Þessi leikni bakvörður hefur komst verið í hópi bestu bakvarða deildarinnar síðustu ár en nú er hann kominn í umræðuna um bestu leikmenn deildarinnar.
Kyrie Irving er með 24,6 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali með Boston liðinu á tímabilinu til þessa og liðið hefur unnið 69 prósent leikja sinna (40 af 58) eða sjö fleiri sigra en Cleveland Cavaliers.
Kyrie Irving vakti mikla athygli um árið þegar hann klæddi sig upp í gervi gamlingjans „Uncle Drew“ og plataði unga menn upp úr skónum á leikvellinum.
Nú mun „Uncle Drew“ fá sína eigin kvikmynd og hún kemur í bíó 29. júní í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum IMBD munu stjörnur eins og þeir Shaquille O'Neal, Chris Webber, Reggie Miller, Nate Robinson og Lisa Leslie einnig leika í myndinni.
Kyrie Irving sjálfur sagði frá þessu á Twitter og tilkynnti þar að goðsögnin væri klár í að spila körfubolta á stóra tjaldinu.
The Legend is ready to ball on the big screen. Get ready to watch #UncleDrew in theaters June 29! #JustDrewIt@UncleDrewFilmpic.twitter.com/hetZxkgozM
— Kyrie Irving (@KyrieIrving) February 12, 2018
This #BigFella’s ready to make them feel small. Respect the REAL basketball OGs. See @Shaq in #UncleDrew in theaters June 29. pic.twitter.com/nSxSBM4XyC
— Uncle Drew (@UncleDrewFilm) February 12, 2018