Viðskipti innlent

Víkur úr stjórn Símans vegna ákæru

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins.
Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins. Vísir/Vilhelm
Birgir S. Bjarnason, stjórnarmaður í Símanum hefur tilkynnt stjórn Símans að hann hafi óskað eftir því að víkja úr stjórn Símans og Mílu.

Í tilkynningu Símans til kauphallar segir að ástæðan „persónuleg mál sem eru til meðferðar á hendur honum fyrir dómstólum.“

Á vef Mbl.is segir að Birgir hafi verið ákærður fyrir skattalagabrot í september. Er honum gefið að sök að hafa ekki, sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem nú er afskráð, ekki hafa staðið skil á staðgreiðslu upp á um 25 milljónir króna á árunum 2015-2017.

Í tilkynningunni segir að Birgir muni víkja sæti þangað til málið sé til lykta leitt fyrir dómstólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×