Viðskipti innlent

N1 verður N1 ehf um áramótin

Atli Ísleifsson skrifar
Samkeppniseftirlitið samþykkti kaup N1 á Festi, næststærstu smásölukeðju landsins, gegn skilyrðum fyrr á árinu.
Samkeppniseftirlitið samþykkti kaup N1 á Festi, næststærstu smásölukeðju landsins, gegn skilyrðum fyrr á árinu. Mynd/N1
Nafn N1 mun breytast í N1 ehf um árámótin, en breytinguna má rekja vegna samruna fyrirtækisins við Festi.

Í tilkynningu segir að með breytingunni fái N1 ehf nýja kennitölu og virðisaukaskattsnúmer. Að öðru leyti hafi hún engin áhrif á samninga eða þjónustu við viðskiptavini.

„Síðustu vikur og mánuði hefur starfsfólk N1 unnið hörðum höndum að ýmsum breytingum vegna samrunans við Festi og ekki síst hvernig hægt sé að bæta þjónustu við viðskiptavini um land allt enn betur en áður. Þar eru margir boltar á lofti en fyrsta skref er formbreyting á N1 sem tekur gildi 1. janúar 2019,“ segir í tilkynningunni.

Samkeppniseftirlitið samþykkti kaup N1 á Festi, næststærstu smásölukeðju landsins, gegn skilyrðum fyrr á árinu. Endanlegt kaupverð, það er heildarvirði Festar að frádregnum vaxtaberandi skuldum, var ríflega 23,7 milljarðar króna.


Tengdar fréttir

N1 verður „gjörbreytt“

Kaup N1 á Festi skila meiri samlegðaráhrifum en gert er ráð fyrir í áætlunum olíufélagsins, að sögn forstjórans. Hlutabréfaverð N1 hækkaði um 11,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×