Áramótaheitið um að kulna ekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. desember 2018 09:00 Að prófa eitthvað nýtt. Um þetta hef ég hugsað mikið núna í aðdraganda áramóta því ég stóð mig að þeirri hugsun um daginn að ég hefði ekki prófað neitt nýtt á árinu sem er að líða. Ég hef sko ekki farið á neitt námskeið, hvorki í framandi matargerð né í hugleiðslu, ég prófaði ekki að skrifa skáldsögu og ekki gerði ég hlaðvarpsþátt. „Vá, hvað þetta er glatað. Ég er bara ekkert að vinna í mér sem manneskju! Læra eitthvað nýtt, takast á við einhverjar áskoranir,“ hugsaði ég með mér. Samt var ekkert af ofantöldu á einhverjum markmiðalista fyrir árið. Svo hugsaði ég málið aðeins og rifjaði smá upp.„Svikaraheilkennið“ og þessi skrýtni yfirmaður Ætli það merkilegasta, ekki bara á árinu heldur einfaldlega hingað til, hafi ekki verið að vera viðstödd fæðingu. Litla stúlkan sem fæddist er nafna mín sem ég er agalega montin með. Aldrei áður hafði ég verið viðstödd fæðingu og að eignast nöfnu - það var sko eitthvað nýtt! Svo varð ég föðursystir og það nýja hlutverk er ekki minna skemmtilegt en að eiga nöfnu. Í vinnunni tókst ég á við tvö stór og krefjandi verkefni og það nánast á sama tíma. Í báðum þessum verkefnum var ég með smá „svikaraheilkenni.“ Ég hugsaði oft með mér: „Vá, hvað yfirmaðurinn minn er skrýtinn að láta mig í þetta. Veit hann ekki að ég er alls ekki nógu klár í þessu?“ Ég stóð mig svo auðvitað bara vel í þessum verkefnum og það er bara frábært að yfirmaðurinn minn hafi þessa trú á mér. Ég er svolítið þannig að stundum hef ég mikla trú á mér og stundum bara alls enga. Fyrsta heila árið mitt í sambúð með kærasta er svo að líða undir lok. Það var eitthvað nýtt. Það var líka eitthvað nýtt að ferðast með honum til útlanda í fyrsta sinn og fara svo á Vestfirði í sumar, skemmtilegustu ferð sem ég hef farið í innanlands. Þetta er alveg eitthvað…Ekki gleyma að skrásetja allt á samfélagsmiðlum! Nútímasamfélag gerir sífellt meiri kröfur til okkar með tilheyrandi stressi, streitu og álagi.Ef þú gerir ekki eitthvað skapandi og geggjað með börnunum þínum allar helgar ertu þá að standa þig sem foreldri?Ef þú fórst ekki á skriðsundsnámskeið eða hljópst hálfmaraþon ertu þá að rækta líkamann? Ef þú last ekki eina bók í viku eða fórst á námskeið í endurmenntun ertu þá að rækta andann?Og mundirðu ekki alveg örugglega eftir því að skrásetja allt þetta sjúklega netta sem þú gerðir á Instagram, Snap, Facebook og Twitter? Annars gerðist það ekki!Já, og ekki gleyma að vera alltaf með vinnupóstinn opinn í símanum. Annars ertu ekki að standa þig í vinnunni. Frítími og chill, hvað er það?Eitt enn. Hvað með sambandið við makann? Ertu nokkuð að gleyma því í öllu stressinu?! Vita líka ekki örugglega allir á Insta og Face hvað þið eruð ruglað ástfangin?*Hrollvekjandi sögur Ég á ekki börn svo ég er þess fullviss að stress-level mitt er að jafnaði lægra en hjá öðrum 34 ára gömlum konum. Samt er mitt helsta markmið í lífinu orðið það að kulna ekki. Þetta hef ég sagt við nokkra undanfarið, meðal annars vinnufélagann sem fékk áfall þegar ég sagði honum að ég vildi ekki hafa appið fyrir vinnupóstinn í símanum. Mér finnst bara einhvern veginn nógu mikið álag fylgja vinnunni - og svo er Facebook-appið í símanum líka bara nóg. Markmiðið mitt, og kannski núna áramótaheitið, um að kulna ekki setti ég mér eftir að hafa lesið og hlustað á nokkrar konur segja frá reynslu sinni af kulnun. Sögurnar þeirra voru einfaldlega hrollvekjandi. Allar lýstu þær því að hafa haft of mikið að gera, kannski ekki endilega út af því að þær langaði til þess heldur vegna þess að þær þurftu þess eða fannst þær þurfa þess. Þær þurftu alltaf að vera að. Það að hvíla sig, taka pásu, slaka á, það var ekki inni í myndinni.Það má alveg binge-a þátt þrjú kvöld í viku Lífið er ekki leikur, það vitum við öll. Það getur verið erfitt og yfirþyrmandi en það á líka að geta verið fyndið og skemmtilegt og allt þarna á milli. Það á ekki að vera þannig að þér finnist þú alltaf vera að bugast. Að þú sért örmagna. Sem betur fer líður mér eiginlega aldrei þannig, sjö, níu, þrettán, en það virðist óhugnanlega auðvelt að komast á þann stað, ekki kannski síst vegna þess að það er svo ríkt í konu að harka af sér, vera dugleg, væla ekki. Sumir vilja meina að það sé eitthvað sér-íslenskt, og ef til vill er eitthvað til í því, en kulnun og örmögnun er víðar að verða meira og meira vandamál en aðeins hér á landi. Það er allt í lagi að slaka á, staldra aðeins við. Vinna minna, sofa meira. Liggja í sófanum og binge-a þátt. Þú ert ekki ömurleg manneskja þótt þú leyfir þér það, jafnvel þrjú kvöld í viku, ef það er eitthvað sem þér finnst á annað borð reglulega næs. Það er líka í góðu lagi að vera dugleg, ekki misskilja mig. Ef þér finnst geggjað að labba á fjöll hverja helgi og baka sautján sortir fyrir jólin þá er það snilld. Lykilatriðið er kannski þetta: Gerðu það af því að þig langar til þess, ekki af því að þér finnst þú þurfa að gera það til þess að uppfylla einhverjar kröfur í hröðu og sítengdu nútímasamfélagi. Annars er hætt við því að hrollvekjandi sögurnar af kulnun verði enn fleiri. (*Þessar ímynduðu en þó svo raunverulegu kröfur eru langt því frá tæmandi.)Höfundur er blaðamaður á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Að prófa eitthvað nýtt. Um þetta hef ég hugsað mikið núna í aðdraganda áramóta því ég stóð mig að þeirri hugsun um daginn að ég hefði ekki prófað neitt nýtt á árinu sem er að líða. Ég hef sko ekki farið á neitt námskeið, hvorki í framandi matargerð né í hugleiðslu, ég prófaði ekki að skrifa skáldsögu og ekki gerði ég hlaðvarpsþátt. „Vá, hvað þetta er glatað. Ég er bara ekkert að vinna í mér sem manneskju! Læra eitthvað nýtt, takast á við einhverjar áskoranir,“ hugsaði ég með mér. Samt var ekkert af ofantöldu á einhverjum markmiðalista fyrir árið. Svo hugsaði ég málið aðeins og rifjaði smá upp.„Svikaraheilkennið“ og þessi skrýtni yfirmaður Ætli það merkilegasta, ekki bara á árinu heldur einfaldlega hingað til, hafi ekki verið að vera viðstödd fæðingu. Litla stúlkan sem fæddist er nafna mín sem ég er agalega montin með. Aldrei áður hafði ég verið viðstödd fæðingu og að eignast nöfnu - það var sko eitthvað nýtt! Svo varð ég föðursystir og það nýja hlutverk er ekki minna skemmtilegt en að eiga nöfnu. Í vinnunni tókst ég á við tvö stór og krefjandi verkefni og það nánast á sama tíma. Í báðum þessum verkefnum var ég með smá „svikaraheilkenni.“ Ég hugsaði oft með mér: „Vá, hvað yfirmaðurinn minn er skrýtinn að láta mig í þetta. Veit hann ekki að ég er alls ekki nógu klár í þessu?“ Ég stóð mig svo auðvitað bara vel í þessum verkefnum og það er bara frábært að yfirmaðurinn minn hafi þessa trú á mér. Ég er svolítið þannig að stundum hef ég mikla trú á mér og stundum bara alls enga. Fyrsta heila árið mitt í sambúð með kærasta er svo að líða undir lok. Það var eitthvað nýtt. Það var líka eitthvað nýtt að ferðast með honum til útlanda í fyrsta sinn og fara svo á Vestfirði í sumar, skemmtilegustu ferð sem ég hef farið í innanlands. Þetta er alveg eitthvað…Ekki gleyma að skrásetja allt á samfélagsmiðlum! Nútímasamfélag gerir sífellt meiri kröfur til okkar með tilheyrandi stressi, streitu og álagi.Ef þú gerir ekki eitthvað skapandi og geggjað með börnunum þínum allar helgar ertu þá að standa þig sem foreldri?Ef þú fórst ekki á skriðsundsnámskeið eða hljópst hálfmaraþon ertu þá að rækta líkamann? Ef þú last ekki eina bók í viku eða fórst á námskeið í endurmenntun ertu þá að rækta andann?Og mundirðu ekki alveg örugglega eftir því að skrásetja allt þetta sjúklega netta sem þú gerðir á Instagram, Snap, Facebook og Twitter? Annars gerðist það ekki!Já, og ekki gleyma að vera alltaf með vinnupóstinn opinn í símanum. Annars ertu ekki að standa þig í vinnunni. Frítími og chill, hvað er það?Eitt enn. Hvað með sambandið við makann? Ertu nokkuð að gleyma því í öllu stressinu?! Vita líka ekki örugglega allir á Insta og Face hvað þið eruð ruglað ástfangin?*Hrollvekjandi sögur Ég á ekki börn svo ég er þess fullviss að stress-level mitt er að jafnaði lægra en hjá öðrum 34 ára gömlum konum. Samt er mitt helsta markmið í lífinu orðið það að kulna ekki. Þetta hef ég sagt við nokkra undanfarið, meðal annars vinnufélagann sem fékk áfall þegar ég sagði honum að ég vildi ekki hafa appið fyrir vinnupóstinn í símanum. Mér finnst bara einhvern veginn nógu mikið álag fylgja vinnunni - og svo er Facebook-appið í símanum líka bara nóg. Markmiðið mitt, og kannski núna áramótaheitið, um að kulna ekki setti ég mér eftir að hafa lesið og hlustað á nokkrar konur segja frá reynslu sinni af kulnun. Sögurnar þeirra voru einfaldlega hrollvekjandi. Allar lýstu þær því að hafa haft of mikið að gera, kannski ekki endilega út af því að þær langaði til þess heldur vegna þess að þær þurftu þess eða fannst þær þurfa þess. Þær þurftu alltaf að vera að. Það að hvíla sig, taka pásu, slaka á, það var ekki inni í myndinni.Það má alveg binge-a þátt þrjú kvöld í viku Lífið er ekki leikur, það vitum við öll. Það getur verið erfitt og yfirþyrmandi en það á líka að geta verið fyndið og skemmtilegt og allt þarna á milli. Það á ekki að vera þannig að þér finnist þú alltaf vera að bugast. Að þú sért örmagna. Sem betur fer líður mér eiginlega aldrei þannig, sjö, níu, þrettán, en það virðist óhugnanlega auðvelt að komast á þann stað, ekki kannski síst vegna þess að það er svo ríkt í konu að harka af sér, vera dugleg, væla ekki. Sumir vilja meina að það sé eitthvað sér-íslenskt, og ef til vill er eitthvað til í því, en kulnun og örmögnun er víðar að verða meira og meira vandamál en aðeins hér á landi. Það er allt í lagi að slaka á, staldra aðeins við. Vinna minna, sofa meira. Liggja í sófanum og binge-a þátt. Þú ert ekki ömurleg manneskja þótt þú leyfir þér það, jafnvel þrjú kvöld í viku, ef það er eitthvað sem þér finnst á annað borð reglulega næs. Það er líka í góðu lagi að vera dugleg, ekki misskilja mig. Ef þér finnst geggjað að labba á fjöll hverja helgi og baka sautján sortir fyrir jólin þá er það snilld. Lykilatriðið er kannski þetta: Gerðu það af því að þig langar til þess, ekki af því að þér finnst þú þurfa að gera það til þess að uppfylla einhverjar kröfur í hröðu og sítengdu nútímasamfélagi. Annars er hætt við því að hrollvekjandi sögurnar af kulnun verði enn fleiri. (*Þessar ímynduðu en þó svo raunverulegu kröfur eru langt því frá tæmandi.)Höfundur er blaðamaður á Vísi.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun