Mamma og pabbi voru í stúkunni þegar Martin snéri aftur með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 15:45 Martin Hermannsson. Getty/Manuel Blondeau/Icon Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson snéri aftur inn á körfuboltavöllinn í gær þegar lið hans Alba Berlin vann 108-96 sigur á Giessen 46ers í síðasta heimaleik liðsins á árinu 2018. Martin hefur verið að glíma við meiðsli og hafði ekkert spilað með Alba Berlin síðan í lok október. Foreldrar Martins, þau Hermann Hauksson og Margrét Elíasdóttir, voru hjá syninum um jólin og fengu heldur betur flotta jólagjöf frá stráknum í þessum leik. Þau voru líka heldur betur sátt með sinn mann. „Gjörsamlega geggjuð upplifun, þvílík stemning og okkar maður magnaður. Algjörlega ólýsanlegt, þetta er svo stórt og mikið,“ sagði Margrét á fésbókinni og Hermann var ekki síður ánægður: „Frábær leikur hjá okkar manni og við í stúkunni. Geggjuð stemmning og umgjörð,“ skrifaði Hermann. Það var ekki leiðinlegt fyrir alla fjölskylduna að sjá enn frekar sönnun á því hversu frábærlega Martin hefur náð að stimpla sig inn í þetta sterka Alba Berlin lið. Meiðslin voru smá áfall og þau héldu honum lengi frá. Hann vann hinsvegar vel í sínum málum og var heldur betur tilbúinn þegar græna ljósið kom.Sieg im letzten Heimspiel 2018! Wir gewinnen gegen die @GIESSEN46ers mit 108:96 und bleiben dem @fcb_basketball auf den Fersen. Tolles Comeback von @hermannsson15 mit 19 Punkten, 3 Rebounds und 3 Assists. pic.twitter.com/36wvpWYywx — ALBA BERLIN (@albaberlin) 27. Dezember 2018Martin átti algjöran stórleik í sínum fyrsta leik í tvo mánuði. Martin spilaði reyndar „bara“ í 20 mínútur en nýtti þær frábærlega. Hann var með 19 stig, 3 fráköst og 3 stioðsendingar en alls var hann með með 23 framlagsstig. Martin hitti úr 75 prósent skota sinna (6 af 8) og setti niður öll sex vítin sín. Hann var eftir leikinn valinn maður leiksins. Þetta er líka það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í þýsku bundesligunni. Eftir leikinn sagði Martin að hann myndi örugglega finna fyrir einhverjum harðsperrum á morgun en það væri allt í lagi. Körfubolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson snéri aftur inn á körfuboltavöllinn í gær þegar lið hans Alba Berlin vann 108-96 sigur á Giessen 46ers í síðasta heimaleik liðsins á árinu 2018. Martin hefur verið að glíma við meiðsli og hafði ekkert spilað með Alba Berlin síðan í lok október. Foreldrar Martins, þau Hermann Hauksson og Margrét Elíasdóttir, voru hjá syninum um jólin og fengu heldur betur flotta jólagjöf frá stráknum í þessum leik. Þau voru líka heldur betur sátt með sinn mann. „Gjörsamlega geggjuð upplifun, þvílík stemning og okkar maður magnaður. Algjörlega ólýsanlegt, þetta er svo stórt og mikið,“ sagði Margrét á fésbókinni og Hermann var ekki síður ánægður: „Frábær leikur hjá okkar manni og við í stúkunni. Geggjuð stemmning og umgjörð,“ skrifaði Hermann. Það var ekki leiðinlegt fyrir alla fjölskylduna að sjá enn frekar sönnun á því hversu frábærlega Martin hefur náð að stimpla sig inn í þetta sterka Alba Berlin lið. Meiðslin voru smá áfall og þau héldu honum lengi frá. Hann vann hinsvegar vel í sínum málum og var heldur betur tilbúinn þegar græna ljósið kom.Sieg im letzten Heimspiel 2018! Wir gewinnen gegen die @GIESSEN46ers mit 108:96 und bleiben dem @fcb_basketball auf den Fersen. Tolles Comeback von @hermannsson15 mit 19 Punkten, 3 Rebounds und 3 Assists. pic.twitter.com/36wvpWYywx — ALBA BERLIN (@albaberlin) 27. Dezember 2018Martin átti algjöran stórleik í sínum fyrsta leik í tvo mánuði. Martin spilaði reyndar „bara“ í 20 mínútur en nýtti þær frábærlega. Hann var með 19 stig, 3 fráköst og 3 stioðsendingar en alls var hann með með 23 framlagsstig. Martin hitti úr 75 prósent skota sinna (6 af 8) og setti niður öll sex vítin sín. Hann var eftir leikinn valinn maður leiksins. Þetta er líka það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í þýsku bundesligunni. Eftir leikinn sagði Martin að hann myndi örugglega finna fyrir einhverjum harðsperrum á morgun en það væri allt í lagi.
Körfubolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira