Fimm fjármálafyrirtæki með hvatakerfi fengið sekt eða aðfinnslur frá Fjármálaeftirlitinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. desember 2018 19:00 Fjármálaeftirlitið hefur sektað þrjú fjármálafyrirtæki fyrir brot á reglum um hvatakerfi og gert athugasemdir hjá tveimur fjármálafyrirtækjum til viðbótar. Forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hvatakerfum. Regluverk hafi verið hert og eftirlit aukið. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 kemur fram að kaupaukakerfi í íslensku bönkunum 2004-2008 hafi leitt af sér aukna áhættusækni og átt sinn þátt í falli þeirra árið 2008. Kaupaukar voru ekki greiddir í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrstu árin eftir fjármálahrunið. Reglur um kaupauka voru verulega hertar árið 2016 og í dag hafa verið tekin upp slík kerfi í Arion banka og Íslandsbanka. Að auki eru greiddir út kaupaaukar í fimm öðrum fjármálafyrirtækjum. Í Landsbankanum voru greiddar álagsgreiðslur til starfsmanna allra deilda á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar voru ekki inntar af hendi á grundvelli kaupaukakerfis en rúmuðust þó ekki innan laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið sektaði þrjú fjármálafyrirtæki, Borgun, Arctica Finance og Kviku banka á síðasta ári og hefur, eins og áður segir, gert athugun hjá Landsbankanum og Landsbréfum vegna sniðgöngu á reglunum. Í framhaldinu kom fram að Kvika banki hygðist leggja kerfið niður. Stjórn kviku banka hefur þegar tilkynnt vegna kaupa á Gamma Capital Management að lagt verði fyrir aðalfund hvort bjóða eigi starfsmönnum Gamma áskriftarréttindi í bankanum á markaðsvirði eins og starfsmönnum Kviku hefur boðist frá haustinu 2017. Ekki virðist alveg skýrt samkvæmt lögunum hvort slík réttindi feli í sér kaupauka en í svari frá Fjármálaeftirlitinu kemur fram að slíkt geti falið í sér kaupauka en þurfi þó að meta hverju sinni. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að óttast hvatakerfi. „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þróun kaupaukakerfa hér á landi. Það er búið að setja mjög stífar reglur varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja og takmarka áhættusækni þeirra mjög mikið. Þá er búið að setja stífar reglur um hvatakerfi. Loks sjáum við engin merki um aukna áhættuhegðun í kerfinu nema síður sé. Hins vegar skil ég vel að þessu sé velt upp og mikilvægt að huga að því hvernig kaupaukar eru hannaðir,“ segir Páll. Hann telur að sníða þurfi reglur um kaupaauka enn betur að núverandi fjármálakerfi. „Það er brýnt að hugleiða hvaða breytingar megi gera á komandi misserum. Ég tel fullt tilefni til að rýmka möguleika til kaupauka á sumum stöðum, slíkt gæti t.d. aukið samkeppnishæfni smærri fjármálafyrirtækja. En svo þarf að hafa mjög stífar reglur á öðrum sviðum t.d. þegar hætta er á ákveðnum hagsmunaárekstrum hjá viðkomandi starfsmanni. Það er hægt að hanna kaupauka þannig að þeir geti samræmt hagsmuni, starfsmanna, hluthafa og samfélagsins í heild og þannig þjónað hagsmunum samfélagsins í heild,“ segir Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upplýsingar um Landsbanka voru rangar í upprunalegri frétt. Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur sektað þrjú fjármálafyrirtæki fyrir brot á reglum um hvatakerfi og gert athugasemdir hjá tveimur fjármálafyrirtækjum til viðbótar. Forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hvatakerfum. Regluverk hafi verið hert og eftirlit aukið. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 kemur fram að kaupaukakerfi í íslensku bönkunum 2004-2008 hafi leitt af sér aukna áhættusækni og átt sinn þátt í falli þeirra árið 2008. Kaupaukar voru ekki greiddir í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrstu árin eftir fjármálahrunið. Reglur um kaupauka voru verulega hertar árið 2016 og í dag hafa verið tekin upp slík kerfi í Arion banka og Íslandsbanka. Að auki eru greiddir út kaupaaukar í fimm öðrum fjármálafyrirtækjum. Í Landsbankanum voru greiddar álagsgreiðslur til starfsmanna allra deilda á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar voru ekki inntar af hendi á grundvelli kaupaukakerfis en rúmuðust þó ekki innan laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið sektaði þrjú fjármálafyrirtæki, Borgun, Arctica Finance og Kviku banka á síðasta ári og hefur, eins og áður segir, gert athugun hjá Landsbankanum og Landsbréfum vegna sniðgöngu á reglunum. Í framhaldinu kom fram að Kvika banki hygðist leggja kerfið niður. Stjórn kviku banka hefur þegar tilkynnt vegna kaupa á Gamma Capital Management að lagt verði fyrir aðalfund hvort bjóða eigi starfsmönnum Gamma áskriftarréttindi í bankanum á markaðsvirði eins og starfsmönnum Kviku hefur boðist frá haustinu 2017. Ekki virðist alveg skýrt samkvæmt lögunum hvort slík réttindi feli í sér kaupauka en í svari frá Fjármálaeftirlitinu kemur fram að slíkt geti falið í sér kaupauka en þurfi þó að meta hverju sinni. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að óttast hvatakerfi. „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þróun kaupaukakerfa hér á landi. Það er búið að setja mjög stífar reglur varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja og takmarka áhættusækni þeirra mjög mikið. Þá er búið að setja stífar reglur um hvatakerfi. Loks sjáum við engin merki um aukna áhættuhegðun í kerfinu nema síður sé. Hins vegar skil ég vel að þessu sé velt upp og mikilvægt að huga að því hvernig kaupaukar eru hannaðir,“ segir Páll. Hann telur að sníða þurfi reglur um kaupaauka enn betur að núverandi fjármálakerfi. „Það er brýnt að hugleiða hvaða breytingar megi gera á komandi misserum. Ég tel fullt tilefni til að rýmka möguleika til kaupauka á sumum stöðum, slíkt gæti t.d. aukið samkeppnishæfni smærri fjármálafyrirtækja. En svo þarf að hafa mjög stífar reglur á öðrum sviðum t.d. þegar hætta er á ákveðnum hagsmunaárekstrum hjá viðkomandi starfsmanni. Það er hægt að hanna kaupauka þannig að þeir geti samræmt hagsmuni, starfsmanna, hluthafa og samfélagsins í heild og þannig þjónað hagsmunum samfélagsins í heild,“ segir Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upplýsingar um Landsbanka voru rangar í upprunalegri frétt.
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira