Viljayfirlýsing undirrituð um byggingu 33 íbúða á Akranesi Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2018 19:31 Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar. Skessuhorn Ritað var undir viljayfirlýsingu um byggingu 33 íbúða við Asparskóga á Akranesi fyrr í dag. Þeir sem rituðu undir viljayfirlýsinguna voru Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjarg íbúðafélags, Gylfi Arnbjörnsson stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ og Árni Stefán Jónsson, varaformaður stjórnar Bjargs og formaður SFR. Viðstaddir undirritunina voru embættismenn, bæjarfulltrúar Akraneskaupstaðar og Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA. Með viljayfirlýsingunni veitir Akraneskaupstaður vilyrði um úthlutun á lóðum að Asparskógum 12, 14 og 16 til íbúðafélagsins Bjargs þar sem reisa á leiguíbúðir og einnig mun Akraneskaupstaður veita stofnframlag til uppbyggingarinnar í samræmi við ákvæði laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Stofnframlag Akraneskaupstaðar til uppbyggingar er 12% af stofnvirði og getur t.d. verið í formi gatnagerðargjalda og annarra opinberra gjalda sem kaupstaðurinn hefur forræði á. Akraneskaupstaður gerir það að skilyrði fyrir veitingu stofnframlags til verkefnisins að Akraneskaupstaður hafi að jafnaði ráðstöfunarrétt að 25% íbúða samkvæmt nánara samkomulagi milli aðila. Íbúðirnar sem hér um ræðir verða allar í útleigu og tekur leiguverð þeirra mið að tekjum leigutaka. Næsta skref verður að skipa sérstaka verkefnastjórn með fulltrúum frá Bjargi og Akraneskaupstað þar sem unnið verður sameiginlega að framgangi verkefnisins m.a. um fyrirkomulag húsa, skipulag, útlit o.s.frv. „Með undirritun yfirlýsingarinnar er stór skref stigið í að mæta íbúum Akraness með fjölgun leiguíbúða en lítið framboð hefur verið af slíkum síðastliðin ár“, er haft eftir Sævari Frey bæjarstjóra í tilkynningu um málið.. „Ég er fullur tilhlökkunar yfir verkefninu og hef mikla trú á því. Við erum hér að mæta fjölskyldum hér í bæ með nýjum leiguíbúðum á leiguverði sem tekur mið af tekjum heimilisins“, segir Sævar enn fremur. Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs lýsti yfir ánægju sinni með undirritunina og er spenntur fyrir að hefja þetta metnaðarfulla verkefni á Akranesi. Björn lýsir yfir mikilli ánægju með samstarfið við fulltrúa Akraness og hversu hratt og örugglega ferlið hefur gengið fyrir sig. Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi og varaformaður skipulags- og umhverfisráðs fagnaði þessum áfanga enda væri leigumarkaðurinn á Akranesi erfiður sem stendur. Þarna skapaðist tryggt leiguhúsnæði fyrir einstaklinga, ungar fjölskyldur, námsmenn o.fl. og spennandi yrði að fylgjast með uppbyggingunni. Rakel þakkaði fulltrúum Bjargs fyrir samstarfið og tók sérstaklega fram að einhugur hefði verið í bæjarstjórn um þessa ákvörðun. Skipulag Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ritað var undir viljayfirlýsingu um byggingu 33 íbúða við Asparskóga á Akranesi fyrr í dag. Þeir sem rituðu undir viljayfirlýsinguna voru Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjarg íbúðafélags, Gylfi Arnbjörnsson stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ og Árni Stefán Jónsson, varaformaður stjórnar Bjargs og formaður SFR. Viðstaddir undirritunina voru embættismenn, bæjarfulltrúar Akraneskaupstaðar og Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA. Með viljayfirlýsingunni veitir Akraneskaupstaður vilyrði um úthlutun á lóðum að Asparskógum 12, 14 og 16 til íbúðafélagsins Bjargs þar sem reisa á leiguíbúðir og einnig mun Akraneskaupstaður veita stofnframlag til uppbyggingarinnar í samræmi við ákvæði laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Stofnframlag Akraneskaupstaðar til uppbyggingar er 12% af stofnvirði og getur t.d. verið í formi gatnagerðargjalda og annarra opinberra gjalda sem kaupstaðurinn hefur forræði á. Akraneskaupstaður gerir það að skilyrði fyrir veitingu stofnframlags til verkefnisins að Akraneskaupstaður hafi að jafnaði ráðstöfunarrétt að 25% íbúða samkvæmt nánara samkomulagi milli aðila. Íbúðirnar sem hér um ræðir verða allar í útleigu og tekur leiguverð þeirra mið að tekjum leigutaka. Næsta skref verður að skipa sérstaka verkefnastjórn með fulltrúum frá Bjargi og Akraneskaupstað þar sem unnið verður sameiginlega að framgangi verkefnisins m.a. um fyrirkomulag húsa, skipulag, útlit o.s.frv. „Með undirritun yfirlýsingarinnar er stór skref stigið í að mæta íbúum Akraness með fjölgun leiguíbúða en lítið framboð hefur verið af slíkum síðastliðin ár“, er haft eftir Sævari Frey bæjarstjóra í tilkynningu um málið.. „Ég er fullur tilhlökkunar yfir verkefninu og hef mikla trú á því. Við erum hér að mæta fjölskyldum hér í bæ með nýjum leiguíbúðum á leiguverði sem tekur mið af tekjum heimilisins“, segir Sævar enn fremur. Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs lýsti yfir ánægju sinni með undirritunina og er spenntur fyrir að hefja þetta metnaðarfulla verkefni á Akranesi. Björn lýsir yfir mikilli ánægju með samstarfið við fulltrúa Akraness og hversu hratt og örugglega ferlið hefur gengið fyrir sig. Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi og varaformaður skipulags- og umhverfisráðs fagnaði þessum áfanga enda væri leigumarkaðurinn á Akranesi erfiður sem stendur. Þarna skapaðist tryggt leiguhúsnæði fyrir einstaklinga, ungar fjölskyldur, námsmenn o.fl. og spennandi yrði að fylgjast með uppbyggingunni. Rakel þakkaði fulltrúum Bjargs fyrir samstarfið og tók sérstaklega fram að einhugur hefði verið í bæjarstjórn um þessa ákvörðun.
Skipulag Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira