Omri Casspi samdi við Golden State á „lágmarkslaunum“ þegar mun betri tilboð buðust frá öðrum félögum í NBA-deildinni. Hann gerði ríkjandi NBA-meisturum þann „greiða“ og sá fyrir möguleika á að vinna loksins NBA-titilinn.
Forráðamenn Golden State Warriors fóru hinsvegar afar illa með Casspi. Það er ekki nóg með að félagið sagði upp samningnum við hann áður en tímabilinu lauk þá gerðu þeir það svo seint að Casspi má ekki spila með öðru félagi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár.
Very harsh numbers game catches up to Omri Casspi, who league sources say turned down more lucrative interest last summer from Brooklyn to go for a ring on a minimum deal in Golden State, only to be forced out when the Warriors had to manufacture a roster spot by Sunday for Cook
— Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018
Because he was not waived by March 1, Omri Casspi is ineligible to appear in the playoffs for any other team this season
— Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018
The Warriors, I'm told, badly wanted to avoid this outcome but also felt that they need to keep all of their bigs (Zaza, West, JaVale, Looney and Damion Jones) for the postseason grind to come
— Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018
Besti leikur hans var í sigurleik á móti Phoenix Suns þar sem hann skorað 19 stig og tók 10 fráköst.
NBA-deildin í dag er harður og miskunnarlaus viðskiptaheimur eins og sést vel á meðferð Golden State Warriors á þessum 29 ára gamla Ísraelsmanni sem mun nú líklega aldrei upplifa það að verða NBA-meistari í körfubolta.