Hlutafjáraukning hjá Wow Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2018 17:00 Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. Í dag birtist ný tilkynning í hlutafélagaskrá um hlutafjáraukningu í Wow Air en tilkynningin er dagsett 10. ágúst. Þar kemur fram að hlutafé í Wow Air hafi verið aukið um 54,8 miljónir huta. Umfang hlutafjár í félaginu var rúmlega 106,9 milljónir hluta en er rúmlega 161 milljón eftir breytinguna. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á 51 prósent. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa Wow Air snýr er hlutafjáraukningin tvíþætt. Annars vegar hafi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sett 60 prósenta hlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá hafi hann breytt tveggja milljarða króna „kröfu sinni“ á hendur Wow Air í hlutafé en um var ræða kröfu Títan fjárfestingarfélags, sem er í hans eigu, á hendur Wow Air. Yfirleitt er ráðist í hlutafjáraukningu vegna endurfjármögnunar í þeim tilgangi að styrkja rekstur viðkomandi hlutafélags. Svanhvít sagði í skriflegu svari að markmiðið með hlutafjáraukningu í Wow Air hafi verið að styrkja stoðir félagsins. Þá hafi verið talið eðlilegt að færa rekstur Cargo Express ehf. inn í Wow Air vegna aukinna umsvifa síðarnefnda félagsins. „Með tilkomu fleiri breiðþota í flota félagsins er vægi fraktflutninga stöðugt að aukast og því töldum við eðlilegt að eignahluturinn væri beint undir Wow Air,“ segir Svanhvít. Rekstrarumhverfi flugfélaganna hefur verið erfitt vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar og mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið en 28 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Í sex mánaða uppgjöri Icelandair kom fram að félagið hefði tapað 6,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Í afkomutilkynningu sem Wow Air birti fyrr í sumar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, á síðasta ári. Félagið hefur hins vegar ekki enn birt ársreikning fyrir árið 2017. Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. Í dag birtist ný tilkynning í hlutafélagaskrá um hlutafjáraukningu í Wow Air en tilkynningin er dagsett 10. ágúst. Þar kemur fram að hlutafé í Wow Air hafi verið aukið um 54,8 miljónir huta. Umfang hlutafjár í félaginu var rúmlega 106,9 milljónir hluta en er rúmlega 161 milljón eftir breytinguna. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á 51 prósent. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa Wow Air snýr er hlutafjáraukningin tvíþætt. Annars vegar hafi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sett 60 prósenta hlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá hafi hann breytt tveggja milljarða króna „kröfu sinni“ á hendur Wow Air í hlutafé en um var ræða kröfu Títan fjárfestingarfélags, sem er í hans eigu, á hendur Wow Air. Yfirleitt er ráðist í hlutafjáraukningu vegna endurfjármögnunar í þeim tilgangi að styrkja rekstur viðkomandi hlutafélags. Svanhvít sagði í skriflegu svari að markmiðið með hlutafjáraukningu í Wow Air hafi verið að styrkja stoðir félagsins. Þá hafi verið talið eðlilegt að færa rekstur Cargo Express ehf. inn í Wow Air vegna aukinna umsvifa síðarnefnda félagsins. „Með tilkomu fleiri breiðþota í flota félagsins er vægi fraktflutninga stöðugt að aukast og því töldum við eðlilegt að eignahluturinn væri beint undir Wow Air,“ segir Svanhvít. Rekstrarumhverfi flugfélaganna hefur verið erfitt vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar og mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið en 28 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Í sex mánaða uppgjöri Icelandair kom fram að félagið hefði tapað 6,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Í afkomutilkynningu sem Wow Air birti fyrr í sumar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, á síðasta ári. Félagið hefur hins vegar ekki enn birt ársreikning fyrir árið 2017.
Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira