„Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 09:00 Sara Björk Purkhús, Olga Helena Ólafsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir. Vísir/Vilhelm Vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir, Sara Björk Purkhús og Olga Helena Ólafsdóttir standa fyrir haustmarkaði netverslana sem haldin verður helgina 1. til 2. september í Víkingsheimilinu. Um er að ræða stærsta netverslanamarkað sem haldin hefur verið hér á landi. Um 70 netverslanir verða á staðnum og ætla margar þeirra að vera með tilboð í gangi. Þær reka sínar eigin netverslanir og vilja með þessu gefa fólki tækifæri til þess að skoða vörur verslana sem eingöngu eru á netinu. Sara Björk stofnaði netverslunina Purkhús árið 2017 og selur þar fallegar heimils- og gjafavörur. Olga Helena og Eyrún stofnuðu saman netverslunina Von verslun sem selur barnavörur og bókina Minningar, minningabók um fyrsta ár barnsins sem þær hönnuðu sjálfar. Stelpurnar hafa nú þegar staðið fyrir tveimur mörkuðum, jóla- og sumarmarkaði netverslana og er stefnan tekin á langstærsta markað sem haldin hefur verið á Íslandi, haustmarkað netverslana. „Stuttu eftir við opnuðum okkar netverslanir fórum við að skoða í kringum okkur hvort það væru einhverjir markaðir fyrir netverslanir til að kynna sig og sitt vöruútval, hitta viðskiptavini og leyfa þeim að sjá, snerta og prófa vörurnar. Eftir leit án árangurs ákváðum við að slá til sjálfar og halda okkar eigin markað fyrir netverslanir. Við stofnuðum hópinn „Eigendur netverslana á Íslandi“ á Facebook sem fer ört stækkandi og eru þar samankomnir stór hluti eigenda netverslana á Íslandi. Þar fer stór hluti skipulagningarinnar fram,“ segir Eyrún.Vinkonurnar segja að markaðirnir hafi farið fram úr þeirra væntingum. Vísir/VilhelmRöð út fyrir dyr Einnig er hægt að fylgjast með skipulagningu markaðanna hjá POP mörkuðum á Facebook en markaðirnir sem vinkonurnar standa fyrir eru haldnir undir því nafni. „Markaðirnir hafa farið langt fram úr okkar væntingum og hefur eftirspurnin verið mikil. Það hefur fyllst fljótt á alla markaðina og er mikill áhugi meðal fólks. Á síðasta markað mættu rúmlega 3500 manns og var röð út fyrir dyr. Núna eru enn fleiri netverslanir, meiri fjölbreytni og vonandi enn fleiri gestir. Á markaðinum verða yfir 60 netverslanir, þar á meðal eru heimils-, snyrti-, hár-, barna-, gjafavöru-, umhverfis- og íþróttaverslanir og ótal fleiri vörur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“Kynnast viðskiptavinum sínum Eyrún segir að vinkonurnar séu ótrúlega ánægðar með viðbrögðin og bíða spenntar eftir stóru markaðshelginni. „Markaður líkt og þessi gefur netverslunum kost á að kynnast öðrum netverslunum, koma sínum vörum á framfæri, kynnast núverandi viðskiptavinum og afla nýrra. Þannig það mætti segja að markaðurinn sé frábær leið til að markaðssetja sig og sína verslun. Margar netverslanir verða með góð tilboð og afslætti yfir helgina. Einnig verða matarvagnar á svæðinu og má áætla að stemningin verði góð bæði hjá eigendum og gestum.“ Markaðurinn er frá 11 til 16 bæði laugardaginn 1. september og sunnudaginn 2. september. Á Facebook-síðu viðburðarins má nálgast upplýsingar um þær netverslanir sem verða á staðnum. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir, Sara Björk Purkhús og Olga Helena Ólafsdóttir standa fyrir haustmarkaði netverslana sem haldin verður helgina 1. til 2. september í Víkingsheimilinu. Um er að ræða stærsta netverslanamarkað sem haldin hefur verið hér á landi. Um 70 netverslanir verða á staðnum og ætla margar þeirra að vera með tilboð í gangi. Þær reka sínar eigin netverslanir og vilja með þessu gefa fólki tækifæri til þess að skoða vörur verslana sem eingöngu eru á netinu. Sara Björk stofnaði netverslunina Purkhús árið 2017 og selur þar fallegar heimils- og gjafavörur. Olga Helena og Eyrún stofnuðu saman netverslunina Von verslun sem selur barnavörur og bókina Minningar, minningabók um fyrsta ár barnsins sem þær hönnuðu sjálfar. Stelpurnar hafa nú þegar staðið fyrir tveimur mörkuðum, jóla- og sumarmarkaði netverslana og er stefnan tekin á langstærsta markað sem haldin hefur verið á Íslandi, haustmarkað netverslana. „Stuttu eftir við opnuðum okkar netverslanir fórum við að skoða í kringum okkur hvort það væru einhverjir markaðir fyrir netverslanir til að kynna sig og sitt vöruútval, hitta viðskiptavini og leyfa þeim að sjá, snerta og prófa vörurnar. Eftir leit án árangurs ákváðum við að slá til sjálfar og halda okkar eigin markað fyrir netverslanir. Við stofnuðum hópinn „Eigendur netverslana á Íslandi“ á Facebook sem fer ört stækkandi og eru þar samankomnir stór hluti eigenda netverslana á Íslandi. Þar fer stór hluti skipulagningarinnar fram,“ segir Eyrún.Vinkonurnar segja að markaðirnir hafi farið fram úr þeirra væntingum. Vísir/VilhelmRöð út fyrir dyr Einnig er hægt að fylgjast með skipulagningu markaðanna hjá POP mörkuðum á Facebook en markaðirnir sem vinkonurnar standa fyrir eru haldnir undir því nafni. „Markaðirnir hafa farið langt fram úr okkar væntingum og hefur eftirspurnin verið mikil. Það hefur fyllst fljótt á alla markaðina og er mikill áhugi meðal fólks. Á síðasta markað mættu rúmlega 3500 manns og var röð út fyrir dyr. Núna eru enn fleiri netverslanir, meiri fjölbreytni og vonandi enn fleiri gestir. Á markaðinum verða yfir 60 netverslanir, þar á meðal eru heimils-, snyrti-, hár-, barna-, gjafavöru-, umhverfis- og íþróttaverslanir og ótal fleiri vörur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“Kynnast viðskiptavinum sínum Eyrún segir að vinkonurnar séu ótrúlega ánægðar með viðbrögðin og bíða spenntar eftir stóru markaðshelginni. „Markaður líkt og þessi gefur netverslunum kost á að kynnast öðrum netverslunum, koma sínum vörum á framfæri, kynnast núverandi viðskiptavinum og afla nýrra. Þannig það mætti segja að markaðurinn sé frábær leið til að markaðssetja sig og sína verslun. Margar netverslanir verða með góð tilboð og afslætti yfir helgina. Einnig verða matarvagnar á svæðinu og má áætla að stemningin verði góð bæði hjá eigendum og gestum.“ Markaðurinn er frá 11 til 16 bæði laugardaginn 1. september og sunnudaginn 2. september. Á Facebook-síðu viðburðarins má nálgast upplýsingar um þær netverslanir sem verða á staðnum.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira