Körfubolti

Sigursælasta körfuboltakona Serbíu þjálfar lið Skallagríms

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Biljana Stankovic í leik með serbneska landsliðinu.
Biljana Stankovic í leik með serbneska landsliðinu. Vísir/EPA
Skallagrímur er búið að finna nýjan þjálfara á kvennaliðið sitt í Domino´s deildinni. Biljana Stanković mun taka við liðinu af Ara Gunnarssyni.

Skallagrímur segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni en hér er á ferðinni goðsögn úr sernbeskum kvennakörfubolta.

Biljana Stanković er 44 ára gömul og hefur síðustu ár þjálfað yngri flokka hjá hjá Kris Kros Pancevo í Serbíu auk þess að vera aðstoðarþjálfari hjá yngri kvennalandsliðum Serbíu.

Ari Gunnarsson var rekinn á dögunum og Guðrún Ósk Ámundadóttir stýrði Skallagrímsliðinu í tapi á móti Keflavík í gær. Skallagrímsliðið er í sjötta sæti deildarinnar með þrjá sigra og sjö töp.

Biljana Stanković átti sjálf glæsilegan leikmannaferil og á að baki fjölda titla með félagsliðunum sem hún lék með m.a. Hemofarm, Partizan og Radivoj Korać. Stanković varð alls ellefu sinnum meistari í Júgóslavíu og seinna Serbíu en hún lék sem leikstjórnandi.

Stanković er sigursælasta körfuboltakonan í sögu Serbíu með alls 24 titla á 28 tímabilum en síðasta tímabikið hennar var veturinn 2016-17.

Hún lék yfir 100 landsleiki með Serbíu og var fyrirliði liðsins í sjö ár þar sem hún náði að leika með liðinu áþremur Evrópumótum og einu heimsmeistaramóti.

Biljana lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum og hefur einbeitt sér að þjálfun síðan og menntað sig í þeim fræðum í heimalandi sínu.

Biljana kemur til landsins á fimmtudaginn og stýrir Skallagrími í sínum fyrsta leik gegn Stjörnunni á útivelli á laugardaginn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.