Fjarskipti verða Sýn Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2018 16:42 Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Fjarskipti hf., sem var nafn á sameinuðu félagi Vodafone, heita nú Sýn hf. Þetta var ákveðið á aðalfundi Fjarskipta hf. í dag og er Sýn hf því nú heiti á sameinuðu félagi Vodafone og sameinaðrar fjölmiðlastarfsemi sem innihelur meðal annars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og Xið 977. Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. Sýn verður þannig regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Sýn verður regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Í tilkynningu um þessa breytingu kemur fram að hún hafi engin áhrif á notkun eða starfsemi vörumerkjanna heldur er einungis ætlað að sameina mörg sterkustu vörumerki landsins í eina heild. Vörumerkið mun til að mynda vera notað í tengslum við reikningagerð sameinaðs félags og í tengslum við skráningu félagsins á verðbréfamarkaði og aðra almenna þætti félagsins, á sama hátt og Fjarskipti hf. var notað áður. Sýn er gamalt vörumerki sem margir muna eftir í tengslum við fjölmiðlastarfsemi. Nafnið er þó ekki síður valið með tilliti til mikilvægi þess að horfa til framtíðar á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar. „Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar er skýr stefna og framtíðarsýn fyrirtækja nauðsynleg til árangurs. Sýn starfar á spennandi mörkuðum sem munu halda áfram í hröðu breytingaferli. Við hræðumst ekki þær breytingar heldur sjáum í þeim mikil tækifæri. Nafnið mun stöðugt minna okkur á að við þurfum að halda áfram að sýna frumkvæði og sköpun í okkar rekstri til að skila árangri fyrir okkar viðskiptavini og samfélagið allt. Við ætlum okkur ekkert minna en að vera leiðtogi á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi og til þess þarf bæði skýra og nýja sýn,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar í tilkynningu um breytinguna.Vísir er í eigu Sýnar hf. Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Fjarskipti hf., sem var nafn á sameinuðu félagi Vodafone, heita nú Sýn hf. Þetta var ákveðið á aðalfundi Fjarskipta hf. í dag og er Sýn hf því nú heiti á sameinuðu félagi Vodafone og sameinaðrar fjölmiðlastarfsemi sem innihelur meðal annars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og Xið 977. Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. Sýn verður þannig regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Sýn verður regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Í tilkynningu um þessa breytingu kemur fram að hún hafi engin áhrif á notkun eða starfsemi vörumerkjanna heldur er einungis ætlað að sameina mörg sterkustu vörumerki landsins í eina heild. Vörumerkið mun til að mynda vera notað í tengslum við reikningagerð sameinaðs félags og í tengslum við skráningu félagsins á verðbréfamarkaði og aðra almenna þætti félagsins, á sama hátt og Fjarskipti hf. var notað áður. Sýn er gamalt vörumerki sem margir muna eftir í tengslum við fjölmiðlastarfsemi. Nafnið er þó ekki síður valið með tilliti til mikilvægi þess að horfa til framtíðar á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar. „Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar er skýr stefna og framtíðarsýn fyrirtækja nauðsynleg til árangurs. Sýn starfar á spennandi mörkuðum sem munu halda áfram í hröðu breytingaferli. Við hræðumst ekki þær breytingar heldur sjáum í þeim mikil tækifæri. Nafnið mun stöðugt minna okkur á að við þurfum að halda áfram að sýna frumkvæði og sköpun í okkar rekstri til að skila árangri fyrir okkar viðskiptavini og samfélagið allt. Við ætlum okkur ekkert minna en að vera leiðtogi á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi og til þess þarf bæði skýra og nýja sýn,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar í tilkynningu um breytinguna.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent