Hlutafé Primera Travel aukið um 2,4 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 07:30 Andri Már Ingólfsson er forstjóri Primera Travel Group sem rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum. Vísir/GVA Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 18 milljónir evra, sem jafngildir 2,4 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, fyrr á árinu. Félagið lauk fjárhagslegri endurskipulagningu í maí síðastliðnum sem fól meðal annars í sér að skuldum upp á 14,7 milljónir evra var breytt í hlutafé og þá var félaginu jafnframt lagt til nýtt hlutafé að fjárhæð 3,3 milljónir evra. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group, segir árangursríkum viðsnúningi á rekstri félagsins nú lokið eftir þriggja ára langt ferli sem hafi falið í sér endurskipulagningu og samþættingu á sex fyrirtækjum í fimm löndum. Í kjölfar endurskipulagningarinnar er eigið fé 5,8 milljarðar, eiginfjárhlutfallið 33 prósent og heildareignir 18 milljarðar króna. Þá lækkuðu skuldir um 46,9 milljónir evra og nema nú 60,2 milljónum evra. Gert er ráð fyrir að félagið hagnist um 748 milljónir króna í ár en til samanburðar var rekstrarhagnaður félagsins 196 milljónir króna í fyrra. Félagið tapaði um 720 milljónum á síðasta ári en í kjölfar lokunar skrifstofa, uppsagna og niðurfærslu á eldri kerfum var viðskiptavild færð niður um 500 milljónir króna á árinu. Primera Travel Group rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndum, meðal annars Bravo Tours í Danmörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi, Matkavekka í Finnlandi og Heimsferðir og Terranova hér á landi. Andri Már segir öll fyrirtæki félagsins hafa verið færð á nýjan tækni- og gagnagrunn en það hafi aukið beina sölu á vefnum úr 20 prósentum í 75 prósent af heildarsölu. Til þess að það væri hægt hafi þurft að stokka reksturinn upp frá grunni. „Ný tækni gefur gríðarleg tækifæri til vaxtar, þar sem félagið getur nú opnað fyrir sölu í fleiri löndum með lágmarksfjárfestingu. Á þessu ári verður opnað í Bretlandi og á árinu 2019 verður horft til fleiri markaða. Félagið á nú sínar eigin vefsölulausnir sem eru lykillinn að framtíðarsölu og tengingu við alla helstu birgja í heiminum, bæði í flugi og gistimöguleikum. Á næstu fimm árum mun nánast öll sala á ferðum eiga sér stað á vefnum og aðeins þau fyrirtæki sem geta boðið þjónustu sína með réttum tæknilausnum hafa möguleika til vaxtar,“ segir Andri Már. Hann nefnir að á síðustu þremur árum hafi þurft að endurskoða allan fastan kostnað félagsins. 55 skrifstofum hafi verið lokað í þremur löndum, 200 starfsmönnum verið sagt upp og ráða hafi þurft nýja stjórnendur. „Það tók heilu ári lengur að innleiða nýtt sölu- og bókunarkerfi en upphaflega var áætlað og á meðan þurftu félögin að reka tvöföld kerfi, sem var óhemju dýrt. Mikið af þessum kostnaði féll til á árunum 2016 og 2017. Þessum breytingum er nú lokið og er horft til 8 prósenta vaxtar á árinu 2018 og um 15 prósenta vaxtar á árinu 2019, þar sem möguleikar til vefsölu verða fullnýttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 18 milljónir evra, sem jafngildir 2,4 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, fyrr á árinu. Félagið lauk fjárhagslegri endurskipulagningu í maí síðastliðnum sem fól meðal annars í sér að skuldum upp á 14,7 milljónir evra var breytt í hlutafé og þá var félaginu jafnframt lagt til nýtt hlutafé að fjárhæð 3,3 milljónir evra. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group, segir árangursríkum viðsnúningi á rekstri félagsins nú lokið eftir þriggja ára langt ferli sem hafi falið í sér endurskipulagningu og samþættingu á sex fyrirtækjum í fimm löndum. Í kjölfar endurskipulagningarinnar er eigið fé 5,8 milljarðar, eiginfjárhlutfallið 33 prósent og heildareignir 18 milljarðar króna. Þá lækkuðu skuldir um 46,9 milljónir evra og nema nú 60,2 milljónum evra. Gert er ráð fyrir að félagið hagnist um 748 milljónir króna í ár en til samanburðar var rekstrarhagnaður félagsins 196 milljónir króna í fyrra. Félagið tapaði um 720 milljónum á síðasta ári en í kjölfar lokunar skrifstofa, uppsagna og niðurfærslu á eldri kerfum var viðskiptavild færð niður um 500 milljónir króna á árinu. Primera Travel Group rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndum, meðal annars Bravo Tours í Danmörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi, Matkavekka í Finnlandi og Heimsferðir og Terranova hér á landi. Andri Már segir öll fyrirtæki félagsins hafa verið færð á nýjan tækni- og gagnagrunn en það hafi aukið beina sölu á vefnum úr 20 prósentum í 75 prósent af heildarsölu. Til þess að það væri hægt hafi þurft að stokka reksturinn upp frá grunni. „Ný tækni gefur gríðarleg tækifæri til vaxtar, þar sem félagið getur nú opnað fyrir sölu í fleiri löndum með lágmarksfjárfestingu. Á þessu ári verður opnað í Bretlandi og á árinu 2019 verður horft til fleiri markaða. Félagið á nú sínar eigin vefsölulausnir sem eru lykillinn að framtíðarsölu og tengingu við alla helstu birgja í heiminum, bæði í flugi og gistimöguleikum. Á næstu fimm árum mun nánast öll sala á ferðum eiga sér stað á vefnum og aðeins þau fyrirtæki sem geta boðið þjónustu sína með réttum tæknilausnum hafa möguleika til vaxtar,“ segir Andri Már. Hann nefnir að á síðustu þremur árum hafi þurft að endurskoða allan fastan kostnað félagsins. 55 skrifstofum hafi verið lokað í þremur löndum, 200 starfsmönnum verið sagt upp og ráða hafi þurft nýja stjórnendur. „Það tók heilu ári lengur að innleiða nýtt sölu- og bókunarkerfi en upphaflega var áætlað og á meðan þurftu félögin að reka tvöföld kerfi, sem var óhemju dýrt. Mikið af þessum kostnaði féll til á árunum 2016 og 2017. Þessum breytingum er nú lokið og er horft til 8 prósenta vaxtar á árinu 2018 og um 15 prósenta vaxtar á árinu 2019, þar sem möguleikar til vefsölu verða fullnýttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira