Viðskipti innlent

Eyrir keypti níu prósent í sjálfu sér

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest.
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest. Vísir/vilhelm

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, stærsti einstaki hluthafi Marels, keypti í síðustu viku tæplega níu prósenta hlut af Landsbankanum í sjálfu sér. Kaupverðið nam um 3,8 milljörðum króna.

Bankinn bauð sem kunnugt er 12,1 prósents hlut sinn í Eyri Invest til sölu í byrjun síðasta mánaðar. Frestur til að skila inn tilboðum rann út fyrir viku og tók Landsbankinn fjórum tilboðum af fimm sem bárust í 9,2 prósenta hlut. Þar af samþykkti bankinn tilboð fjárfestingafélagsins í tæpan 9,0 prósenta hlut í sjálfu sér.

Söluandvirði allra hlutabréfanna sem Landsbankinn seldi nam um 3,9 milljörðum króna en eftir söluna fer bankinn með um 12,8 prósenta hlut í Eyri Invest.

Eins og Markaðurinn hefur greint frá hóf Fjármálaeftirlitið að leggja dagsektir á Landsbankann um miðjan septembermánuð til þess að knýja á um að bankinn seldi hlut sinn í fjárfestingafélaginu. Eftirlitið hefur á undanförnum árum veitt bankanum fresti til þess að minnka hlut sinn.

Eyrir Invest fer með 27,9 prósenta hlut í Marel, langsamlega stærsta félaginu í Kauphöllinni. Til viðbótar á fjárfestingafélagið 43,4 prósenta hlut í Eyri Sprotum, sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum, og þriðjungshlut í Efni Media, sem selur vörur og þjónustu í gegnum netið og samfélagsmiðla.


Tengdar fréttir

Lágmarkstilboð 80 prósent af eigin fé

Lágmarkstilboð í tólf prósenta hlut sem Landsbankinn býður til sölu í Eyri Invest, kjölfestuhluthafa Marels, er 80 prósent af eigin fé fyrirtækisins

Sektar Landsbankann um hálfa milljón á dag

Landsbankinn hefur þurft að greiða Fjármálaeftirlitinu 23 milljónir króna í sekt frá því í september. Eftirlitið sektar bankann um hálfa milljón á dag til þess að knýja á um að hann selji hlut sinn í Eyri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.