Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2018 20:30 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með þrettán prósenta fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri sex prósentum. Ferðamálastjóri segir enga ástæðu til svartsýni í greininni. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Talsverður barlómur hefur heyrst frá ferðaþjónustunni í vor. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti í morgun eru hins vegar þess eðlis að flestar aðrar atvinnugreinar myndu telja sig mega vel við una.Súluritið sýnir hvernig uppgangurinn heldur áfram. Erlendum ferðamönnum, sem fóru frá landinu í maímánuði, fjölgaði um 13 prósent frá fyrra ári, úr 146 þúsund manns upp í 165 þúsund.Grafík/Hlynur Magnússon.Tölur um brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll í maímánuði bera með sér að ævintýrið heldur áfram. Árið 2014 voru erlendir ferðamenn maímánaðar 67 þúsund, í maí í fyrra 146 þúsund en núna í ár 165 þúsund, þrettán prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. „Það er samt varlegt að draga of miklar ályktanir út frá einum mánuði. Við þurfum að sjá lengra tímabil. Það er fjölgun það sem af er þessu ári, miðað við sama tíma í fyrra, en við skulum sjá hvernig sumarið kemur út. Það er mikilvægasti tíminn,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Tölur um hlutfallslega fjölgun fyrstu fimm mánuði ársins sýna að hún var 30 prósent árið 2015, 35 prósent 2016, 46 prósent 2017, þannig að nærri sex prósenta aukning í ár bætist ofan á gríðarlega fjölgun undanfarin ár. „Þannig að þetta er ekkert slæmt og engin ástæða til þess að vera með neina svartsýni. Heldur þvert á móti. Það er ýmislegt - og margt gott - að gerast í ferðaþjónustu.“Súluritið sýnir hina gríðarlegu fjölgun ferðamanna fyrstu fimm mánuði undanfarinna ára. Þótt hægt hafi á aukningunni í ár heldur ferðamönnum samt áfram að fjölgaGrafík/Hlynur Magnússon.Þegar ferðamálastjóri rýnir í tölurnar sér hann fleira jákvætt, því að á meðan breskum ferðamönnum fækkar, sem dvelja jafnan stutt á landinu, þá fjölgar þjóðum sem dvelja jafnan lengur, eins og Bandaríkjamönnum og Mið- og Suður-Evrópubúum. „Bandaríkjamenn, sem eru þarna í talsverðri aukningu, þeir eru að dvelja að jafnaði fimm og hálfan dag. Þannig að það er alveg þokkalegt hjá þeim. Evrópuþjóðirnar eru að dvelja lengur. Bretarnir styttra. Það skiptir líka máli hvernig dreifingin er á milli þjóðerna, hvaða áhrif það hefur. Því það er lengdin sem skiptir máli, dvalarlengdin, en ekki fjöldinn sem kemur frá hverju landi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Sjá meira
Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með þrettán prósenta fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri sex prósentum. Ferðamálastjóri segir enga ástæðu til svartsýni í greininni. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Talsverður barlómur hefur heyrst frá ferðaþjónustunni í vor. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti í morgun eru hins vegar þess eðlis að flestar aðrar atvinnugreinar myndu telja sig mega vel við una.Súluritið sýnir hvernig uppgangurinn heldur áfram. Erlendum ferðamönnum, sem fóru frá landinu í maímánuði, fjölgaði um 13 prósent frá fyrra ári, úr 146 þúsund manns upp í 165 þúsund.Grafík/Hlynur Magnússon.Tölur um brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll í maímánuði bera með sér að ævintýrið heldur áfram. Árið 2014 voru erlendir ferðamenn maímánaðar 67 þúsund, í maí í fyrra 146 þúsund en núna í ár 165 þúsund, þrettán prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. „Það er samt varlegt að draga of miklar ályktanir út frá einum mánuði. Við þurfum að sjá lengra tímabil. Það er fjölgun það sem af er þessu ári, miðað við sama tíma í fyrra, en við skulum sjá hvernig sumarið kemur út. Það er mikilvægasti tíminn,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Tölur um hlutfallslega fjölgun fyrstu fimm mánuði ársins sýna að hún var 30 prósent árið 2015, 35 prósent 2016, 46 prósent 2017, þannig að nærri sex prósenta aukning í ár bætist ofan á gríðarlega fjölgun undanfarin ár. „Þannig að þetta er ekkert slæmt og engin ástæða til þess að vera með neina svartsýni. Heldur þvert á móti. Það er ýmislegt - og margt gott - að gerast í ferðaþjónustu.“Súluritið sýnir hina gríðarlegu fjölgun ferðamanna fyrstu fimm mánuði undanfarinna ára. Þótt hægt hafi á aukningunni í ár heldur ferðamönnum samt áfram að fjölgaGrafík/Hlynur Magnússon.Þegar ferðamálastjóri rýnir í tölurnar sér hann fleira jákvætt, því að á meðan breskum ferðamönnum fækkar, sem dvelja jafnan stutt á landinu, þá fjölgar þjóðum sem dvelja jafnan lengur, eins og Bandaríkjamönnum og Mið- og Suður-Evrópubúum. „Bandaríkjamenn, sem eru þarna í talsverðri aukningu, þeir eru að dvelja að jafnaði fimm og hálfan dag. Þannig að það er alveg þokkalegt hjá þeim. Evrópuþjóðirnar eru að dvelja lengur. Bretarnir styttra. Það skiptir líka máli hvernig dreifingin er á milli þjóðerna, hvaða áhrif það hefur. Því það er lengdin sem skiptir máli, dvalarlengdin, en ekki fjöldinn sem kemur frá hverju landi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Sjá meira
Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00
Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00