Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2018 19:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. Framundan er ótímabundið hlé á virkjanaframkvæmdum. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Arnarson í fréttum Stöðvar 2. Í 52 ára sögu Landsvirkjunar hefur raforkusala aldrei verið meiri, tekjurnar aldrei hærri og hagnaðurinn af rekstrinum slær líka met. Fyrirtækið hefur aldrei haft það jafngott og núna. „Það má segja það að þetta hafi verið besta ár í sögu fyrirtæksins, síðasta ár,“ segir Hörður. Og eigandinn, ríkissjóður, á von á vænum fúlgum. „Fyrirtækið er í rauninni núna í stakk búið að fara að auka arðgreiðslur. Það gerist í skrefum. Það er að sjálfsögðu eigandans að ákveða nákvæmlega í hvaða skrefum og tengist náttúrlega stofnun á þessum auðlindasjóð sem við fögnum. En við teljum að á nokkrum árum geti þetta vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða, eins og áður var talið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.Frá vinnusvæðinu við Búrfell. Þar verður ný virkjun gangsett um mitt ár.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og það er ekki svo að Landsvirkjun hafi haldið að sér höndum í útgjöldum, þvert á móti hefur fyrirtækið verið á útopnu í framkvæmdum, bæði við Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö. „Þetta eru framkvæmdir upp á yfir fimmtíu milljarða, sem við erum að ljúka á þessu ári, sem við höfum náð að fjármagna algerlega út úr rekstri,“ segir forstjórinn. Virkjanauppbygging Landsvirkjunar hefur verið tiltölulega samfelld. Þegar einni framkvæmd hefur lokið hefur venjulega verið stutt í þá næstu. Nú eru hins vegar horfur á framkvæmdahléi. „Við teljum líka að það sé mikilvægt að staldra aðeins við núna. Það er mikil þensla í hagkerfinu og það er dýrt að bjóða út. Og einnig fögnum við því mjög að það stendur til að gera orkustefnu fyrir landið. Ég held að það sé mikilvægt að það tali saman við framtíðarframkvæmdir.“ Það verður því varla samið um nýja stóriðju á næstu árum. „Við getum mætt öllum okkar skuldbindingum með þessar virkjanir. En það er hins vegar mikil eftirspurn eftir orku, sem mun ekki verða hægt að mæta allri.“ Landsvirkjun hyggst þó halda áfram að undirbúa fleiri virkjanir og afla leyfa. -En þýðir þetta að þá yrði kannski tveggja, þriggja, fjögurra ára framkvæmdahlé? „Já, það gæti alveg orðið. Það hefur oft orðið áður í starfsemi Landsvirkjunar,“ svarar Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. Framundan er ótímabundið hlé á virkjanaframkvæmdum. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Arnarson í fréttum Stöðvar 2. Í 52 ára sögu Landsvirkjunar hefur raforkusala aldrei verið meiri, tekjurnar aldrei hærri og hagnaðurinn af rekstrinum slær líka met. Fyrirtækið hefur aldrei haft það jafngott og núna. „Það má segja það að þetta hafi verið besta ár í sögu fyrirtæksins, síðasta ár,“ segir Hörður. Og eigandinn, ríkissjóður, á von á vænum fúlgum. „Fyrirtækið er í rauninni núna í stakk búið að fara að auka arðgreiðslur. Það gerist í skrefum. Það er að sjálfsögðu eigandans að ákveða nákvæmlega í hvaða skrefum og tengist náttúrlega stofnun á þessum auðlindasjóð sem við fögnum. En við teljum að á nokkrum árum geti þetta vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða, eins og áður var talið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.Frá vinnusvæðinu við Búrfell. Þar verður ný virkjun gangsett um mitt ár.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og það er ekki svo að Landsvirkjun hafi haldið að sér höndum í útgjöldum, þvert á móti hefur fyrirtækið verið á útopnu í framkvæmdum, bæði við Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö. „Þetta eru framkvæmdir upp á yfir fimmtíu milljarða, sem við erum að ljúka á þessu ári, sem við höfum náð að fjármagna algerlega út úr rekstri,“ segir forstjórinn. Virkjanauppbygging Landsvirkjunar hefur verið tiltölulega samfelld. Þegar einni framkvæmd hefur lokið hefur venjulega verið stutt í þá næstu. Nú eru hins vegar horfur á framkvæmdahléi. „Við teljum líka að það sé mikilvægt að staldra aðeins við núna. Það er mikil þensla í hagkerfinu og það er dýrt að bjóða út. Og einnig fögnum við því mjög að það stendur til að gera orkustefnu fyrir landið. Ég held að það sé mikilvægt að það tali saman við framtíðarframkvæmdir.“ Það verður því varla samið um nýja stóriðju á næstu árum. „Við getum mætt öllum okkar skuldbindingum með þessar virkjanir. En það er hins vegar mikil eftirspurn eftir orku, sem mun ekki verða hægt að mæta allri.“ Landsvirkjun hyggst þó halda áfram að undirbúa fleiri virkjanir og afla leyfa. -En þýðir þetta að þá yrði kannski tveggja, þriggja, fjögurra ára framkvæmdahlé? „Já, það gæti alveg orðið. Það hefur oft orðið áður í starfsemi Landsvirkjunar,“ svarar Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45