Lausnargjaldsgreiðslur til Boko Haram stuðli að frekari ránum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Stúlka, sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram slepptu á miðvikudag, gengur um götur heimabæjarins Dapchi með föður sínum. Vísir/AFp Þrátt fyrir að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, hafi þvertekið fyrir að yfirvöld hafi greitt lausnargjald fyrir þær 104 stúlkur sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu aftur heim til Dapchi á miðvikudag virðist hið gagnstæða vera satt. Nígerísk-bandaríska fréttastofan Sahara Reporters, sem greindi fyrst frá því að stúlkurnar væru komnar heim, sögðu frá þessu í gær. Heimildir Sahara Reporters herma að yfirvöld hafi ekki bara greitt hryðjuverkamönnunum lausnargjald. Föngum úr röðum Boko Haram hafi þar að auki verið sleppt úr haldi. Ráðherrarnir tveir sögðu hins vegar að í stað þess að greiða lausnargjald hafi yfirvöld samið við hryðjuverkamennina um lausn stúlknanna. Samkvæmt BBC er þetta ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld greiða Boko Haram lausnargjald. Hundruð milljóna hafi farið í slíkar greiðslur, meirihlutinn frá því Buhari varð forseti árið 2015. Til að mynda hafi yfirvöld reitt fram myndarlega summu til að fá þrjá háskólakennara og tíu konur leyst úr haldi. Þá hafi um 400 milljónir króna farið í að tryggja það að 82 stúlkum frá Chibok yrði sleppt í fyrra og fimm hátt settum Boko Haram-liðum sleppt úr haldi á móti. Stjórnmálaskýrendur hafa haldið því fram að greinilegur vilji Buhari-stjórnarinnar til að greiða lausnargjald ýti undir vilja Boko Haram til að ræna almennum borgurum í stórum stíl. Þessu hefur nígeríska stjórnarandstaðan einnig haldið fram, til að mynda þegar rán Dapchi-stúlknanna var rætt í öldungadeild þingsins í febrúar.Eykur vægi Boko Haram „Þau finna leiðir til að ræna fólki svo þau geti svo samið við ríkisstjórnina um lausnargjald. Þetta gefur þeim aukið vægi,“ sagði Joshua Lidani öldungadeildarþingmaður í þeim umræðum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nígeríu, PDP, sakaði ríkisstjórnina í gær um að hafa sviðsett rán Dapchi-stúlknanna í pólitískum tilgangi. Upplýsingafulltrúi flokksins, Hon Kola Ologbondiyan, sagði á blaðamannafundi að flokkurinn liti svo á að „þessi hryllilegi verknaður, að nota saklausar skólastúlkur sem peð í óheiðarlegum leik, væri hannaður til að plata Nígeríumenn og setja á svið hetjulega björgun til að auka sigurlíkur ríkisstjórnarinnar í kosningunum 2019“. Um væri að ræða óafsakanlega hegðun. Kallaði Ologbondiyan eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaglæpadómstóllinn lýstu því yfir að ríkisstjórnin væri sek um glæpi gegn mannkyninu eftir rannsókn á málinu. Þá kallaði hann jafnframt eftir handtöku allra hlutaðeigandi og því að þau yrðu sótt til saka. „Þetta misheppnaða Dapchi-drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hliðstæðu. Nígeríumenn munu ekki fyrirgefa ríkisstjórninni og forsetanum þann hrylling sem stúlkurnar og foreldrar þeirra þurftu að þola,“ sagði Ologbondiyan. Birtist í Fréttablaðinu Nígería Tengdar fréttir Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Þrátt fyrir að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, hafi þvertekið fyrir að yfirvöld hafi greitt lausnargjald fyrir þær 104 stúlkur sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu aftur heim til Dapchi á miðvikudag virðist hið gagnstæða vera satt. Nígerísk-bandaríska fréttastofan Sahara Reporters, sem greindi fyrst frá því að stúlkurnar væru komnar heim, sögðu frá þessu í gær. Heimildir Sahara Reporters herma að yfirvöld hafi ekki bara greitt hryðjuverkamönnunum lausnargjald. Föngum úr röðum Boko Haram hafi þar að auki verið sleppt úr haldi. Ráðherrarnir tveir sögðu hins vegar að í stað þess að greiða lausnargjald hafi yfirvöld samið við hryðjuverkamennina um lausn stúlknanna. Samkvæmt BBC er þetta ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld greiða Boko Haram lausnargjald. Hundruð milljóna hafi farið í slíkar greiðslur, meirihlutinn frá því Buhari varð forseti árið 2015. Til að mynda hafi yfirvöld reitt fram myndarlega summu til að fá þrjá háskólakennara og tíu konur leyst úr haldi. Þá hafi um 400 milljónir króna farið í að tryggja það að 82 stúlkum frá Chibok yrði sleppt í fyrra og fimm hátt settum Boko Haram-liðum sleppt úr haldi á móti. Stjórnmálaskýrendur hafa haldið því fram að greinilegur vilji Buhari-stjórnarinnar til að greiða lausnargjald ýti undir vilja Boko Haram til að ræna almennum borgurum í stórum stíl. Þessu hefur nígeríska stjórnarandstaðan einnig haldið fram, til að mynda þegar rán Dapchi-stúlknanna var rætt í öldungadeild þingsins í febrúar.Eykur vægi Boko Haram „Þau finna leiðir til að ræna fólki svo þau geti svo samið við ríkisstjórnina um lausnargjald. Þetta gefur þeim aukið vægi,“ sagði Joshua Lidani öldungadeildarþingmaður í þeim umræðum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nígeríu, PDP, sakaði ríkisstjórnina í gær um að hafa sviðsett rán Dapchi-stúlknanna í pólitískum tilgangi. Upplýsingafulltrúi flokksins, Hon Kola Ologbondiyan, sagði á blaðamannafundi að flokkurinn liti svo á að „þessi hryllilegi verknaður, að nota saklausar skólastúlkur sem peð í óheiðarlegum leik, væri hannaður til að plata Nígeríumenn og setja á svið hetjulega björgun til að auka sigurlíkur ríkisstjórnarinnar í kosningunum 2019“. Um væri að ræða óafsakanlega hegðun. Kallaði Ologbondiyan eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaglæpadómstóllinn lýstu því yfir að ríkisstjórnin væri sek um glæpi gegn mannkyninu eftir rannsókn á málinu. Þá kallaði hann jafnframt eftir handtöku allra hlutaðeigandi og því að þau yrðu sótt til saka. „Þetta misheppnaða Dapchi-drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hliðstæðu. Nígeríumenn munu ekki fyrirgefa ríkisstjórninni og forsetanum þann hrylling sem stúlkurnar og foreldrar þeirra þurftu að þola,“ sagði Ologbondiyan.
Birtist í Fréttablaðinu Nígería Tengdar fréttir Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00