Viðskipti innlent

Passa upp á verðmæti á „Svörtum fössara“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það var heldur kuldalegt í Lindum þar sem um tuttugu manns biðu þess að komast inn í Elko klukkan átta.
Það var heldur kuldalegt í Lindum þar sem um tuttugu manns biðu þess að komast inn í Elko klukkan átta. Vísir/EgillA
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir landsmenn á að skilja ekki sjáanleg verðmæti eftir í bílum sínum. Sérstaklega í dag þar sem búast má við mikilli verslun í tilefni Svarts föstudags en verslanir á landinu hafa undanfarna daga boðið upp á ýmis tilboð af þeim sökum.

„Lögreglan á höfuborgarsvæðinu vill að því tilefni brýna fyrir fólki að skilja engin sjáanleg verðmæti eftir í ökutækjum sínum. Það gæti klárlega freistað þjófa. Það er ekki flóknara,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Fyrirmynd Svarts föstudags má eins og svo margt annað rekja til Bandaríkjanna en þar stendur Þakkagjörðarhátíðin yfir. Þakkagjörðardagurinn var í gær en í dag bjóða verslanir vestan hafs margar hverjar upp á mikil tilboð, þar sem þær hreinsa útaf lager sínum fyrir jólavertíðina.

Myndast árlega gríðarlegar raðir í verslunum aðfaranótt föstudags. Elko var á meðal þeirra fyrirtækja sem auglýstu afslátt í dag í tilefni dagsins og opnuðu verslanir sínar klukkan átta. Um tuttugu manns stóðu vaktina í röð við Elko í Lindum í morgun klukkan átta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×