Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 08:35 Vodafone er í eigu Sýnar. Fréttablaðið/Hanna Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. Síðast var það gert í upphafi nóvembermánaðar. Stjórnendurnir segja það mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en gengisveiking, óvissa í íslensku efnhagslífi og hörð samkeppni hafi þar leikið hlutverk. Ástæðan er í tilkynningu frá Sýn rakin til yfirferðar á uppgjöri síðastliðins októbermánaðar, auk yfirferðar á auglýsingatekjum og áskriftarsölu fyrir nýliðinn nóvember. Í tilkynningunni, sem send var á Kauphöllina í morgun, segir að horfur fyrir yfirstandandi ár hafi verið niðurfærðar um 150 milljónir króna. „Niðurfærslan skýrist bæði vegna fyrirsjáanlegs hærri kostnaðar og lægri tekna en búist var við. EBITDA spá ársins stendur því nú í 3.450 m kr. af grunnrekstri í stað 3.600m kr., sem tilkynnt var um þann 1. nóvember sl,“ eins og þar stendur. Þar að auki hafi hærri kostnaður en búist var við áhrif á niðurstöðuna. Til útskýringar segir í tilkynningunni að um sé að ræða kostnað tengdan fjarskiptakerfum og dagskrárkostnaði. Áður hefur Sýn gefið það út að kaup fyrirtækisins á hluta eignasafns 365, eins og fréttastofunni auk sjónvarps og útvarpsstöðva, hafi verið dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Unnið er í fjölmörgum kostnaðarverkefnum innan fyrirtækisins en ljóst er að eitt helsta verkefnið er að ná utan um og halda áfram að lækka kostnað sameinaðs fyrirtækis,“ segir í útskýringu Sýnar.Sjá einnig: Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018Þá hafi lægri tekjur en áætlað var einnig sitt að segja en samkvæmt tilkynningunni voru auglýsingatekjur og sala sjónvarpsáskrifta lakari í nóvember en búist var við. „Ástæður má rekja til efnahagsaðstæðna og harðrar samkeppni á markaðnum nú í haust. Fjarskiptatekjur hafa einnig orðið fyrir áhrifum af mikilli samkeppni þar sem viðskiptavinavelta og sölukostnaður var umfram áætlanir í september og október, sem einnig hefur neikvæð áhrif á fjórðunginn.“ Að þessu sögðu hafi horfurnar fyrir næsta ár einnig verið endurskoðaðar og lækkaðar. Miðað við núverandi samstæðu hafa horfurnar verið niðurfærðar í 3,9 ma til 4,4 ma. kr frá 4,6ma til 5ma kr. „Ástæður lækkunar er að útlit er fyrir að hörð samkeppni muni halda áfram inn á árið 2019 með aukinni verðpressu og sölu- og markaðskostnaði. Ennfremur er um að ræða frestun á kostnaðarsamlegð upp á um 200 m kr. sem gert var ráð fyrir að félli til árið 2019 en mun ekki koma fram fyrr en 2020. Það er vert að minna á að veiking krónunnar hefur haft um 350m neikvæð áhrif á kostnað félagsins fyrir 2019,“ segir í tilkynningunni. Að endingu eru nýju horfurnar dregnar saman í eftirfarandi útlistun: Það eru mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en almennt má segja að samrunaverkefnið hafi haft meiri áhrif á fyrirtækið en gert var ráð fyrir. Þar sem við bætist gengisveiking, mikil óvissa í íslensku efnahagslífi sem hefur áhrif á hegðun neytenda og fyrirtækja auk mjög harðrar samkeppni á fjarskiptamarkaðnum þessa dagana. Verkefnið framundan er eftir sem áður að nýta styrk sameinaðs fyrirtækis til að sækja fram á markaðnum og ná markmiðum sameiningarinnar þó lengri tíma taki.Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. Síðast var það gert í upphafi nóvembermánaðar. Stjórnendurnir segja það mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en gengisveiking, óvissa í íslensku efnhagslífi og hörð samkeppni hafi þar leikið hlutverk. Ástæðan er í tilkynningu frá Sýn rakin til yfirferðar á uppgjöri síðastliðins októbermánaðar, auk yfirferðar á auglýsingatekjum og áskriftarsölu fyrir nýliðinn nóvember. Í tilkynningunni, sem send var á Kauphöllina í morgun, segir að horfur fyrir yfirstandandi ár hafi verið niðurfærðar um 150 milljónir króna. „Niðurfærslan skýrist bæði vegna fyrirsjáanlegs hærri kostnaðar og lægri tekna en búist var við. EBITDA spá ársins stendur því nú í 3.450 m kr. af grunnrekstri í stað 3.600m kr., sem tilkynnt var um þann 1. nóvember sl,“ eins og þar stendur. Þar að auki hafi hærri kostnaður en búist var við áhrif á niðurstöðuna. Til útskýringar segir í tilkynningunni að um sé að ræða kostnað tengdan fjarskiptakerfum og dagskrárkostnaði. Áður hefur Sýn gefið það út að kaup fyrirtækisins á hluta eignasafns 365, eins og fréttastofunni auk sjónvarps og útvarpsstöðva, hafi verið dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Unnið er í fjölmörgum kostnaðarverkefnum innan fyrirtækisins en ljóst er að eitt helsta verkefnið er að ná utan um og halda áfram að lækka kostnað sameinaðs fyrirtækis,“ segir í útskýringu Sýnar.Sjá einnig: Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018Þá hafi lægri tekjur en áætlað var einnig sitt að segja en samkvæmt tilkynningunni voru auglýsingatekjur og sala sjónvarpsáskrifta lakari í nóvember en búist var við. „Ástæður má rekja til efnahagsaðstæðna og harðrar samkeppni á markaðnum nú í haust. Fjarskiptatekjur hafa einnig orðið fyrir áhrifum af mikilli samkeppni þar sem viðskiptavinavelta og sölukostnaður var umfram áætlanir í september og október, sem einnig hefur neikvæð áhrif á fjórðunginn.“ Að þessu sögðu hafi horfurnar fyrir næsta ár einnig verið endurskoðaðar og lækkaðar. Miðað við núverandi samstæðu hafa horfurnar verið niðurfærðar í 3,9 ma til 4,4 ma. kr frá 4,6ma til 5ma kr. „Ástæður lækkunar er að útlit er fyrir að hörð samkeppni muni halda áfram inn á árið 2019 með aukinni verðpressu og sölu- og markaðskostnaði. Ennfremur er um að ræða frestun á kostnaðarsamlegð upp á um 200 m kr. sem gert var ráð fyrir að félli til árið 2019 en mun ekki koma fram fyrr en 2020. Það er vert að minna á að veiking krónunnar hefur haft um 350m neikvæð áhrif á kostnað félagsins fyrir 2019,“ segir í tilkynningunni. Að endingu eru nýju horfurnar dregnar saman í eftirfarandi útlistun: Það eru mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en almennt má segja að samrunaverkefnið hafi haft meiri áhrif á fyrirtækið en gert var ráð fyrir. Þar sem við bætist gengisveiking, mikil óvissa í íslensku efnahagslífi sem hefur áhrif á hegðun neytenda og fyrirtækja auk mjög harðrar samkeppni á fjarskiptamarkaðnum þessa dagana. Verkefnið framundan er eftir sem áður að nýta styrk sameinaðs fyrirtækis til að sækja fram á markaðnum og ná markmiðum sameiningarinnar þó lengri tíma taki.Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37