Veltir því fyrir sér hvort WOW verði „sýndarflugfélag“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 10:30 Flugvél WOW Air. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi lítið sem ekkert gefið upp um framtíðarsýn hans á íslenska flugfélaginu WOW air er líklegt að ferðir félagsins til Indlands verði lagðar af ásamt breiðþotum félagsins. Þess í stað verði einblínt á styttri ferðir. Þetta er mat pistlahöfundar Forbes sem fjallar um viðræður Indigo Partners og WOW air um fjárfestingu þess fyrrnefnda í íslenska flugfélaginu. Lítið hefur heyrst um gang mála í viðræðunum eftir að tilkynnt var um í síðustu viku að þeim miðaði vel.Sjá einnig: WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnuÍ pistlinum í Forbes segir að ef Franke, sem á meðal annars flugfélagin Wizz Air og Frontier, muni yfirfæra viðskiptalíkan sitt yfir á WOW Air gæti það falið í sér talsverðar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins. Líklega verði farin þá leið að langar og kostnaðarsamar leiðir sem aðeins sé hægt að sinna með breiðþotum verði lagðar af, líkt og nýlegt Indlandsflug WOW air.Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/samsett myndNýti sér samlegðaráhrif með öðrum flugfélögum Indigo Þó er önnur leið sem sé möguleg og það sé leið hins svokallaða sýndarflugfélags, WOW air verði flugfélag sem selji miða en fljúgi ekki sjálft undir eigin merkjum. Það þýðir að farþegar myndu kaupa miða undir merkjum WOW air en önnur flugfélög Indigo, til dæmis Wizz Air eða Frontier, myndu taka við farþeganum og koma honum á áfangastað. Þannig gæti flugfélagið sparar sér háar fjárhæðir, bakvinnsla gæti til dæmis að miklu leyti farið fram á skrifstofum Wizz Air eða Frontier auk þess sem að með því að nýta sér þjónustu annarra flugfélaga gæti WOW air nýtt sér það að launakostnaður er minni í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum, þar sem Wizz Air og Frontier eru staðsett, en á Íslandi. Þá er einnig nefnt að einingakostnaður Wizz Air og Frontier sé með því lægsta sem gengur og gerist og því gæti WOW air mögulega boðið betra verð á flugferðum til og frá Íslandi með þessari aðferð en Icelandair, helsti keppinauturinn.Lesa má pistilinn í Forbes hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53 Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15 Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Þrátt fyrir að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi lítið sem ekkert gefið upp um framtíðarsýn hans á íslenska flugfélaginu WOW air er líklegt að ferðir félagsins til Indlands verði lagðar af ásamt breiðþotum félagsins. Þess í stað verði einblínt á styttri ferðir. Þetta er mat pistlahöfundar Forbes sem fjallar um viðræður Indigo Partners og WOW air um fjárfestingu þess fyrrnefnda í íslenska flugfélaginu. Lítið hefur heyrst um gang mála í viðræðunum eftir að tilkynnt var um í síðustu viku að þeim miðaði vel.Sjá einnig: WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnuÍ pistlinum í Forbes segir að ef Franke, sem á meðal annars flugfélagin Wizz Air og Frontier, muni yfirfæra viðskiptalíkan sitt yfir á WOW Air gæti það falið í sér talsverðar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins. Líklega verði farin þá leið að langar og kostnaðarsamar leiðir sem aðeins sé hægt að sinna með breiðþotum verði lagðar af, líkt og nýlegt Indlandsflug WOW air.Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/samsett myndNýti sér samlegðaráhrif með öðrum flugfélögum Indigo Þó er önnur leið sem sé möguleg og það sé leið hins svokallaða sýndarflugfélags, WOW air verði flugfélag sem selji miða en fljúgi ekki sjálft undir eigin merkjum. Það þýðir að farþegar myndu kaupa miða undir merkjum WOW air en önnur flugfélög Indigo, til dæmis Wizz Air eða Frontier, myndu taka við farþeganum og koma honum á áfangastað. Þannig gæti flugfélagið sparar sér háar fjárhæðir, bakvinnsla gæti til dæmis að miklu leyti farið fram á skrifstofum Wizz Air eða Frontier auk þess sem að með því að nýta sér þjónustu annarra flugfélaga gæti WOW air nýtt sér það að launakostnaður er minni í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum, þar sem Wizz Air og Frontier eru staðsett, en á Íslandi. Þá er einnig nefnt að einingakostnaður Wizz Air og Frontier sé með því lægsta sem gengur og gerist og því gæti WOW air mögulega boðið betra verð á flugferðum til og frá Íslandi með þessari aðferð en Icelandair, helsti keppinauturinn.Lesa má pistilinn í Forbes hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53 Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15 Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53
Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15
Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15