Viðskipti innlent

Veitingastaðurinn á Hótel Holti opnaður á ný eftir þriggja mánaða lokun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rekstur verður í höndum eigenda hótelsins, að því er segir í tilkynningu.
Rekstur verður í höndum eigenda hótelsins, að því er segir í tilkynningu. Vísir/Vilhelm

Veitingastaðurinn á Hótel Holti, Holt Restaurant, opnaði á ný í byrjun desember eftir að honum var lokað í ágúst síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rekstraraðilum veitingastaðarins.

Sjá einnig: Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: „Þetta fer allt vel að lokum“

Greint var frá því í lok ágúst að veitingastaðnum hefði verið lokað. Talsmaður þáverandi rekstraraðila neitaði að tjá sig um lokunina í samtali við Vísi á sínum tíma en eigandi Hótels Holts sagði þó að allt yrði reynt til að koma til móts við tryggan kúnnahóp hótelsins.  

Kúnnahópurinn virðist geta tekið gleði sína á ný en veitingastaðurinn hóf aftur starfsemi nú í byrjun desember. Í tilkynningu segir að rekstur verði í höndum hótelsins og verður yfirkokkur Ægir Friðriksson sem áður starfaði á Café Flóru og Satt á Reykjavík Natura.

Fjölmörg listaverk prýða veggi hótelsins og gefst gestum nú kostur á leiðsögn um listasafnið. Mynd/Hótel Holt

Á hinum nýopnaða veitingastað verður jafnframt lögð áhersla á „framúrskarandi þjónustu og mat“, að því er segir í tilkynningu. Að auki mun gestum hússins nú bjóðast leiðsögn um listasafn Hótels Holts, sögu þess og stofnendur.

„Með þessu er verið að leggja áherslu á sérstöðu hótelsins og bjóða heildstæða upplifun fyrir gesti okkar. Hótel Holt hefur að geyma listaverk eftir margra af þekktustu listamönnum þjóðarinnar og skipar þar með mikilvægan sess í menningararfi Íslendinga,“ er haft eftir Sólborgu Lilju Steinþórsdóttur, hótelstjóra.

Sjá einnig: Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík

Tæpt ár er nú síðan eigendur Dill Restaurant, KEX hostels og Hótels Holts gerðu með sér samkomulag um veitingarekstur á Hótel Holti og að staðurinn myndi heita Holt. Staðurinn var opnaður í febrúar síðastliðnum en lokað hálfu ári síðar, líkt og áður segir. Hótel Holt var stofnað árið 1965 og hefur síðan þá verið í eigu sömu fjölskyldunnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.