„Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 09:00 Sara Björk Purkhús, Olga Helena Ólafsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir. Vísir/Vilhelm Vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir, Sara Björk Purkhús og Olga Helena Ólafsdóttir standa fyrir haustmarkaði netverslana sem haldin verður helgina 1. til 2. september í Víkingsheimilinu. Um er að ræða stærsta netverslanamarkað sem haldin hefur verið hér á landi. Um 70 netverslanir verða á staðnum og ætla margar þeirra að vera með tilboð í gangi. Þær reka sínar eigin netverslanir og vilja með þessu gefa fólki tækifæri til þess að skoða vörur verslana sem eingöngu eru á netinu. Sara Björk stofnaði netverslunina Purkhús árið 2017 og selur þar fallegar heimils- og gjafavörur. Olga Helena og Eyrún stofnuðu saman netverslunina Von verslun sem selur barnavörur og bókina Minningar, minningabók um fyrsta ár barnsins sem þær hönnuðu sjálfar. Stelpurnar hafa nú þegar staðið fyrir tveimur mörkuðum, jóla- og sumarmarkaði netverslana og er stefnan tekin á langstærsta markað sem haldin hefur verið á Íslandi, haustmarkað netverslana. „Stuttu eftir við opnuðum okkar netverslanir fórum við að skoða í kringum okkur hvort það væru einhverjir markaðir fyrir netverslanir til að kynna sig og sitt vöruútval, hitta viðskiptavini og leyfa þeim að sjá, snerta og prófa vörurnar. Eftir leit án árangurs ákváðum við að slá til sjálfar og halda okkar eigin markað fyrir netverslanir. Við stofnuðum hópinn „Eigendur netverslana á Íslandi“ á Facebook sem fer ört stækkandi og eru þar samankomnir stór hluti eigenda netverslana á Íslandi. Þar fer stór hluti skipulagningarinnar fram,“ segir Eyrún.Vinkonurnar segja að markaðirnir hafi farið fram úr þeirra væntingum. Vísir/VilhelmRöð út fyrir dyr Einnig er hægt að fylgjast með skipulagningu markaðanna hjá POP mörkuðum á Facebook en markaðirnir sem vinkonurnar standa fyrir eru haldnir undir því nafni. „Markaðirnir hafa farið langt fram úr okkar væntingum og hefur eftirspurnin verið mikil. Það hefur fyllst fljótt á alla markaðina og er mikill áhugi meðal fólks. Á síðasta markað mættu rúmlega 3500 manns og var röð út fyrir dyr. Núna eru enn fleiri netverslanir, meiri fjölbreytni og vonandi enn fleiri gestir. Á markaðinum verða yfir 60 netverslanir, þar á meðal eru heimils-, snyrti-, hár-, barna-, gjafavöru-, umhverfis- og íþróttaverslanir og ótal fleiri vörur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“Kynnast viðskiptavinum sínum Eyrún segir að vinkonurnar séu ótrúlega ánægðar með viðbrögðin og bíða spenntar eftir stóru markaðshelginni. „Markaður líkt og þessi gefur netverslunum kost á að kynnast öðrum netverslunum, koma sínum vörum á framfæri, kynnast núverandi viðskiptavinum og afla nýrra. Þannig það mætti segja að markaðurinn sé frábær leið til að markaðssetja sig og sína verslun. Margar netverslanir verða með góð tilboð og afslætti yfir helgina. Einnig verða matarvagnar á svæðinu og má áætla að stemningin verði góð bæði hjá eigendum og gestum.“ Markaðurinn er frá 11 til 16 bæði laugardaginn 1. september og sunnudaginn 2. september. Á Facebook-síðu viðburðarins má nálgast upplýsingar um þær netverslanir sem verða á staðnum. Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir, Sara Björk Purkhús og Olga Helena Ólafsdóttir standa fyrir haustmarkaði netverslana sem haldin verður helgina 1. til 2. september í Víkingsheimilinu. Um er að ræða stærsta netverslanamarkað sem haldin hefur verið hér á landi. Um 70 netverslanir verða á staðnum og ætla margar þeirra að vera með tilboð í gangi. Þær reka sínar eigin netverslanir og vilja með þessu gefa fólki tækifæri til þess að skoða vörur verslana sem eingöngu eru á netinu. Sara Björk stofnaði netverslunina Purkhús árið 2017 og selur þar fallegar heimils- og gjafavörur. Olga Helena og Eyrún stofnuðu saman netverslunina Von verslun sem selur barnavörur og bókina Minningar, minningabók um fyrsta ár barnsins sem þær hönnuðu sjálfar. Stelpurnar hafa nú þegar staðið fyrir tveimur mörkuðum, jóla- og sumarmarkaði netverslana og er stefnan tekin á langstærsta markað sem haldin hefur verið á Íslandi, haustmarkað netverslana. „Stuttu eftir við opnuðum okkar netverslanir fórum við að skoða í kringum okkur hvort það væru einhverjir markaðir fyrir netverslanir til að kynna sig og sitt vöruútval, hitta viðskiptavini og leyfa þeim að sjá, snerta og prófa vörurnar. Eftir leit án árangurs ákváðum við að slá til sjálfar og halda okkar eigin markað fyrir netverslanir. Við stofnuðum hópinn „Eigendur netverslana á Íslandi“ á Facebook sem fer ört stækkandi og eru þar samankomnir stór hluti eigenda netverslana á Íslandi. Þar fer stór hluti skipulagningarinnar fram,“ segir Eyrún.Vinkonurnar segja að markaðirnir hafi farið fram úr þeirra væntingum. Vísir/VilhelmRöð út fyrir dyr Einnig er hægt að fylgjast með skipulagningu markaðanna hjá POP mörkuðum á Facebook en markaðirnir sem vinkonurnar standa fyrir eru haldnir undir því nafni. „Markaðirnir hafa farið langt fram úr okkar væntingum og hefur eftirspurnin verið mikil. Það hefur fyllst fljótt á alla markaðina og er mikill áhugi meðal fólks. Á síðasta markað mættu rúmlega 3500 manns og var röð út fyrir dyr. Núna eru enn fleiri netverslanir, meiri fjölbreytni og vonandi enn fleiri gestir. Á markaðinum verða yfir 60 netverslanir, þar á meðal eru heimils-, snyrti-, hár-, barna-, gjafavöru-, umhverfis- og íþróttaverslanir og ótal fleiri vörur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“Kynnast viðskiptavinum sínum Eyrún segir að vinkonurnar séu ótrúlega ánægðar með viðbrögðin og bíða spenntar eftir stóru markaðshelginni. „Markaður líkt og þessi gefur netverslunum kost á að kynnast öðrum netverslunum, koma sínum vörum á framfæri, kynnast núverandi viðskiptavinum og afla nýrra. Þannig það mætti segja að markaðurinn sé frábær leið til að markaðssetja sig og sína verslun. Margar netverslanir verða með góð tilboð og afslætti yfir helgina. Einnig verða matarvagnar á svæðinu og má áætla að stemningin verði góð bæði hjá eigendum og gestum.“ Markaðurinn er frá 11 til 16 bæði laugardaginn 1. september og sunnudaginn 2. september. Á Facebook-síðu viðburðarins má nálgast upplýsingar um þær netverslanir sem verða á staðnum.
Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira