„Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 09:00 Sara Björk Purkhús, Olga Helena Ólafsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir. Vísir/Vilhelm Vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir, Sara Björk Purkhús og Olga Helena Ólafsdóttir standa fyrir haustmarkaði netverslana sem haldin verður helgina 1. til 2. september í Víkingsheimilinu. Um er að ræða stærsta netverslanamarkað sem haldin hefur verið hér á landi. Um 70 netverslanir verða á staðnum og ætla margar þeirra að vera með tilboð í gangi. Þær reka sínar eigin netverslanir og vilja með þessu gefa fólki tækifæri til þess að skoða vörur verslana sem eingöngu eru á netinu. Sara Björk stofnaði netverslunina Purkhús árið 2017 og selur þar fallegar heimils- og gjafavörur. Olga Helena og Eyrún stofnuðu saman netverslunina Von verslun sem selur barnavörur og bókina Minningar, minningabók um fyrsta ár barnsins sem þær hönnuðu sjálfar. Stelpurnar hafa nú þegar staðið fyrir tveimur mörkuðum, jóla- og sumarmarkaði netverslana og er stefnan tekin á langstærsta markað sem haldin hefur verið á Íslandi, haustmarkað netverslana. „Stuttu eftir við opnuðum okkar netverslanir fórum við að skoða í kringum okkur hvort það væru einhverjir markaðir fyrir netverslanir til að kynna sig og sitt vöruútval, hitta viðskiptavini og leyfa þeim að sjá, snerta og prófa vörurnar. Eftir leit án árangurs ákváðum við að slá til sjálfar og halda okkar eigin markað fyrir netverslanir. Við stofnuðum hópinn „Eigendur netverslana á Íslandi“ á Facebook sem fer ört stækkandi og eru þar samankomnir stór hluti eigenda netverslana á Íslandi. Þar fer stór hluti skipulagningarinnar fram,“ segir Eyrún.Vinkonurnar segja að markaðirnir hafi farið fram úr þeirra væntingum. Vísir/VilhelmRöð út fyrir dyr Einnig er hægt að fylgjast með skipulagningu markaðanna hjá POP mörkuðum á Facebook en markaðirnir sem vinkonurnar standa fyrir eru haldnir undir því nafni. „Markaðirnir hafa farið langt fram úr okkar væntingum og hefur eftirspurnin verið mikil. Það hefur fyllst fljótt á alla markaðina og er mikill áhugi meðal fólks. Á síðasta markað mættu rúmlega 3500 manns og var röð út fyrir dyr. Núna eru enn fleiri netverslanir, meiri fjölbreytni og vonandi enn fleiri gestir. Á markaðinum verða yfir 60 netverslanir, þar á meðal eru heimils-, snyrti-, hár-, barna-, gjafavöru-, umhverfis- og íþróttaverslanir og ótal fleiri vörur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“Kynnast viðskiptavinum sínum Eyrún segir að vinkonurnar séu ótrúlega ánægðar með viðbrögðin og bíða spenntar eftir stóru markaðshelginni. „Markaður líkt og þessi gefur netverslunum kost á að kynnast öðrum netverslunum, koma sínum vörum á framfæri, kynnast núverandi viðskiptavinum og afla nýrra. Þannig það mætti segja að markaðurinn sé frábær leið til að markaðssetja sig og sína verslun. Margar netverslanir verða með góð tilboð og afslætti yfir helgina. Einnig verða matarvagnar á svæðinu og má áætla að stemningin verði góð bæði hjá eigendum og gestum.“ Markaðurinn er frá 11 til 16 bæði laugardaginn 1. september og sunnudaginn 2. september. Á Facebook-síðu viðburðarins má nálgast upplýsingar um þær netverslanir sem verða á staðnum. Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir, Sara Björk Purkhús og Olga Helena Ólafsdóttir standa fyrir haustmarkaði netverslana sem haldin verður helgina 1. til 2. september í Víkingsheimilinu. Um er að ræða stærsta netverslanamarkað sem haldin hefur verið hér á landi. Um 70 netverslanir verða á staðnum og ætla margar þeirra að vera með tilboð í gangi. Þær reka sínar eigin netverslanir og vilja með þessu gefa fólki tækifæri til þess að skoða vörur verslana sem eingöngu eru á netinu. Sara Björk stofnaði netverslunina Purkhús árið 2017 og selur þar fallegar heimils- og gjafavörur. Olga Helena og Eyrún stofnuðu saman netverslunina Von verslun sem selur barnavörur og bókina Minningar, minningabók um fyrsta ár barnsins sem þær hönnuðu sjálfar. Stelpurnar hafa nú þegar staðið fyrir tveimur mörkuðum, jóla- og sumarmarkaði netverslana og er stefnan tekin á langstærsta markað sem haldin hefur verið á Íslandi, haustmarkað netverslana. „Stuttu eftir við opnuðum okkar netverslanir fórum við að skoða í kringum okkur hvort það væru einhverjir markaðir fyrir netverslanir til að kynna sig og sitt vöruútval, hitta viðskiptavini og leyfa þeim að sjá, snerta og prófa vörurnar. Eftir leit án árangurs ákváðum við að slá til sjálfar og halda okkar eigin markað fyrir netverslanir. Við stofnuðum hópinn „Eigendur netverslana á Íslandi“ á Facebook sem fer ört stækkandi og eru þar samankomnir stór hluti eigenda netverslana á Íslandi. Þar fer stór hluti skipulagningarinnar fram,“ segir Eyrún.Vinkonurnar segja að markaðirnir hafi farið fram úr þeirra væntingum. Vísir/VilhelmRöð út fyrir dyr Einnig er hægt að fylgjast með skipulagningu markaðanna hjá POP mörkuðum á Facebook en markaðirnir sem vinkonurnar standa fyrir eru haldnir undir því nafni. „Markaðirnir hafa farið langt fram úr okkar væntingum og hefur eftirspurnin verið mikil. Það hefur fyllst fljótt á alla markaðina og er mikill áhugi meðal fólks. Á síðasta markað mættu rúmlega 3500 manns og var röð út fyrir dyr. Núna eru enn fleiri netverslanir, meiri fjölbreytni og vonandi enn fleiri gestir. Á markaðinum verða yfir 60 netverslanir, þar á meðal eru heimils-, snyrti-, hár-, barna-, gjafavöru-, umhverfis- og íþróttaverslanir og ótal fleiri vörur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“Kynnast viðskiptavinum sínum Eyrún segir að vinkonurnar séu ótrúlega ánægðar með viðbrögðin og bíða spenntar eftir stóru markaðshelginni. „Markaður líkt og þessi gefur netverslunum kost á að kynnast öðrum netverslunum, koma sínum vörum á framfæri, kynnast núverandi viðskiptavinum og afla nýrra. Þannig það mætti segja að markaðurinn sé frábær leið til að markaðssetja sig og sína verslun. Margar netverslanir verða með góð tilboð og afslætti yfir helgina. Einnig verða matarvagnar á svæðinu og má áætla að stemningin verði góð bæði hjá eigendum og gestum.“ Markaðurinn er frá 11 til 16 bæði laugardaginn 1. september og sunnudaginn 2. september. Á Facebook-síðu viðburðarins má nálgast upplýsingar um þær netverslanir sem verða á staðnum.
Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira