Viðskipti innlent

Sjaldgæft að lokað sé fyrir viðskipti eftir ábendingu frá FME

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Icelandair GRoup
Icelandair GRoup vísir/vilhelm
Kauphöllin hefur fjórum sinnum á síðustu fimm árum stöðvað viðskipti með bréf í félagi á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Þetta kemur fram í svari Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar, við fyrirspurn fréttastofu.

Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun en opnað fyrir viðskipti að nýju í hádeginu eftir að Icelandair sendi frá sér tilkynningu. Þar kom fram að ólíklegt sé að búið verði að uppfylla alla fyrirvara á kaupum félagsins á WOW air fyrir hluthafafund á föstudag.

Bréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um tæplega sex prósent í dag. Viðskipti með bréf í félaginu námu um 233 milljónum króna.


Tengdar fréttir

Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×