.“ Svíar eru andstæðingar Íslendinga í fyrsta leik á EM. Þjálfari þeirra er Kristján Andrésson, fyrrverandi samherji Guðjóns Vals í íslenska landsliðinu. Kristján tók við sænska liðinu haustið 2016 og undir hans stjórn endaði það í 6. sæti á HM 2017. „Hann er búinn að standa sig frábærlega sem þjálfari og gera merkilega hluti með þetta lið,“ sagði Guðjón Valur. „Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem þekkja til þessa liðs en ungu strákarnir þeirra eru að fara í topplið í Þýskalandi. Þetta eru góðir handboltamenn og með þjálfara sem hefur gert mjög skemmtilegt lið úr þessu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn sem deilir stöðu vinstri hornamanns hjá Rhein-Neckar Löwen með sænska ungstirninu Jerry Tollbring. Þrátt fyrir að árangurinn gegn Svíum hafi verið misjafn í gegnum tíðina segir Guðjón Valur alltaf skemmtilegt að spila á móti þeim. „Það er ótrúlega gaman fyrir okkur Íslendinga að spila við Svía, Norðmenn og Dani. Það var alltaf þessi Svíagrýla en svo tókst okkur að leggja hana. Það eru hæðir og lægðir í þessu og þeir eru núna á hraðri uppleið eftir nokkur mögur ár. Það verður gaman að eiga við þá. Ég hlakka mikið til,“ sagði Guðjón Valur að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er kominn aftur á upphafsreitinn, þar sem langur og glæsilegur ferill hans á stórmótum hófst. Guðjón Valur var tvítugur leikmaður KA þegar Þorbjörn Jensson valdi hann í íslenska landsliðshópinn fyrir EM í Króatíu árið 2000. EM, sem hefst í dag, fer einnig fram í Króatíu að þessu sinni. Og það er 21. stórmót Guðjóns Vals. Geri aðrir betur. „Mér finnst ekkert sérstakt að koma hingað aftur því ég hef oft spilað hérna með mínum félagsliðum í Meistaradeildinni. En þegar maður horfir til baka og hversu langyngstur ég var þá, það setur þetta í annað samhengi. Manni finnst maður ekki vera kominn á síðustu metrana. Ég er bara þakklátur og glaður að fá að vera hérna,“ sagði Guðjón Valur sem finnur alltaf fyrir fiðringi fyrir fyrsta leik á stórmóti. „Í hvert einasta skipti. Það er engin lygi. Hugsunin sem þú verður að temja þér er að það er bara næsti dagur sem telur. Það sem maður gerði fyrir einhverjum árum, og í mínu tilfelli áratugum, hjálpar manni ekki.“ Guðjón Valur er sem kunnugt er nýbakaður heimsmethafi. Í vináttuleiknum gegn Þýskalandi á sunnudaginn skoraði hann sitt 1.798 landsliðsmark. Hann sló þar með met Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk skoruð frá upphafi.Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið markahæstur í íslenska liðinu á sjö stórmótum í röð, eða frá EM 2012 sem fór fram í Serbíu.vísir/ernir„Ég er rosalega feginn að þetta sé búið,“ sagði Guðjón Valur. „Blaðamenn eru búnir að vera duglegir að halda þessu að manni og auðvitað er maður stoltur að eiga möguleika á að slá met. Það sem gleður mann enn meira eru viðbrögð strákanna. Við vorum mikið undir gegn Þýskalandi en þeir stóðu upp og samglöddust manni. Ég fæ enn gæsahúð að hugsa um það.“ Svíar eru andstæðingar Íslendinga í fyrsta leik á EM. Þjálfari þeirra er Kristján Andrésson, fyrrverandi samherji Guðjóns Vals í íslenska landsliðinu. Kristján tók við sænska liðinu haustið 2016 og undir hans stjórn endaði það í 6. sæti á HM 2017. „Hann er búinn að standa sig frábærlega sem þjálfari og gera merkilega hluti með þetta lið,“ sagði Guðjón Valur. „Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem þekkja til þessa liðs en ungu strákarnir þeirra eru að fara í topplið í Þýskalandi. Þetta eru góðir handboltamenn og með þjálfara sem hefur gert mjög skemmtilegt lið úr þessu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn sem deilir stöðu vinstri hornamanns hjá Rhein-Neckar Löwen með sænska ungstirninu Jerry Tollbring. Þrátt fyrir að árangurinn gegn Svíum hafi verið misjafn í gegnum tíðina segir Guðjón Valur alltaf skemmtilegt að spila á móti þeim. „Það er ótrúlega gaman fyrir okkur Íslendinga að spila við Svía, Norðmenn og Dani. Það var alltaf þessi Svíagrýla en svo tókst okkur að leggja hana. Það eru hæðir og lægðir í þessu og þeir eru núna á hraðri uppleið eftir nokkur mögur ár. Það verður gaman að eiga við þá. Ég hlakka mikið til,“ sagði Guðjón Valur að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira